blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 6
blaðið
6
LAUGARDAGUR 6. JANUAR 2007
Okkarárvissa flugukastkennsla ÍT.B.R. húsinu
Gnoðavogi 1 hefst 7. janúar kl 20:00.
Kennt verður 7., 14., 21. og 28. janúar.
Við leggjum til stangir.
Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort).
Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm.
Verð kr 8.500.- en kr 7.500.- til félagsmanna,
gegn framvísun gilds félagsskírteinis.
Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085
KKR;SVFRogSVH ^
Tilboðsdagar
Langur laugardagur opið 10-17
V E R S
Guðsteins Eyjólfssonar
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Laugavegi.
J
Útsala
Útsala
opið 10-16
tískuvcrslun
Rauðarárstig ), sími 561-5077
Skráning og ummæli* á www.gbergmann
og í síma 690-1818 (Guðjón Bergmann).
*Yfir 130 ánægðir þátttakendur haustið 2006
Helgamámskeið
12.-14. janúar
■ Fáðu að vita hvernig þú getur stjórnað
hugsunum þínum betur,
Lærðu öruggar aðferðir til að draga
úr streitu og kvíða.
Byggðu upp sjálfstraust og
jákvætt hugarfar.
Uppgötvaðu hvernig þú getur komið
lífi þínu í jafnvægi.
Minna um fasteignakaup
Færri kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á
Akureyri í desember miöað við sama mánuð í fyrra samkvæmt
samantekt Fasteignamats ríkisins. Alls var 18 samningum þinglýst
en á sama tíma í fyrra voru þeir 29 talsins.
Áhyggjufullir fasteignasalar Lög-
giltir fasteignasaiar eru óánægðir
með þróun fasteignamarkaðarins
þar sem fjöldi sölumanna raðist
undir fáa löggilta fasteignasala.
Fundur boðaður hjá Félagi fasteignasala:
Óbeislaðir sölumenn
ergja fasteignasala
■ Óeðlileg þróun undanfarið ■ Skortur á tryggingum ■ Óttast stimpilinn
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@þladid.net
,Við hræðumst það að fasteignasalar
verði áfram stimplaðir þannig að
þeir eigi frátekið pláss í ákveðnu
fangelsi á Vesturlandi," segir Þór-
arinn M. Friðgeirsson, löggiltur
fasteignasali. Hann hefur miklar
áhyggjur af þeirri þróun sem orðið
hefur í fasteignaviðskiptum og
þeirri ímynd sem fasteignasalar
búa við.
Þórarinn segir mikilvægt að haga
málum þannig að sem mest dragi úr
mistökum eða svikum. Fjölmargir
félagsmenn Félags fasteignasala
hafa óskað eftir félagsfundi þar sem
ræddar verði umdeildar vinnuað-
ferðir sem fasteignasalar hafi orðið
uppvísir að undanfarið. Uggur er
meðal fasteignasala þar sem fjöldi
sölufólks hefur starfað óbeislað
undir löggiltum fasteignasölum og
gengið langt út fyrir hefðbundið
verksvið. Bent hefur verið á að slíkt
sé algengt á fasteignasölum undir
merkjum Remax og með tilkomu
þeirra hafi þróun á markaðnum
breyst.
Óeðlileg staða
Grétar Jónasson, framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala, tekur
undir gagnrýnina á að löggiltir
fasteignasalar sitji einir að stórum
hópi sölumanna. Hann segir fyrir-
komulagið að mörgu leyti óeðlilegt.
,Hópur fasteignasala hefur áhyggjur
af þeirri þróun sem hefur átt sér
stað í fasteignaviðskiptum. Óskað
hefur verið eftir fundi og að sjálf-
sögðu verðum við við því,“ segir
Grétar. „Staðan sem upp er komin
er að mörgu leyti óeðlileg. Til staðar
eru áhyggjur af hagsmunum neyt-
enda og að þeir séu ekki nægjanlega
tryggir eins og staðan er nú.“
Staðan sem
^§> upp er komin er
faðmörguleyti
óeðllleg.
GrétarJónasson,
Félags fasteignasala
Ekki tryggðir
Þórarinn er þeirrar skoðunar
að starfsvenjur fasteignasala hafi
breyst og aðferðir sem ekki hafi
áður tíðkast séu notaðar. „Færst
hefur í vöxt að starfsfólk sé að
hringja út og kynna sig í nafni
ákveðinna fasteignasala og bjóða
frítt hitt og þetta,“ segir Þórarinn.
„Vandinn er sá að þegar löggiltir fast-
eignasalar eru með mikinn fjölda
sölumanna undir sér þá eru þeir
ekki tryggðir fyrir mistökum sem
hugsanlega koma upp. Sömuleiðis
eru viðskiptavinirnir ekki öruggir
gegn mistökum eða svikum.“
Uppsagnir hjá Þormóði Ramma - Sæberg:
Allt að 150 sagt upp
Utgerðarfélagið Þormóður
Rammi - Sæberg sagði upp óllum
yfirmönnum á frystiskipum sínum
milli jóla og nýárs, en þeir höfðu
lengstan uppsagnarfrest starfs-
manna eða sex mánuði. Telja má víst
að fleiri uppsagnir fylgi í kjölfarið
og allt að 150 menn missi vinnuna.
Samkvæmt Ólafi Marteinssyni,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
stendur til að kaupa tvö ný skip frá
Noregi og selja þau gömlu: „Mark-
aður fyrir gömul skip er erfiður og
ekki er hægt að segja til um hvenær
eða hvort skipin seljast. Sölur sem
þessar gerast oftast með stuttum
fyrirvara og því er okkur nauðsyn
að segja þeim skipverjum, sem
lengstan hafa uppsagnarfrest, upp
störfum. Hafi skip ekki verið selt
þegar uppsagnarfresti lýkur mun
Þormóður rammi - Sæberg hf.
bjóða viðkomandi skipverjum tíma-
bundna ráðningu þangað til skipið
selst eða verður lagt.“
Ekkert er því til fyrirstöðu að
mennirnir hefji vinnu annars staðar
þegar uppsagnarfresti lýkur enda
óvíst hvort og hvenær gömlu skipin
seljast. Hinsvegar er ekki hlaupið að
þvi að fá slíkar tekjur og óvíst hvort
fjölskyldumenn vilja flytja búferlum.
Tímabundna ráðningin sem fyrir-
tækið býður í millitíðinni gæti falið í
sér illnauðsynlega launalækkun sem
vafalaust er ekki öllum að skapi.