blaðið - 06.01.2007, Side 12

blaðið - 06.01.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaðift Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 yrir þigí tónheimar hafa þá sérstöðu að nemendur læra að spila á píanó og rafmagnsgítar eftir eyranu og bókstafshljómum. Inn í námið fléttast tón- og hljómfræði. Skemmtílegt og hagnýtt nám sem hentar fólki á öllum aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Láttu drauminn rætast! Vorönn tónheima hefs MflMllfflMI |5.janúí Píanó • Byrjendur og framhald • 4 ára og eldri • Unglingar • Fullorðnir • Eldri borgarar Rafmagnsgítar • Byrjendur og framhald • 10 ára og eldri z D 0- Inglingar • rullorðnir JÍÍ^HNetstuðningur i nami Skráning á www.tonheimar.is og í síma 846 8888 alla daga frá 9-18. V tónheimar Tónhcimar Fakafcni 9 tonhcimar<ð'tonheimar.is v/v;v/.tonhcimar.is Gæða sængur og heilsukoddar. Mm BURT MEÐ KRONUNA! Þegar umræður um þátttöku fslands í evrópska efnahags- svæðinu stóðu yfir síðla árs 1991 (Jesús minn - eru fimmtán ár síðan?!), þá flutti ég pistla á Rás 2. Og ég var svona frekar á móti EES þótt reyndar væri það ekki af mikilli ástríðu. Ég var veikur fyrir þeim röksemdum að þátttakan myndi hafa góð efna- hagsleg áhrif á íslandi og verða til að nútímavæða efnahagskerfi okkar (sem hvorttveggja kom á daginn) en hafði áhyggjur af því að fylgja myndu stórkostleg upp- kaup ríkra útlendinga á íslenskum gögnum og gæðum (sem hafa ekki orðið raunin nema í litlum mæli). Ennfremur var ég smeykur um að reglugerðarfarganið frá Evr- ópusambandinu, sem við yrðum að taka upp, myndi auka hér skriffinnsku og óþarfa stöðlun allra hluta. „Báknið“ frá Brussel myndi leggja sína dauðu hönd yfir samfélagið allt. Það hefur ekki gerst. Vissulega má benda á hina og þessa lagasetningu sem kemur að utan og orkar tvímælis en lít- inn skaða höfum við samt borið af þeim sendingum. Er Evrópusambandið hið nýja Habsborgararíki? En þetta voru svona þær helstu röksemdir sem vógust á í mínum huga árið 1991. Og ég skrifaði pistil þar sem ég varaði við þátttöku í EES því það myndi óhjákvæmi- lega færa okkur töluvert inn fyrir dyrastafinn hjá Evrópusamband- inu sjálfu - og þar vildi ég ekki vera. Evrópusambandið væri upp- rennandi skriffinnskuríki sem bæri í sér stöðnun og doða - mjög í ætt við Habsborgararíkið í Aust- urríki, sem ég man að ég bar það helst saman við. Og minnti á að þótt Habsborgararíkið hefði á sínum tíma fóstrað elegant lista- menn eins og Mozart og Strauss, þá hefði það endað á að framleiða Franz Kafka. Og enginn hefur lýst þrúgandi andrúmslofti þess betur en hann. Og ég spáði meira að segja dauða Evrópusambandsins, einhvern tíma í framtíðinni - það myndi tær- ast upp innan frá, þegar íbúar Evr- ópulandanna uppgötvuðu loks og gerðu ráðamönnum sínum ljóst að þeir hefðu bara engan áhuga á að tilheyra þessu bákni. Loks mundi það deyja úr eintómum leiðindum en fjörbrot þess gætu orðið ströng og við íslendingar ættum að hafa vit á að vera víðsfjarri þegar sam- bandið tæki að leysast upp. Tóm vitleysa hjá mér Ég man að mér fannst þetta allt þó nokkuð snjallt hjá mér - en nú er ég kominn á þá skoðun að þetta hafi verið tóm vitleysa. Vissulega verður Evrópusambandið áreiðan- lega ekki eilíft en ég fæ samt ekki betur séð en að í fyrirsjáanlegri framtíð muni það bara eflast að íþrótt og frægð. Það hefur ekki stöðvað einstakar þjóðir í að ráða sjálfar þeim málum sem þær kjósa og efnahagslega virðist það hvar- vetna hafa góð áhrif. Sem og félags- lega og pólitískt. Ef Island gengi nú í Evrópusam- bandið myndi það ekki hafa í för með sér meira framsal á fullveldi en þegar er orðið - og fullveldið er nú hvort sem er allt annar hlutur en var. Innganga í sambandið myndi hins vegar óumdeilanlega hafa mjög heppileg áhrif á pen- ingalegan stöðugleika þegar við losnum við hina bækluðu íslensku krónu sem við höldum haldið úti af vanefnum alltof lengi. Það er bein- línis absúrd þegar menn reyna að telja sér trú um að fyrirbærið króna sé á einhvern hátt til marks um sjálfstæði okkar - krónan var jú upphaflega erlend mynt, kom frá Danmörku, og nafnið þýðir ekkert annað en „konungskóróna“. Krónan er því jafn úrelt og kór- ónan yfir durum Alþingishússins - sem líka væri rétt að losna við og setja á Þjóðminjasafnið. Er krónan ígildi ísiands? Nú þegar allar peningastofnanir {landinu eru ýmist búnar eða biða þess með óþreyju að fá að skipta yfir í evru, þá eigum við ekki að standa gegn hinu óhjákvæmilega með því að ríghalda í krónuna bara svo fáeinir hræddir menn geti áfram ímyndað sér að þeir ráði einhverju. Og raunar ráða þeir ýmsu, því miður, þeir geta aukið óstöðugleika og verðbólgu- hættu í þjóðfélaginu með því að telja sér trú um að krónan sé á ein- hvern hátt ígildi Islands. Þó eru þetta yfirleitt sömu mennirnir og hika ekki við að ganga á íslenska náttúru í gróðaskyni. En þessi ráð á að taka af þeim og það sem fyrst. Sækjum því um aðild að Evrópu- sambandinu við fyrsta tækifæri. Verum ekki að bíða með það - það gerist hvort sem er fyrr en síðar. Ef „Þeii telja séi trú um aö kiónan sé áeinhverri hétt ígildi Istands. Þó eru þetta ynrleitt sömu mennirnir ðp hika. ekki víö aö ganga á íslenska náttúru í gróöaskyni..." við bíðum aukum við bara hætt- una á skakkaföllum sem gætu gert samningsstöðu okkar verri en ella. Ef niðurstaða aðildarviðræðna verður okkur ekki að skapi,.þá höfnum við bara aðildinni í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en ég á nú varla von á því. Hin margumtalaða „sér- staða Islands" held ég sé meira og minna blekking. Sjávarútvegsstefnan: Engey farin úr landi Sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins? Hinn mikli Þrándur í Götu? Við semjum bara um hana og þó við fáum ekki „allt fyrir ekk- ert“ (eins og sagt var í eina tið), þá tökum við bara forystuna í sjávar- útvegsmálum í sambandinu. Við þurfum nefnilega ekki endilega að láta hina alræmdu Spánverja valta yfir okkur. (Skyldi spænska þjóðin nokkuð fara í mál við mig yfir að vera kölluð ,,alræmd“?) Og altént fæ ég ekki séð að sjávarútvegsforkólfar okkar séu svo „þjóðhollir“ að við eigum að láta framfaramál stranda á því hvort þeim þóknast eitthvað. Nú um hátíðarnar hefur mátt dást að risatogaranum Engey þar sem hann liggur í Reykjavíkurhöfn. Glæsilegt fley. Gert út af Granda frá Reykjavík. Þangað til í gær. Þá var tilkynnt að Grandi ætlaði að stofna dótturfyrirtæki í Hollandi og gera skipið út þaðan í framtíð- inni. Áhöfninni sagt upp. Þetta glæsta skip fer að veiða sardínur út af Afríkuströndum. Gott og vel - en ef fyrirtæki á borð við Granda hafa ekki hagsmuni Islendinga ofar í huga en svo að þau stökkva úr landi með sín flottustu skip þegar það hentar, hví skyldum við þá yfirleitt leiða hugann að hags- munum Granda? „Krónan er því jafn úrelt og kórónan yfir durum Alþingishússins - sem líka vœri rétt aö losna við og setja á Þjóðminjasafnið."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.