blaðið - 06.01.2007, Qupperneq 20
NUAR 2007
Spennandi dagskrá
m w
Margt spennandi var á dagskrá Rásar 1 um hátíðarnar. Sem dæmi
má nefna Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar í flutningi Útvarpsleik-
hússins. Þeir sem misstu af þessari skemmtilegu dagskrá geta
hlustað á þættina á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is.
blaðiö
Bandarísk list
Senn fer að líða að lokum sýningarinnar Uncertain States of America í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, en þar getur að líta verk eftir unga,
þandaríska listamenn. Það er því um að gera að líta á safnið um helgina
en sýningunni lýkur 21. janúar.
Bókmenntaverð-
laun Tómasar
Nú ættu skáldin að bretta upp
ermar því Reykjavíkurborg aug-
lýsir eftir óprentuðu handriti að
Ijóðabók, frumsömdu á íslensku,
til að keppa um Bókmenntaverð-
laun Tómasar Guðmundssonar
sem
verða
til út-
hlutunar á
síðari hluta árs
2007. Dómnefnd
er skipuð þremur
valinkunnum
bókmenntaspekúlentum
sem kveða munu upp
sinn dóm. Verðlaun að upphæð
600 þúsund krónur verða veitt
fyrir eitt handrit. Handritum sem
keppa til verðlaunanna þarf að
skila merktum dulnefni, en nafn
og heimilisfang skulu fylgja með
í lokuðu umslagi. Síðasti skila-
dagur er 1. júní 2007.
jr
MÚLTÍ-VÍT
Náttúruleg fjölvítamín
með steinefnum
Vnlin bmtivfni tynr þorhr htending*
180 töflur
Inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni.
To*v<A
heilsa
-hafðu það gott
Morðinginn með nefið
enn fer að líða að því
að íslenskir bíógestir
geti séð kvikmyndina
Ilminn sem gerð er eftir
samnefndri skáldsögu
þýska rithöfundarins Patricks
Suskind en hún verður frumsýnd
hér á landi í byrjun febrúar. Margir
bíða eflaust spenntir enda á skáld-
sagan sú visan stað í ótal hjörtum.
Bókin kom fyrst út á þýsku árið
1985 og hefur siðan þá verið þýdd á
ótal tungumál. Þar segir frá hinum
óvenjulega Jean-Baptiste Grenou-
ille sem lifir og hrærist í Frakklandi
á 18. öld þar sem ólyktin vomir yfir
og ýmislegt torkennilegt leynist í
myrkrinu. Grenouille fæðist undir
fiskborði á fjölförnum markaði inn-
an um daunillan fiskúrgang. Hann
er ekki auðfúsugestur í þennan
heim en móðir hans leggur strax á
ráðin um að kasta honum frá sér í
næsta fiskbala og láta hann deyja
þar drottni sínum.
Grenouille rekur upp skelfilegt
óp sem verður til þess að vegfar-
endur koma honum til bjargar og
móðurinni hefnist fyrir sinn illa
vilja. Lesendur fá strax að vita að
það er eitthvað ákaflega óvenju-
legt við þetta ungbarn. Nef hans er
undur næmt og hann hefur þann
hæfileika að geta einangrað hvaða
lykt sem er og geymt hana í minni
sínu. Af Grenouille sjálfum er þó
enga lykt að finna og vakti það ugg
hjá mörgum þeim brjóstmæðrum
sem önnuðust hann í æsku. Með
þennan hæfileika að vopni kemst
Grenouille til mikilla metorða í
heimi ilmvatnsgerðar og fljótt fer
hann að seilast eftir heldur óvenju-
legu hráefni til þeirrar iðju og myrð-
ir ungar stúlkur í þeim tilgangi að
Rauðhært fljóð Hin
17 ára gamia Rachel
Hurd-Wood fer með
hlutverk Láru en
ilmur hennar heillar
Grenouille svo um
munar.
fanga úr þeim ilminn. Óslökkvandi
þorsti Grenouille á eftir að hafa af-
drifaríkar afleiðingar og Súskind
tekst að skapa óvenjulega sakamála-
sögu þar sem hryllingurinn leynist
við hvert einasta fótmál.
Ilmurinn fór sigurför um heim-
inn og hefur selst í yfir 15 milljónum
eintaka víða um heim en höfundur-
inn virðist ekki hafa látið velgengn-
ina stíga sér til höfuðs. Hin síðari
ár hefur Patrick Súskind látið lítið
fyrir sér fara. Hann er sagður lifa
rólegu lífi í Múnchen ásamt eigin-
konu sinni og syni. Síðasta viðtal-
ið sem hann veitti var tekið seint á
níunda áratugnum og hann hefur
ekki verið aílcastamikill á ritvell-
inum. Árið 1991 sendi hann frá sér
skáldsöguna Sagan af herra Somm-
er og olli hún töluverðum vonbrigð-
um meðal gagnrýnenda. Árið 1996
kom svo frá honum smásagnasafn-
ið Three Stories and a Reflection.
Súskind kærði sig lengi framan af
ekkert um að skáldsagan Ilmurinn
væri færð í búning kvikmyndar.
Bernd Eichinger, sem framleiddi
Nafn rósarinnar og skrifaði hand-
ritið að Der Untergang fór þess á
leit við hann að fá kvikmyndarétt-
inn og það sama gerði Roman Pol-
anski og fleiri fræknir leikstjórar.
Súskind þvertók fyrir það og sagði
að hann væri kominn með nóg af
sögunni. Ekki er ljóst hvað varð til
þess að honum snerist hugur en ár-
ið 2000 lét hann tilleiðast og seldi
réttinn að sögunni. Sjálfur Stanley
Kubrick lét hafa eftir sér að það
væri ómögulegt að skila skáldsög-
unni á hvíta tjaldið svo vel væri.
Martin Scorsese lagði einnig höf-
uðið í bleyti en komst að sömu
niðurstöðu og Kubrick, söguna
væri hreinlega ekki hægt að færa
í mynd.
Það var svo Tom Tykwer sem
reið á vaðið og freistaði þess að
færa bíógestum söguna af Grenou-
ille. Afraksturinn var kvikmyndin
Ilmurinn: Saga af morðingja og var
hún frumsýnd í Þýskalandi í sept-
ember á síðasta ári. Tom Tywker
er einna þekktastur fyrir myndina
Run Lola Run. Aðspurður um sam-
starfið við Súskind sagði Tywker
í samtali við Newsweek í lok des-
ember að það hafi verið af ákaflega
skornum skammti. „Hann er eins-
konar þýsk útgáfa af J.D. Salinger.
Þegar verkið hófst tók hann í hönd-
ina á mér og óskaði mér góðs geng-
is. Svo bað hann um að vera látinn
í friði.“ Skiptar skoðanir eru um
það hvernig Tywker hafi tekist að
leysa þetta krefjandi verkefni en
margir biða eflaust spenntir eftir
því að berja gripinn augum.
hilma@bladid.net
SPENNANDI VERSLUN í SMÁRALIND
ORMSSON
Smáralind • Sími 530 2900 • www.ormsson.is
ríjsmáral'™!
BETRI LtlÐ
TILAÐVER5ÍA
Leiðsögn
um listina
Sýningin Frelsun litarins stendur
með fullum blóma i Listasafni
íslands en þar geta listunnendur
séð fjölmörg merkileg, frönsk
verk frá því um aldamótin 1900
sem skipa stóran sess í listasög-
unni. Meðal þeirra listamanna
sem gestir geta kynnst á sýn-
ingunni eru Renoir og Matisse
en það er ekki á hverjum degi
sem slík stórhveli rekur hingað
til lands. í hliðarsal er sýning á
verkum Jóns Stefánssonar, sem
á árunum 1908-1911 sat við
fótskör meistara Matisse og átti
sú dvöl eftir að hafa mikil áhrif
á hans listsköpun. Sunnudag-
inn 7. janúar klukkan 14 býður
Listasafnið upp á leiðsögn um
sýninguna en þá mun Rakel
Pétursdóttir safnfræðingur leiða
gesti um undraveröld litanna.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.