blaðið - 06.01.2007, Side 28

blaðið - 06.01.2007, Side 28
28 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaðið „Gulli varígóöri bómullarskyrtu sem brann ekkert fyrir ofan axlir og það hefur jafnvel bjargað lífi hans því efeldurinn hefði komist upp í andlit eða í hárið þá hefði hann eftil vill ekki lifað það af." hlut. Svo eigum við saman tvíbura sem eru að verða fimm ára. Þegar ég gekk með tvíburana okkar sagði ég við Gulla: „Þú veist ekki hvernig líf þitt mun breytast, vinur minn“. Svo komu þessir litlu englar sem sváfu flestar nætur. Ég hafði reiknað með að þetta yrði mikið álag og mikil vinna en ég hef aldrei haft meiri tíma til að taka til í geymslum, skápum og bílskúrnum. Þetta gekk eins og í sögu. Auðvitað er alltaf vinna að vera með krakka en við komum okkur upp góðu skipulagi. Við héldum mikilli reglu, vorum ekki á útstáelsi með börnin og rösk- uðum aldrei svefntíma þeirra. Ég var heima með tvíburana fyrsta árið og ég held að það hafi haft áhrif á það í hversu góðu jafnvægi þeir voru.“ Slysum jól Umjólin bárustfréttir afþví að maðurinn þinn hefði brennst og hann liggur nú á sjúkrahúsi. Hvað gerðist? „Þetta var daginn fyrir Þorláks- messu. Við komum heim eftir að hafa verið í jólastússi. Jólatréð var komið á sinn stað og allt var hreint og fínt á heimilinu. Við elduðum mat og síðan setti Gulli krakkana í rúmið. Hann fór svo fram í eld- hús og í gluggakistunni var kveikt á sprittkertum sem voru í kerta- stjökum. Gulli tók upp blað sem lá á eldhúsborðinu, stillti sér upp við gluggakistuna, tók ekkert eftir kert- unum og fór að esa blaðið. Hann fann fyrir hita en þar sem hann stóð við hliðina á uppþvottavélinni sem var í gangi hélt hann hitann koma frá henni. Hitinn magnaðist og Gulla fannst það undarlegt en brást ekki við fyrr en hann fann sársauka. Þá var eldurinn kominn í skyrtuna. Þar sem ég sat inni í öðru herbergi sá ég hann koma hlaupandi fram með bakið alelda. Hann kom sér úr skyrtunni og við kældum brunann. Við fórum upp á slysavarðstofu en gerðum okkur enga grein fyrir því hversu alvarleg meiðslin voru. Við héldum að búið yrði um sárin og síðan yrði hann sendur heim. Lækn- arnar lögðu hann hins vegar strax inn og síðastliðinn miðvikudag fór hann í aðgerð þar sem húð af lær- unum var grædd á um helminginn af bakinu. Nú þarf hann að liggja í rúma viku áður en hann verður útskrifaður. Þetta voru ekki skemmtileg jól en við gerðum það besta úr slæmum að- stæðum. Hann fékk að koma heim í nokkra klukkutíma á aðfangadags- kvöld og borða með okkur. Á gaml- árskvöld átti hann að fá að koma heim og gista en fljótlega eftir að við borðuðum fékk hann hita og fór aftur upp á spítala. Við horfðum á flugeldana gegnum glugga á deild 4- A. Þar sem hvorugt okkar er brjálað sprengjufólk fannst okkur það allt í lagi. Ekkert þessa daga var eins og við höfðum reiknað með en það hefði getað farið verr. Gulli var í góðri bómullarskyrtu sem brann ekkert fyrir ofan axlir og það hefur jafn- vel bjargað lífi hans því ef eldurinn hefði komist upp í andlit eða í hárið þá hefði hann ef til vill ekki lifað það af. Slysin eru fljót að gerast. Það síð- asta sem manni dettur í hug þegar maður kveikir á saklausu sprittkerti er að eitthvað þessu líkt gerist. Ég hef verið mjög passasöm með allar jólaskreytingar og hef fylgst með þeim en mér datt ekki í hug að spritt- kerti í stórum kertastjaka myndi valda slysi.“ Endalaus tækifæri Hvað œtlarðu þér íframtíðinni? „í fyrra seldi ég Hreyfingu til Bláa lónsins þannig að ég á fyrirtækið ekki lengur en er framkvæmdastjóri þess. Ég er hins vegar hluthafi í Bláa lóninu og á þessu ári munum við opna nýja stöð í nýbygginu í Glæsibæ, Hreyfingu og Blue Lagoon Spa, sem er fyrsta Blue Lagoon spa af e.t.v. fleirum sem verða opnuð um heim- inn. Þetta verður stöð á heimsmæli- kvarða sem verður gaman að stýra. Ég sé fram á endalaus tækifæri í framtíðinni. Ég lít svo á að ég hafi verið heppin að fara út í þennan geira og öðlast þar reynslu því þetta er vaxandi starfsemi og þar er mikið af spennandi tækifærum. Alla daga er ég að vinna að hlutum sem hafa góð áhrif á fólk. Ég sé árangurinn í kringum mig á hverjum degi. Það er mjög gefandi að vera í slíku starfi. Ég fæ aldrei leiða á þessu starfi. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá fólk streyma inn í stöðina, fyllast af orku og blómstra. Ég er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og svo sannarlega felast miklar áskoranir í þeirri breyt- ingu sem verður á þessu ári.“ Er vinnan eitt það mikilvœgasta í þínu lífi? „Vinnan skiptir gríðarlegu máli en frítíminn með fjölskyldunni er alltaf í fyrsta sæti. Mér finnst gaman í vinnunni minni. Ég kem úr umhverfi þar sem ég byggði upp fyr- irtæki frá grunni og vann fyrir sjálfa mig. Þar lærði ég að því meira sem maður leggur í vinnuna því meira uppsker maður. í dag er ég í starfi sem mér finnst skemmtilegt að sinna og ég lít eiginlega aldrei á það sem vinnuna mína. Vinna hljómar eins og eitthvað sem maður verður að gera. Ég er að fást við hluti sem hafa alltaf verið brennandi áhuga- mál mitt, næstum því frá því ég man eftir mér. Þannig að starf mitt er líf mitt.“ kolbrun@bladid. net ,Notalegar samveru- stundir með þeim sem maður elskarfinnst mér vera rómantik, hvar sem þær eru. Ég þarfekki á því að halda að samveru- stundir séufullkomn- aðar með rósum og kertaljósi, þótt það geti anðvitað verið yndislegt."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.