blaðið - 06.01.2007, Side 32

blaðið - 06.01.2007, Side 32
V 32 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaöiö * Landsmenn eru orðnir vanir því að hafa Jóhannes Felix- son bakara í stofunni heima hjá sér enda er þáttur hans Eldsnöggt með Jóa Fel vin- sæll. Jói stendur á tímamótum um þessar mundir, hann verður fertugur í næstu viku, er að skrifa handrit að næstu þáttaröð Eldsnöggt ásamt því að færa enn frekar út kvíarnar á næstunni. Sjálfur segist hann alltaf hafa ætlað að verða kokkur eða bakari. „í einhverju viðtali sagði ég að ég væri fæddur bakari en ég hef verið í bransanum í næstum því 25 ár og finnst ennþá gaman að þessu. Það er meira að segja skemmtilegra núna heldur en það var því framþró- unin hefur verið mikil. Það eru níu ár síðan ég opnaði fyrsta bakaríið á Kleppsvegi og ég var búinn að vera með það í kollinum lengi. Við opn- uðum útibú í Smáralindinni fyrir nokkrum árum og svo er á döfinni að opna meira en það kemur í ljós fljótlega á þessu ári. Sérstaða okícar felst i því að við bökum öll brauð á steini þannig að bragðið verður miklu meira og skorpan verður betri. Auk þess notum við engan sykur, enga fitu, lítið ger, lífrænt ræktaðan súr og látum brauðið hefast yfir nótt þannig að það súrni.“ Legg mikið upp úr góðri vöru Jói segist alltaf hafa verið staðráð- inn í því að opna sitt eigið bakarí. „Þegar ég var búinn að læra um tví- tugt ákvað ég að ég myndi opna mitt eigið bakarí einhvern tímann. Ég sankaði að mér mikilli reynslu, fór til dæmis erlendis að læra og í koll- nu oori ilurdu?

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.