blaðið - 06.01.2007, Síða 36

blaðið - 06.01.2007, Síða 36
Pops á Kringlukránni Tónlist og andi sjöunda áratugarins ræöur ríkjum á Kringlukránni í kvöld þar sem unglingahljómsveitin Pops ásamt söngvaranum Eiríki Haukssyni leikur og syngur. Þetta er síðasta tækifæri til að berja hljómsveitina augum áður en hún leggst í dvala í ár. Óvissuganga í borginni Ferðafélag Islands stendur fyrir borgargöngu á morgun, sunnudag. Farið verður í óvissugöngu undir leiðsögn Péturs H. Ármannssonar arkitekts. Brottför er frá aðalinngangi skiptistöðvar Strætós i Mjódd inni klukkan 10:30. Allir eru velkomnir og er þátttaka ókeypis. helgin@bladid.net Tónleikar á Grand Rokk Ffljómsveitirnar Dikta og Ourli- ves kveðja jólin með stórtón- leikum á Grand Rokk í kvöld. Þetta eru síðustu tónleikar Diktu fyrir tónleikaferð um Bretland. Tónleikarnir hefjast á miðnætti. Prettándagleöi á Broadway Últra Mega Teknóbandið Stefán og Sprengjuhöllin koma fram á þrettándagleði í tilefni af ársaf- mæli Minns Sirkus á Broadway í kvöld. Rúnar Pór í Vélsmiðjunni Hljómsveit Rúnars Þórs leikur fyrir dansi í kvöid á skemmti- staðnum Vélsmiðjunni á Akur- eyri. Húsið verður opnað kl. 22 og er frítt inn til miðnættis. Nettettinn á Domo Nettettinn spilar blöndu af fönki, djassi og fusion á Domo í Þingholtsstræti 5 annað kvöld og hefjast tónleikarnir um kl. 22. Aðgangseyrir er 500 krónur. Sýningar í Listasafni ASÍ Tvær sýningar á verkum myndlistarmannanna Jóhanns Ludwigs Torfasonar og Hlyns Helgasonar verða opnaðar í Listasafni ASl í dag kl. 15. Sýning bæjarlista- manns Joris Rademaker, bæjar- listamaður Akureyrar, opnar myndlistarsýningu í dag kl. 14 í Gallerí plús á Akureyri. Frelsun litarins Rakel Pétursdóttir safnafræð- ingur verður með leiðsögn um sýninguna Frelsun litarins í Listasafni íslands á morgun, sunnudag, kl. 14. Viða verður efnt til þrettándagleði i kvöld kvödd með og gleði Jólin söng Blásið verður til þrettándagleði víða um land í kvöld þar sem kveikt verður í brennum, flugeldum skotið á loft og jólin kvödd með söng og dansi. Þá munu álfar, jólasveinar og aðrar kynjaverur fara á stjá eins og tilheyr- ir á þessu kynngimagnaða kvöldi. Ýmis þjóðtrú er tengd þrettándan- um og líkt og á nýársnótt eiga selir að fara úr hömum sínum, kirkjugarðar að rísa, álfar og huldufólk flyst búferl- um og kýr tala mannamál sem getur ært hvern þann sem á hlýðir. Grafarvogsbúar munu safnast saman við Gufunesbæinn klukkan 17 þar sem farið verður í blysför að brennusvæðinu. Álfakóngur og álfa- drottning láta sjá sig og efnt verður til fjöldasöngs og annarra uppá- komna. Þeim sem koma akandi á svæðið er bent á að leggja bílum sín- um við Gylfaflöt og Bæjarflöt. Valgeir Guðjónsson leiðir höldasöng Á Seltjarnarnesi verður safnast sam- an við aðalanddyri Mýrarhúsaskóla klukkan 17 þar sem Skólalúðrasveit Seltjarnarness mun leika nokkur lög undir stjórn Kára H. Einarssonar. Því næst munu álfakóngur og álfa- drottning leiða gönguna að brenn- unni á Valhúsahæð þar sem Valgeir Guðjónsson mun leiða fjöldasöng við undirleik Bjarka Harðarsonar. Hafnfirðingar kveðja jólin með dansi og söng á íþróttasvæði Hauka að Ásvöllum. Safnast verður saman á svæðinu fyrir framan íþróttamið- stöðina klukkan 17:30 þar sem fram fer skemmtidagskrá. Álfar, púkar og jólasveinar mæta á svæðið og taka þátt í gleðinni með heimamönnum. Dagskránni lýkur með glæsilegri flugeldasýningu. Blysför í Mosfellsbæ Mosfellingar halda sína árlegu þrettándabrennu í Leirvogi. Safnast verður saman á bílastæðinu við Nóa- tún, þaðan leggur blysför af stað klukkan 20. Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar leikur, álfakóngur, álfa- drottning, Grýla og Leppalúði verða á svæðinu og fjöldasöngur undir stjórn karlakórsins Stefnis. Kveikt verður í þrettándavarðeldi skátafélagsins Vífils við skátaskál- ann í Vífilsbúð í Heiðmörk klukkan 18. Skátar sjá um undirspil og stýra Þrettándagleði í Hafnarfirði Ýmsar kynjaverur fara á stjá á þrettándanum sem verður fagnað víða með brennum og flug- eldasýningum. fjöldasöng. Boðið verður upp á kakó og kex að lokinni flugeldasýn- ingu. Flótlegast er að aka inn í Heið- mörk Garðabæjarmegin og upp að háspennulínunni sem sker veginn. Fyrir ofan hana er beygt til hægri, leið sem liggur til Vífilsbúðar. Jólin verða kvödd með þrettánda- gleði á Selfossi. Jólasveinar fara fyr- ir blysför frá Tryggvaskála klukkan 20 að Gesthúsatúni við Engjavegþar sem kveikt verður í bálkesti og flug- eldum skotið á loft. SÁÁ efnir einnig til þrettánda- gleði í Von í Efstaleiti 7 sem hefst klukkan 22. Kiddi Bjarna leikur fyr- ir dansi fram á nótt og verða léttar veitingar i boði um miðnætti. Miða- verð er 1.500 krónur og er hægt að kaupa miða við innganginn. BAKLEIKFIMI I VATNI BETRI LÍÐAN í HÁLSI, HERÐUM OG BAKI. SKEMMTILEG OG ÁRANGURSRÍK ÞJÁLFUN UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA. RÓLEGIR- OG KRÖFTUGIR HÓPAR, I HÁOEGINU OG EFTIRMIÐDAGA í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS. SKRÁNING FER FRAM I SÍMA 897-2896 OG WWW.BAKLEIKFIMI.IS SJUKRAÞJÁLFARAR: Harpa Helgadóttir MTc, MHSc Ólöf I. Óladóttir Og Gunnur Robertsdóttir BREIÐU BÖKIN Vínartónleikar Vínartónlist og dansleikir setja gjarnan svip sinn á menningarlífið á fyrstu dögum ársins og er engin breyting á því í ár. Fjórðu Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag kl. 17. Hljóm- sveitarstjóri er Christopher Warren Green og Þóra Einarsdóttir syngur einsöng. Á efnisskrá eru meðal ann- ars verk eftir Strauss-feðga. Hulda Björk, Ágúst Olafsson og kammersveitin Isafold koma fram á Öðruvisi Vínartónleikum í Duus- húsum kl. 17 í kvöld og í íslensku óperunni kl. 20 annað kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru fjórða sinfónían og Barnadauðasöngvar eft- ir Gustav Mahler. Nýársdansleikur Tónlistarfélags Akureyrar og veitinga- hússins Karólinu verður haldinn í Ketilhúsinu í kvöld. Boðið verður upp á lifandi Vínartónlist, dans og veiting- ar. Á morgun, sunnudag, koma síðan einsöngvararnir Hanna Dóra Sturlu- dóttir og Lothar Odinius fram ásamt Salonsveit Sigurðar I. Snorrasonar á Vínartónleikum í Laugaborg. Þóra Einarsdóttir Hún syngur ein■ söng með Sinfóníuhljómst'eitinni

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.