blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaðið Draumur geimfara brostinn Heitasta ósk Bandaríkjamannsins Brians Emmet rættist þegar hann vann ferð út í geiminn í spurningakeppni árið 2005. Skattayfirvöld heimta hins vegar nær 1,5 millj- ónir króna í skatt af vinningnum. Brian hefur ekki ráð á því og vill heldur ekki slá lán. Draumurinn er úti. Vinnuhjú mótmæla mismunun Vinnuhjú mega ekki vera á sömu strönd og hús- bændur þeirra í strandbæ fíns fólks fyrir sunnan Lima, það er að segja að deginum til. Um 800 manns efndu til mótmæla vegna þessa ásamt full- trúum mannréttindasamtaka. ÍTALÍA Prestarnir hunsa latínunámið Einn helsti latínugráninn í Páfagarði, faðir Reginald Foster, hefur áhyggjur af framtíð latínunnar. Hann segir kunnáttu ungu prestanna og biskupanna í kaþólsku kirkjunni ekki nógu góða. Reginald segir það allt annað að lesa verk heil- ögu kirkjufeðranna þýdd á ensku eða ítölsku. Bandaríkin: Ákæröur 43 árum síðar James Seale, 71 árs fyrrum með- limur Ku Klux Klan, hefiir verið ákærður fyrir morð á tveimur svörtum táningum f Mississippi- ríki í Bandaríkjunum árið 1964. Seale neitar sök, en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Samkvæmt ákærunni á Seale að hafa rænt táningunum og barið þá til að fá þá til að viður- kenna ólöglegan vopnainnflutn- ing. Þá á hann að hafa bundið hluta af járnbrautarteinum við líkama þeirra og kastað þeim í Mississippi-fljótið. Líkin fund- ust þremur mánuðum síðar. Enginn hefur áður verið ákærður fyrir morðin á strákun- um, en málið vakti ekki mikla athygli á sfnum tíma. Þó hefur lengi verið talið víst að meðlim- ir Ku Klux Klan stæðu að baki morðunum. Mál strákanna var tekið upp að nýju hjá alríkislög- reglunni fyrir tveimur árum, vegna mikillar baráttu eins af bræðum annars fórnarlambsins. Omega 3-6-9 FRÁ Fjölómettaðar fitusýrur GÓÐ HEILSA GULLI BETRI APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Jöklar heimsins hopa hraðar Samkvæmt niöurstöðum WGMS þynntust jöklar heimsins um sextíu til sjötíu sentimetra á árinu 2005. Jöklar hopa þrisvar sinnum hraöar en á níunda áratugnum JÖklar þynntust um sjötíu sentimetra áriö 2005 Deilt um áhrifin á yfirborö sjávar Sjötíu prósent jökla í Ölpunum hverfa á þessari öld Mvnd/Ra Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Hlýnun loftslags á jörðinni veldur því að jöklar hopa þrisvar sinnum hraðar en á níunda áratugnum samkvæmt nýrri rannsókn World Glacier Monitoring Service (WGMS). Niðurstaðan var kynnt í fyrradag á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslags- breytingar á vegum Intergovern- mental Panel on Climate Change (IPCC), sem staðið hefur yfir f París í Frakklandi undanfarna daga. Vísindamenn sem sitja ráðstefn- una unnu að lokaorðum skýrslu ráðstefnunnar í gær, en enn var deilt um áhrif hlýnunar loftslags jarðar á yfirborð sjávar. Vísinda- mennirnir eru þó allir sammála um að hlýnun jarðar sé að miklu leyti af mannavöldum og að nauðsynlegt sé að taka málið fastari tökum. Skýrslan verður birt opinberlega á föstudaginn næstkomandi. Rajendra Pachauri, formaður IPCC, segir að í skýrslunni verði að finna upplýsingar sem ekki lágu fyrir áður. „Þar er tekið á málum sem áður voru óljós og dregið hefur úr eldri óvissuþáttum. Það er okkar von að nú verði stefna mótuð og hún sett í framkvæmd til að tekið þykkir, sem þýðir að margir þeirra munu hverfa á næstu árum haldi þróunin áfram með þessum hætti. Panchuri segist óttast að mann- kyn sjái hugsanlega fram á ástand i loftslagsmálum sem hafi ekki þekkst siðustu tíu þúsund árin. WGMS hefur áður spáð því að þrír fjórðu hlutar af jöklum Alpafjalla muni hverfa á 21. öldinni. WGMS er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og segir Ac- him Steiner, yfirmaður Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, að rikisstjórnir allra landa verði að taka á þessum mikla vanda hið snar- asta. „Jöklar eru margir mikilvæg uppspretta fljóta sem menn treysta á til að sjá landbúnaði og iðnaði fyrir vatni, auk þess að sjá fjölmörgum fyrir drykkjarvatni." Reikna má með mun harðorðari lokaskýrslu á föstudaginn en síð- ustu skýrslu IPCC frá árinu 2001. í nýju skýrslunni er hins vegar reiknað með að eitthvað muni draga úr óvissuþáttum, en í skýrslunni frá árinu 2001 var sagt að reiknað væri með að hitastig jarðar myndi hækka um 1,4 til 5,8 gráður á 21. öldinni. verði á þessu mikla vandamáli sem jarðarbúar standa frammi fyrir.“ Jöklar heimsins bera einna skýr- ustu merki þess að hitastig jarðar fari hækkandi. WGMS hefur fylgst náið með þrjátíu jöklum víðs vegar um heiminn til að ná fram mynd af almennri þróun hlýnunar loftslags á jörðinni. Nið- urstöðurnar benda til þess að jökl- arnir hafi þynnst um sextíu til sjötiu sentimetra að meðaltali árið 2005. Tölurnar eru 1,6 sinnum hærri en á tíunda áratugnum og þrisvar sinnum hærri en á þeim ní- unda. Flestir jöklar í fjallgörðumheims- eru ein- ungis nokk- urra tuga metra EKKIVERASÚR Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag? Sýran í sykruðum og sykurlausum gos- drykkjum getur eytt glerungi tannanna - og hann kemur aldrei aftur. Drekktu vatn - líka kolsýrt vatn! LÝÐHEILSUSTÖÐ Háskóli íslands eflir starf sitt: Fleiri fræðasetur Til stendur að stofna fræðasetur Hl í Bolungarvík á næstunni. Fræða- setrið verður sjálfstæð eining sem heyrir undir Stofnun fræðasetra Háskóla íslands. Eitt stöðugildi mun skapast við setrið sem þó mun vinna náið með Náttúrustofu Vestfjarða en gerður verður samningur við Náttúrustofuna og Bolungarvíkurkaupstað því til staðfestingar í febrúar að öllum líkindum. Stjórn verður skipuð til þriggja ára, sem og forstöðumaður sem á að geta hafið störf í sumar. „Fjölbreytni í atvinnulífi skiptir miklu máli fyrir okkur. Þetta svæði hér er mjög áhugavert rannsóknar- efni. Landbúnaðurinn hér er mjög lífrænn og svæðið einstakt í sinni röð,“ segir Grímur Atlason, bæjar- stjóri í Bolungarvík. Fræðasetrið í Bolungarvík verður það fimmta í röðinni á landsvísu en fyrirhugað er að stofna slík setur bæði á Egilsstöðum og Húsavík.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.