blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 1. blaöiö Fékk ekki hlutverkið Leikarinn Brad Pitt er ein skærasta stjarna Hollywood. Pitt fær þó ekki öll hlutverk sem hann sækist eftir og var til dæmis hafnað sem Willy Wonka í Charlie and the Choc- olate Factory en Johnny Depp var talinn betri kostur. Coppola sem Han Solo Persónan Han Solo í Star Wars er byggð á einum af bestu vinum George Lucas sem leikstýrði myndunum, leikstjóranum Franc- is Ford Coppola. HVAÐ SÁSTU Ólíkindaheimur Almodóvars „Ég sá Volver um daginn og fannst hún alveg frábær,“ segir Atli Rafn Sigurð- arson leikari um þá mynd sem hann sá síðast. „Penelope Cruz var alveg frá- bær í myndinni og það væri í raun hægt að horfa bara á hana í tvo tíma. En annars er myndin í heild sinni alveg frábær og ein besta mynd Almodóvars í langan tíma. Ég er yfirleitt mjög hrifinn af myndum Almodóvars og það sem heillar mig hvað mest við myndir hans er hvernig hann fær mann til að trúa þeim ólík- indaheimi sem hann býr til í myndum sínum. Allt er leyfilegt í þeim heimi og það er sama hversu fáránlegur hann verður þá hættir hann aldrei að vera trúverðugur.“ Shakespeare-flétta og sjonræn fegurö „Ég sá eina bestu mynd sem ég hef séð á síðustu árum fyrir um það bil þremur vikurn," segir Þórdís Björns- dóttir skáld. „Myndin heitir Curse of the Golden Flower og ég sá hana þegar ég var í New York á dögunum. Myndin er sjónræn og falleg og sögusviðið er Kína á keisaratímanum. Fléttan í myndinni er svakalega flott og minnir á meistaraverk Shake- speares sem er svo gaman að sjá þar sem maður er vanur myndum með klisjukenndum söguþræði. Það var allt við myndina sem heillaði mig; sagan, leikurinn og endirinn sem kom skemmtilega á óvart." James Bond er þekktasti og að öllum líkindum fjölhæfasti njósnari í heimi, hann er allavega ódauðlegur. Það sem gerir Bond svona góðan er sú staðreynd að hann hefur ráð undir rifi hverju og slær á létta strengi hvenær sem hætta steðjar að. Yfirleitt er hægt að horfa á myndirnar um 007 og gleyma sér nokkuð vel í atburðarásinni en stundum er ekki hægt annað en að hnussa yfir vitleysunni enda flest af því sem gerist hjá Bond ólíkindalegt. Margir taka líklega eftir smáatriðum sem ganga ekki upp og hafa sumir bent á þá staðreynd að Bond búi við óvenju góða tannheilsu miðað við hinn dæmigerða Breta, hann er jafn brúnn allt árið um kring og ekki má svo gleyma því að maðurinn er sífellt sötrandi Martini án þess að fá nokkurn tímann timburmenn. Bond-stúlkurnar Konur elska Bond og hver sem konan er þá fellur hún fyrir Bond. Tiger Tanaka í You Only Live Twice lýsir þessu kannski best þegar hann segir: „My mother told me never to get into a car with a strange girl. But you, it seems, Bond-san, will get into anything with any girl“. Hvar: 1 öllum Bond-myndunum, maðurinn nælir sér alltaf í mestu skvísurnar. Nafnafeikurinn Eins og það sé ekki nógu erfitt að vera súperspæj- ari þá þarf Bond líka að halda andlitinu í hvert skipti sem einhver kvenmaðurinn kynnir sig, en þær heita flestar nöfnum á borð við Pussy Galore og Holly Goodhead en svona nöfn fengju meira segja forhertar fata- fellur til þess að roðna. Hvar: í flestum myndum. Dr. No, Goldfinger, You Only Live Twice, Diamonds are Forever, The Man with the Golden Gun, Moonraker, Octop- ussy og GoldenEye. Ekki er allt sem sýnist James Bond veit betur en að láta blekkjast af fyrstu kynnum. Þess vegna sér njósnarinn yfirleitt í gegnum hinar illa innrættu Bond- skvísur þó þær gefi sig út fyrir að stíga ekki í vitið. Flestar þeirra eru sérfræð- ingar á einhverju sviði og því er best að hafa varann á til þess að lenda ekki í konum á borð við Stacey Sutton sem jarðeðlisfræðingur, Holly Goodhead sem vinnur fyrir NASA og dr. Christmas Jones sem er sérfræðingur í kjarnavopnum. Flestar kvenn- anna eru líka reyndir þyrluflugmenn eins og Corrine Dufour í Moonraker og Naomi í The Spy Who Loved Me. Hvar: A View to a Kill, Moonraker, Golden- Eye, The Spy Who Loved Me og The World Is Not Enough. Tilfinningagreind James Bond hefur alltaf stjórn á tilfinningum sínum og er einkar laginn við að kolfalla ekki fyrir neinum kvenmanni, sem er kannski eins gott þar sem kon- urnar í lífi hans hafa lag á að láta lífið. Aki í You Only Live Twice er til dæmis myrt af ninja-gaur, Fiona Volpe deyr í Thunderball, Tilly Masterson er drepin af Oddjob í Goldf- inger, Tracy Draco, sem er sú eina sem Bond giftist, er skotin niður í On Her Maj- esty’s Secret Service og Andrea Anders er myrt með gullkúlu í The Man with the Golden Gun. Með svona erfiðleika á bakinu er kannski ekki skrýtið að 007 forðist skuldbindingu. Hvar: You Only Live Twice, Thunderball, Goldfinger, On Her Majesty’s Secret Service, The Man with the Golden Gun. Góður endir Flestar myndir enda vel, að minnsta kosti ef James Bond kemur við sögu í þeim. Endalokin í myndum um njósnarann eru yfirleitt í faðmi fagurrar konu og oftar en ekki nýtur Bond lífs- ins á snekkju, á strönd eða á öðrum framandi stöðum. Hvar: í öllum myndum nema On Her Maj- esty’s Secret Service. Illmenni Illmennin í Bond-myndunum eru ekki bara illmenni heldur njóta þau þess að myrða fórn- arlömb sín á kvalafullan hátt. 1 Moonraker og The Spy Who Loved Me, þá er Jaws þrjótur sem deyðir fórnarlömbin með munninum sem er fullur af blýi, Xenia Onatopp í Golden- Eye kremur fórnar- lömb sín á milli fóta sér og í Goldfinger sneiðir Oddjob fólk í tvennt með hattinum sínum. Ekki er heldur erfitt að koma auga á illmennin í Bond-myndunum. Þumalputtareglan er sú að ef þeir glíma við van- sköpun af einhverju tagi þá eru þeir valdasjúkir og alveg brjálaðir. Til dæmis Blofeld í You Only Live Twice sem er illa farinn í andliti af örum og Stromberg í The Spy Who Loved Me sem hefur minnimáttarkennd vegna fitjaðra fingra. Ekki má svo gleyma Scaramanga í The Man with the Golden Gun sem hefur þrjár geir- vörtur og er í rusli vegna þess. Hvar: You Only Live Twice, The Man with the Golden Gun, The World Is Not Enough, The Spy Who Loved Me, Die Another Day, Moonraker, Goldfinger, GoldenEye. Svitnar ekki ÞaðersvoskrýtiðmeðBondaðþaðersamahvort hann er að aftengja sprengju, forðast byssukúlur eða flýja undan mestu illmennum sögunnar, þá helst hárið fínt, fötin í lagi og hann svitnar aldrei. Hvar: I öllum Bond-myndunum Fleygar setningar Ólíkt flestum þá verður Bond sniðugri eftir því sem meiri hætta steðjar að og hrökkva þá gjarnan upp úr honum fleygar setningar. Þegar hann gefur illmenninu rafstuð í baðkarinu í Goldfinger segir hann til dæmis: „Shocking, positively shocking" sem er bæði sniðugt og viðeigandi og engum nema James Bond dettur slíkt í hug. Þegar þrjóturinn í Moonraker verður undir píanói heyrist í Bond: „Play it again, Sam“. Hvar: í öllum myndunum. Þetta er eitt af því sem einkennir James Bond. ToppÖ myndir um Jesú Krist The Life and Passion of Jesus Christ (1902-05) Kvikmyndin var ný af nálinni þegar fyrirtæki í Frakklandi fram- leiddi seríu byggða á guðspjöllunum. Einföld og listræn mynd þar sem lögð er áhersla á hina heilögu þrenn- ingu. The King of Kings (1927) Síðasta þögla kvikmynd Cecil B. DeMille. Mörgum finnst hans bestu og verstu verk sameinast í The King of Kings. Myndin byggir að mest- um hluta á guð- spjöllunum og var endurgerð á fjórða áratugnum með tónlist og hljóði og sló myndin svo rækilega í gegn að ekkert stóru kvik- myndaveranna treysti sér tilþess að gera aðra mynd um son Guðs fyrr en um 1960, eftir að DeMille lést. The Gospel According to St. Matthew (1964) Leikstjórinn Pier Paolo Pasol- ini var samkyn- hneigður marxisti sem vakti fyrst athygli sem ljóðskáld áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Pasol- ini vildi sýna Jesú í öðru ljósi en gert hafði verið og telst myndin helst til jarðbundin og telja margir að hún dragi úr byltingarkenndum og yf- irnáttúrulegum skilaboðum Jesú Krists. The Greatest Story Ever Told (1965) Sumir segja að myndin hafi verið dýr mistök og sé dæmi um allt það sem er að þegar Hollywood fram- leiðir my ndirbyggð- ar á guðspjöllunum. Myndin þykir of falleg, of róleg og of amerísk. Kvik- myndatakan er þó talin mjög góð og leikurinn ágætur, sérstaklega hjá Max von Sydow sem leikur Jesú. Godspell (1973) Ein af þremur söngvamyndum um guðssoninn sem kom út árið 1973. Hinar tvær voru Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og The Gospel Road eftir Johnny Cash. Myndin gerist í New York og er eitt atriði tekið upp á efstu hæð World Trade Center. Jesus of Nazar- eth (1977) Sumir segja að þetta sé besta myndin. Þó fannst mörgum Jesús vera aðeins of breskur þar sem hann talaði með miklum hreim, var bláeygður og með hár eins og John Lennon sem þykir frekar klisjukennt. The Mirade Maker (2000) Var sýnd í kvik- myndahúsumíEvr- ópu og sjónvarpi í Bandaríkjunum og er fyrsta stóra teiknimyndin um líf Jesú. Leikarinn Ralph Fiennes ljær Kristi rödd sína en persónan þykir sérstaklega fyndin og heill- andi i þessari mynd. The Passion of the Christ (2004) Ein allra þekktasta og eftirminni- legasta myndin um Krist en eins og flestir vita er Mel Gibson maðurinn á bak við þessa mynd. Myndin vakti gríðarlega athygli og þykir mörgum hún aðeins of sjokkerandi vegna þess að ekkert er dregið úr því of- beldi sem sonur Guðs verður fyrir. jemjsThrj.st HUAUIII. MANGIK IO Tlltl rxrs'? KINO'I KINíiS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.