blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Frjálslyndir klofnir Það er eðlilegt að forystumenn stjórnmálaflokka verji sína stöðu - sinn flokk. Það var því fyrirsjáanlegt að Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, ásamt öðrum forystumönnum í flokknum þvertæki fyrir að flokkurinn væri klofinn þó Margrét Sverrisdóttir hefði ákveðið að segja sig úr honum. Staðreyndin er hins vegar sú að flokkur- inn er klofinn. Þegar stjórnmálaflokkur skiptist í tvær fylkingar sem eru ósammála um grundvallarmarkmið, stefnu og vinnubrögð þá er óhætt að tala um klofning. Þegar einn af upphafsmönnum stjórnmálaflokks, sem nýtur stuðnings stórs hóps flokksmanna, verður undir í baráttunni við aðra í flokknum þá er óhætt að tala um klofning. Þegar borgarstjórnarflokkur stjórnmálaflokks segir sig úr flokknum, þá er hægt að tala um klofning. Þegar Margrét Sverrisdóttir, sem fékk 43 prósent atkvæða á landsfundi í kjöri til varaformanns en tapaði, ákvað að segja sig úr flokknum, þá klofnaði Frjálslyndi flokkurinn. Það er eðlilegt og æskilegt að stjórnmálaflokkar endurnýi sig með reglulegu millibili. Það er því oftar jákvætt en hitt þegar það verður end- urnýjun á framboðslistum flokka. Nýtt fólkkemur með nýjar hugmyndir og áherslur. Nokkur endurnýjun hefur verið á listum þeirra flokka sem þegar hafa kynnt lista sína. Það stefnir hins vegar í mjög sérstaka endur- nýjun hjá Frjálslynda flokknum - þvingaða endurnýjun. Nú þegar eru fjórir af þeim tólf frambjóðendum sem skipuðu tvö efstu sætin á listum flokksins fyrir síðustu kosningar, búnir að segja sig úr flokknum og útlit er fyrir að tveir í viðbót úr þessum hópi segi sig úr honum á næstunni. Það er eðlilegt að frambjóðendur vilji ekki gefa kost á sér aftur en það er í hæsta máta óeðlilegt þegar um helmingur fram- bjóðenda sem skipuðu fyrsta og annað sætið á listum flokks fyrir fjórum árum fer ekki í framboð aftur vegna þess að þeir hafa ákveðið að segja sig úr flokknum. róun undanfarinna vikna hjá frjálslyndum ber vott um lasleika í innra starfi flokksins. Frjálslyndi flokkurinn er með þónokkurn sótthita um þessar mundir og sumir myndu jafnvel segja að hann væri með óráði. Guðjón Arnar hefur fram að þessu verið öflugur formaður, en framundan er erfiður tími og hann gerir sér vel grein fyrir því. Efnilegir stjórnmála- menn eru, líkt og íslenskir iðnaðarmenn, ekki á hverju strái. Nýlega sagði Olafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í hand- bolta, að liðið væri oft eins óútreiknanlegt og íslenska veðrið. Það sama á við um pólitíkina. Flún er oft jafn óútreiknanleg og veðrið. Hjá frjáls- lyndum er norðaustan fimmtán. Guðjón Arnar er vanur skipstjóri en það verður vandasamt verk fyrir hann að koma dallinum í höfn í þessari brælu. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 5700Símbréf áfréttadeild: 510 3701 Simbréf áauglýsingadeild: 5103711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, augiysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 12 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaöiö ' ygRfl WW Fv^iif > /(p SV^NA r> Ti L í AÐ ^ / gl^yp/i Sameinuð stjórnarand- staða - eða hvað? Það verður ekki annað sagt en að undanfarnir dagar hafi verið nokkuð sviptingasamir á vettvangi stjórnmálanna. Það sem einkum er athyglisvert við þessar sviptingar, er að þær virðast einkum eiga sér stað í hópi þeirra sem hafa það að yfir- lýstu markmiði að fella núverandi ríkisstjórn og taka við völdum. Það getur tæpast talist mikið styrkleika- merki fyrir stjórnarandstöðuna þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga. Allt í uppnámi Kaffið virðist kólna hratt í bollum stjórnarandstöðuflokkanna, sem hófu þetta kosningaþing með há- stemmdum yfirlýsingum um órofa samstöðu og samstarf stjórnarand- stöðunnar bæði fyrir og eftir kosn- ingar. Þrátt fyrir ítrekaða blaða- mannafundi til að sýna samstöðu virðist málefnaágreiningur milli þeirra frekar vaxa en minnka og svo virðist líka sem gömul sárindi milli einstaklinga hafi líka tekið sig upp með ýmsum hætti. Innan einstakra flokka er líka mikil ólga, sem í tilviki Frjáls- lynda flokksins er orðin að raun- verulegum klofningi. Fjölskyldan sem stofnaði flokkinn er á útleið ásamt kjarnanum í borgarstjórn- arflokknum, þótt ekki liggi fyrir hvert ferðinni er heitið. Innan Samfylkingarinnar heyrast sífellt háværari raddir um að flokksfor- ystan sé ekki á réttri leið og án efa hefur einn af guðfeðrum flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, mælt fyrir munn margra flokksmanna þegar hann gagnrýndi flokkinn Klippt & skorið harðlega fyrir mistök og óskýra stefnu og að tapa sér í smáatriðum og upphlaupum út af fréttum í fjölmiðlum í tíma og ótíma. Aðrir forystumenn Samfylkingarinnar á borð við Stefán Jón Hafstein vara eindregið við þeirri línu flokksfor- ystunnar að tengja sig of mikið við hina stjórnarandstöðuflokk- ana. Formaður og varaformaður flokksins eru líka farnir að slá úr og í þegar spurt er tíðinda af kaffi- bandalaginu, þótt formaður þing- Viðhorf Birgir Ármannsson flokksins haldi því reyndar ítrekað fram á heimasíðu sinni - af aðdá- unarverðri dirfsku - að sameinuð stjórnarandstaða hafi aldrei verið sterkari! Ummæli formanns Sam- fylkingarinnar um að þingflokkur- inn njóti ekki trausts kjósenda og að vandi flokksins sé sá að hann sé of pólitískur virðast ekki til þess fallin að auka mönnum sjálfstraust eða lægja öldurnar á þeim bæ. Nýj- ustu ræður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur virðast ekki benda til að hún hafi fengið betri yfirlesara, eins og Mörður Árnason lagði þó til eftir Keflavíkurræðuna frægu í nóvember. Myndin enn flóknari Myndin er hins vegar enn flókn- ari á vettvangi stjórnarandstöð- unnar. Að minnsta kosti tveir hópar aldraðra og öryrkja undirbúa þing- framboð um þessar mundir, báðir á grundvelli andstöðu við núverandi stjórnarstefnu. Einstaklingar eða hópar, sem tengjast Framtíðarland- inu svokallaða, vinna að sögn líka að slíku framboði. Þessu til viðbótar er Kristinn H. Gunnarsson, sem hefur verið í harðri stjórnarand- stöðu innan Framsóknarflokksins um langt skeið, nú endanlega á leið yfir til stjórnarandstöðuflokkanna en hefur ekki gefið upp hvar hann hyggst leita fyrir sér. Mun hann ganga til liðs við Frjálslynda eða Vinstri græna? Mun hann ef til vill efna til sérframboðs í Norðvestur- kjördæmi? Næstu dagar munu skera úr um það. Á næstu misserum er mikilvæg- asta verkefni stjórnvalda að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Miðað við ástandið hjá stjórnarand- stöðuflokkunum um þessar mundir hljóta menn að spyrja hvort sam- stjórn slíkra flokka sé líkleg til að ná þeim árangri. Er þannig bandalag líklegt til að stuðla að pólitískum stöðugleika? Er það líklegt til að ná saman um stjórnarstefnu í mik- ilvægum málum? Kjósendur hljóta að meta það út frá þeirri staðreynd hvernig þeim gengur að stilla saman strengi sína - jafnt milli flokka sem innan flokka - þegar svo skammur tími er til kosninga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Hrafn Jökulsson heldur úti vinsælli bloggsíðu og skrifar þar líflega pistla. í gær vísar hann til fjölmiðlapistils Kolbrúnar Bergþórsdóttur hér í Blaðinu. „Kolbrún vinkona mín Bergþórs- dóttir grætur af gleði yfir endurkomu Jóns Baldvins, í einkar afdráttarlausri grein í Blaðinu í dag. Kolla hefur veriðeinskonarSoffíafrænkaíhreyfingujafn- aðarmanna og fáum hefur dulist álit hennar á Samfylkingunni. Hún telur að Samfylkingin sé „hreinlega galin" að hafa ekki nýtt sér krafta Jóns Baldvins og spyr, með nokkrum þjósti: „Er þetta orðinn svo mikill liðleskjuflokkur að ekk- ert pláss sé þar fyrir afburðamenn?" Síðan spyr Hrafn: „Vonandi verða Jón Baldvin og hinir af- burðamennirnir nógu skynsamir til að bjóða Kollu öruggt þingsæti." Tiltrú og væntingar islenskra neytenda drógust saman í upphafi árs frá fyrri mánuði eða um 7,6% samkvæmt Vænt- ingavísitölu Gallup," segir í frétt frá greining- ardeild Kaupþings. „Þrátt fyrir það mælist vísitalan hærri en á sama tíma i fyrra eða 128,6 stig, enda slógu (slendingar met í bjartsýni í desember síðastliðnum. Svo virðist sem neytendur hafi minni tiltrú á núverandi ástandi í efna- hags- og atvinnumálum en halda áfram að vera mjög bjartsýnir á stöðu mála 6 mánuði fram í tímann. Það vekur athygli að það dregur mest úr væntingum meðal yngri ein- staklinga í aldurshópnum 16 til 24 ára auk þess sem heldur dregur meira úr væntingum tekjulægri einstaklinga." að er ekkert skrýtið þótt unga fólkið sé að tapa bjartsýninni. Mun erfiðara erfyrirþaðaðkaupa sína fyrstu ibúð núna en fyrir nokkrum árum. Fyrir tíu árum var fermetraverð á íbúðarhúsnæði um 72 þús- und krónur en í dag er það á bilinu 260-300 þúsund krónur. Bankarnir ættu að kanna sérstaklega viðhorf ungs fólks til íbúðarkaupa. elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.