blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaöið íþróttir ithrottir@bladid.net Dagurinn nálgast Aðalstjarna Indianapolis Colts, Peyton Manning, svarar spurningum trétta- manna í Flórída en einn stærsti íþróttaviðburður i Bandarikjunum, Super- Bowl, fer fram á sunnudagskvöldið. Þá mætast Chicago Bears og Indianapol- is Colts og eru spekingar að spá besta SuperBowl-leik i langan tima. Lítil breidd í liðinu Samanbor- id við flest önnur lið á HM er lítil breidd i islenska liðinu og sömu leikmenn verða að axla miklu meiri ábyrgð en ella. Mynd/Reuter 'AL/PÞING ^NDair Velgengni íslenska landsliðsins á HM ekki svo vís eftir allt saman Skeytin inn Forráðamenn Manchester United eiga í viðræðum við um- boðsmann Xavi hjá Barcelona en sögusagnir herma að hugsanlega komi til greina einhvers konar skipti á Xavi og Cristiano Ronaldo. Vitað er að Rijkaard hefur mikinn áhuga enmissir Xavi af miðjunni verður tilfinnanlegur enda hefur hann orðið þungamiðja í stórgóðu liði Barcelona síðustu árin. Fergu- son hefur átt í nokkrum miðjuvand- ræðum síðan Roy Keane hætti boltasparki og fáir leikmenn eru betri en Xavi til að fylla það skarð. Ekki fer minna fyrir Real Madr- id á leikmannamörkuðum. Brasilíumaðurinn Ricardo Oliveira er að öllum líkindum á leið til liðsins sem lánsmaður frá AC Mil- an en þar hefur hann verið í kuldanum nánast síðan hann kom frá Real Betis í sumar. Hefur Oliveira lítið fundið sig í Evrópu frá því hann kom frá Santos 2003 en það ár þótti hann skæðasti sóknarmaður sem Brasilíumenn áttu og bjuggust flestir við miklum frama hans í Evrópuboltanum. Einn efnilegasti leilonaður West Ham, Nigel Reo Coker, segir liðið aðeins þurfa örlitla heppni til að komast á beinu braut- ina en félagið hefur ekld sigrað í síð- ustu sjö leikjum eða síðan Manchest- er United lá fyrir því þann 17. desember. Tilkoma nýs þjálfara hefur engu breytt og erWestHamenn ífallsætiþegar langt er liðið á leiktímabilið í Englandi. Beinar útsendingar 13.50 RUV Handbolti Spánn - Króatia 16.30 RÚV Handbolti ísiand - Rússland 19.50 Sýn__________ Knattspyrna Sevilla - Real Betis Fimmta sætið enn raunhæft Rússar einnig vængbrotnir Ekki fyrsta stóráfall landsliðsins Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net „Eðlilega er þetta sárt og svekkjandi fyrir strákana en ég er þess fullviss að við sigrum Rússa einfaldlega af því það er sterkari karakter í ís- lenska liðinu,“ segir Sigurður Valur Sveinsson, fyrrverandi landsliðs- maður í handbolta, um leik Islands og Rússlands sem fram fer í dag. Sig- urliðið úr leiknum keppir við Spán- verja eða Króata um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu. ísland tapaði sem kunnugt er sorglega fyrir Dönum á þriðjudag- inn var eftir framlengingu þar sem sigurinn gat lent hvoru megin sem var. Sama dag töpuðu Rússar fyrir Pólverjum einnig með eins marks mun. Töp beggja voru sárari fyrir þá staðreynd að um erkifjendur var að ræða í báðum tilvikum og má bú- ast við að bæði lið komi vængbrotin til leiks. Sigurður Valur segist þess fullviss að meiri karakter búi í íslenska liðinu en því rússneska enda hefur það lið leikið talsvert undir vænt- ingum alla keppnina og er greinilega slakara en rússnesk lið síðustu ára. „Strákarnir taka sig saman í andlitinu og vinna þennan leik. Það var sorglegt að tapa fyrir Dönum en það býr svo mikið í þessum strákum að þeir láta hér ekki staðar numið. Þeir eru betri en Rússar og margir segja að Island sé með skemmtilegasta sóknarlið keppn- innar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona brotlending verður og min reynsla er að við spýtum venju- lega í lófa og spilum næsta leik af ákafa.“ Sigurður segir þó að með tapinu hafi farið einhver besti möguleiki íslensks landsliðs í langan tíma til að ná svo langt i stórkeppni. „Það veltur auðvitað mikið á hvenær Ól- afur Stefáns- son hættir en ég er hræddur umaðbetra tækifærifái landsliðið ekki næstu árin.“ LEIKIR RÚSSA Á HM: Rússland - Kórea 32-32 Rússland - Marokkó 35-19 Rússland - Króatía 27-32 Rússland - Spánn 29-33 Rússland - Tékkland 30-26 Rússland - Danmörk 24-26 Rússland - Ungverjaland 26-25 Rússland - Pólland 27-28 Hverja beraðvarast? Eduard Koksharov 55 mörk Konstantin Igropulo 24 stoðsendingar BYRJUNARLIÐ: Guðjón Valur 52mörk Snorri Guðjónsson 45 mörk Logi Geirsson 42mörk Ólafur Stefánsson 38mörk Alexander Petersson 37 mörk Róbert Gunnarsson 17mörk Birkir Ivar 39%varln Listi France Football yfir bestu félagslið Evrópu Arsenal drottnar á laugardögum Auglýsingasíminn er 510 3744 Arsenal trónir á toppi lista France Football yfir bestu félagslið Evrópu en sá listi er sérstakur að því leyti að stig eru gefin fyrir hvern og einn leik hvers liðs en eru mismunandi eftir styrkleika andstæðinga í það og það skiptið. Þannig hlýtur Arsenal drjúgan stigafjölda fyrir að hafa sigrað Li- verpool þrisvar sinnum undanfarið bæði heima og heiman og sigur Arsenal á Manchester United fyrir skömmu vegur einnig þungt. Erki- fjendurnir Chelsea koma næstir samkvæmt Frökkunum, þá Lyon og svo Real Madrid og Roma. Athygli vekur að samfelld sigurganga Inter Milan á Italíu dugir liðinu aðeins í ellefta sæti listans nú, rétt fyrir ofan lið á borð við Lille og Bolton. LISTINN Arsenal 1148 stig Chelsea 968 stig Lyon 880 stig Real Madrid 836 stlg Roma 782 stig Manchester United 758 stig Barcelona 717 stig Valencia 708 stig Espanyol 684 stig Bayern Miinchen 675 stig Inter Milan 666 stig Lille 665 stig Bolton 633 stig Liverpool 621 stig

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.