blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaðiö VEÐRIÐ Í DAG Á MORGUN VÍÐA UM HEIM Rigning Suðvestanátt, víða 8 til 13 m/s og rigning eða skúrir, en léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 7 stig. Slydda Suðlæg átt, 15 til 20 m/s, en hægari vindur á Norður- og Austurlandi. Slydda og síðar rigning, fyrst suðvestanlands og hlýnandi veður. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 13 9 13 8 ■8 11 8 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 10 New York 7 Orlando ■3 Osló 8 Palma 11 París 10 Stokkhólmur -18 Þórshöfn -2 10 -4 17 9 3 Forstöðumaður fangelsa: Á ekki að geta gerst Þrjú ungmenni á tvítugsaldri struku úr gæsluvarðhaldi á Akur- eyri á þriðjudagskvöld. Héraðs- dómur Norðurlands eystra hafði úrskurðað þau í viku gæsluvarð- hald fyrr um daginn en þau eru grunuð um innbrot, bílþjófnað og fjársvik með greiðslukortum. „Þetta er ótrúlegt ólán sem á ekki að geta gerst,“ segir Guðmundur Gíslason, for- stöðumaður fangelsa á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri, um strok ungmennanna. Einu þeirra tókst að komast út úr klefanum en samkvæmt Guð- mundi hafði hurðin líklega ekki fallið nægilega að stöfum þegar henni var lokað. Hurðir fanga- klefanna eru ekki læstar með lykli heldur með rennilokum. ísraelsmenn: Sækjast eftir meira landi Forsætisráðherra Israels, Ehud Olmert, hefur samþykkt að flytja megi hinn umdeilda múr, sem skilur að Israel og svæði Palest- ínumanna, lengra inn á Vestur- bakkann þannig að tvær land- nemabyggðir til viðbótar verði ísraelsmegin. Þar með kynnu um 20 þúsund Palestínumenn að verða innlyksa milli múrsins og landamæranna að ísrael. Palestínskir embættismenn for- dæma áætlunina og segja hana tilraun til að ræna landi. Israelsk yfirvöld segja nauðsynlegt að færa múrinn til að stöðva sjálfs- morðsárásir frá Vesturbakkanum. Ölfusá Áin varisköld og straumhörð og aðstæður þvi erfiðar. MytVJfÍAiit Bjcrnösop' Bíll hafnaði í Ölfusá: Blésu lífi í piltinn ■ Áin ísköld og straumhörö ■ Gúmmíbáturinn missti vélarafl ■ Óvíst um orsakir slyssins Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Mannbjörg varð þegar ungur maður bjargaðist úr straumharðri Ölfusánni á ellefta tímanum í fyrra- kvöld. Bíll hans hafnaði í ánni og flaut í hálfu kafi þar til hann festist áskeri. Einungis stundarfjórðungur leið þar til björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Árborgar komu á staðinn. Viðar Arason var einn björgunarmanna sem sóttu mann- inn f ána. „Það gekk erfiðlega sökum klaka að setja út bátinn í fyrstu. Við höfðum heldur ekki nákvæma staðsetningu á bílnum en fundum hann fljótt þegar í ána var komið. Við sjáum hann veifa á móti okkur og reynum að spyrja hvort hann sé einn í bílnum, en fáum ekkert svar. Loks komumst við nógu nálægt til þess að gá hvort einhver annar sé í bílnum og sjáum að svo er ekki. Sem betur fer er mjög grunnt í ánni á þessu svæði því það auð- veldaði flutning piltsins mjög yfir Bíllinn upp úr ánni Bifreíð piltsins var dregin úr ánni í gær. Mynd/Ámmn lngi SigurtMon í gúmmíbátinn. Þar missti hann hinsvegar meðvitund og hætti að anda. Skömmu síðar fáum við stein eða klaka í skrúfuna og missum vélarafl. Meðan okkur rekur niður flúðirnar þá tekst okkur að blása lífi í drenginn og hann byrjar að kasta upp vatni sem hann hafði gleypt. Við sjáum aðra björgunarmenn við bakkann og reynum að fá þá til að kasta Iínu til okkar sem tekst ekki fyrr en svolítið neðar á svæðinu þar Áin varísköld og straumhörð i. og aðstæður því erfiðar A-/Æ Viöar Arason, björgunarsveitarmaður. sem kirkjan er. Annars þurftum við að róa bátnum sem var ekki heiglum hent í straumhörku árinnar. Einnig þurfti að halda stráknum stöðugum því hann hefði getað hlotið hrygg- áverka við það að keyra út í ána. Þegar við loks komumst að bakk- anum tók um 8 mínútur að hlúa að honum og koma honum úr bátnum í sjúkrabílinn sem brunaði með hann suður.“ Vafi leikur á orsök slyssins. Mikil hálka var á svæðinu og er talið að bíllinn hafa runnið út í ána. „Ég veit ekkert hvernig þetta gerðist og hef ekkert um það að segja. Ég er bara feginn að pilturinn dragi ennþá and- ann í dag,“ sagði hinn vaski Viðar Arason, björgunarsveitarmaður Árborgar. Þýskur saksóknari: Krefst töku CIA-manna Saksóknari í Múnchen í Þýska- landi krafðist í gær handtöku þrettán starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar CLA. Leyni- þjónustumennirnir eru grunaðir um að hafa gripið og flutt á brott meintan þýskan hryðjuverka- mann á gamlárskvöld árið 2003. Hinn gripni, Khaled E1 Masri, sem er þýskur ríkisborgari, var tekinn höndum í Makedóníu og fluttur til yfirheyrslu í Afganist- an. Honum var síðar sleppt og hann fluttur aftur til Þýskalands. Leyniþjónustumennirnir þrettán eru samkvæmt þýskum fjölmiðlum í Siorður-Karólínu í Bandaríkjunum þar sem þýsk lög ná ekki yfir þá. Bamaperrar í Kompási: Hafa allir gefið sig fram Kynferðisbrotadeildin yfirheyrir nú alla þá menn sem bitu á agn fréttaþáttarins Kompáss og gerðu tilraun til að nálgast þrettán ára tálbeitur sem gáfu kost á sér á Netinu. „Þeir hafa allir gefið sig fram og yfirheyrslur standa nú yfir. Brotaviljinn er augljós þar sem þeir mættu á staðinn. Það verður hins vegar ríkissaksóknara að taka ákvörðun um aðgerðir gegn þeim,“ segir Björgvin Björgvins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn höfuðborgarlögreglunnar. Það kemur til kasta ríkis- saksóknara að ákveða hvort þeir verða ákærðir eða ekki. Ódýrasti sjálfskipti dísel jeppinn og sá best útbúni. Nýr Land Rover Freelander TD4, eyðsla 8,6 i blöndu&um akstri, leður og alcantara innrétting, rafdrifnar rúður, álfelgur, bakkskynjari, 6 diska CD, ofl. 4 litir i boði. Sýningarbíll á staðnum. Verð: með topplúgu 3.590 þús. án lúgu 3.490 |>ÚS. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 Forstjóri Fangelsismálastofnunar: Lögmæti uppsagna skoðað Fangelsið á Fjöldauppsagnir fangavarða gætu talist ólöglegar, segir Valtýr Sigurðs- son, forstjóri Fangelsismálastofn- unar. Fjöldi fangavarða hefur þegar sagt upp störfum sökum óánægju með launakjör sem eru um 30 pró- sentum lægri heldur en lögreglu- manna, sem eru sú stétt sem fanga- verðir hafa borið sig saman við. „Verið er að athuga lagalegan grund- völl fyrir uppsögnunum. Fangaverðir samþykktu kjarasamning á síðasta ári sem er enn í gildi. Því er engin kjaradeila í gangi. Hinsvegar þarf að grípa til aðgerða til að leysa þetta mál því annars kemur upp erfið staða. Þetta er meðal erfiðustu starfa í op- inberri þjónustu og þvi mikilvægt að halda í þá góðu starfskrafta sem fyrir eru,“ segir Valtýr. Samkvæmt fangaverði á Litla- Hrauni sömdu fangaverðir af sér í fyrra. Hann segist vel skilja þá sem vilja komast á betri laun annars staðar. Hann treysti sér ekki til að vinna áfram því það raski kynjajafn- vægi vinnustaðarins en starfið sé þess eðlis að of hátt kvennahlufall starfsfólks sé óviðunandi. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðamótin og er uppsagnar- frestur þrír mánuðir. Því hafa yfir- völd þrjá mánuði til þess að semja við fangaverði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.