blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaðiö INNLENT SELFOSS REYKJAVÍK Var að fíflast Lögréglumenn tóku eftir bíl sem ekið varfram úr stræt- isvagni á gangbraut i Breiðholti á þriðjudag. Ökumaður bílsins reyndist vera 18 ára gamall karlmaður sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi. Þegar hann var spurður út í aksturslag sitt sagöist hann hafa verið að fíflast. Mótmæla lokun leikskóla Fulltrúar foreldra barna á leikskólanum Hulduheimum á Selfossi afhentu í gær Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, undirskriftir 116 foreldra þar sem uþþsögnum fimm starfs- manna leikskólans var mótmælt. Um 100 börn eru á Huldu- heimum en bæjaryfirvöld gripu til þessa ráðs í sparnaðarskyni. UMHVERFISRAÐHERRA VIII svör vegna Sellafield Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur í bréfi til umhverfisráðherra Bretlands, Davids Milliband, óskað eftir skriflegum upplýsingum um hvaöa rök hafi legið að baki því að veita kjarnorkuendur- vinnslustöðinni I Sellafield starfsleyfi að nýju. Hringrás við Klettagarða: Öryggi bætt til muna „Það er búið að gera heilmiklar öryggisráðstafanir á svæði Hring- rásar. Til dæmis er búið að bæta aðgengi að slökkvivatni með brunahana og koma fyrir skil- veggjum sem tefja útbreiðslu elds. Þannig hafa öll efni verið aðskilin í bása sem auðveldar störf slökkviliðs til muna,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnadeildar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. I nóvember 2004 varð stórbruni á lóð Hringrásar við Klettagarða. Fleiri hundruð tonn af hjólbörðum urðu eldi að bráð og umtalsvert magn spilliefna var á svæðinu. Bjarni bendir á að almannahætta sé iðulega til staðar vegna iðnaðar Búið að gera heilmiklarörygg■ ísráðstafanir á svæðinu Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri í stórborgum en telur starfsemi Hringrásar ekki lengur vera stórt áhyggjuefni. „Það mikilvægasta í þessu er að magn efnis sem geymt er á lóð- inni er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var þegar brun- inn kom upp. Á þeim tímapunkti var fyrirtækið komið mílu vegar umfram heimildir þess í starfs- leyfi,“ segir Bjarni. Lýsir undrun Samtök norrænu blaðamanna- félaganna hafa lýst undrun sinni áframferðimenntamálaráðuneyt- isins í garð Blaðamannafélags ís- lands varðandi tilnefningar þess til fulltrúa í samtökunum. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- tökin sendu frá sér í gær. Samtökin taka fram að ísland sé eina landið sem ekki taki ráðleggingum fagfélags í mál- inu og harma þau vinnubrögð sem ráðuneytið hafi í frammi. Blaðamannafélagið hafði til- nefnt Birgi Guðmundsson og Svanborgu Sigmarsdóttur en ráðuneytið tók ekki þeim tilnefn- ingum og skipaði í stað þeirra Ólaf Stephensen, aðstoðarrit- stjóra Morgunblaðsins, og Elfu Ýr Gylfadóttur, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu. „Mér var boðin staðan og hef ég þegar tekið henni, enda er ég áhugasamur um þessa vinnu sem er framundan,“ sagði Ólafur að- spurður hvort hann myndi þiggja stöðuna í ljósi aðstæðna. Álykt- unina má sjá á heimasíðu Blaða- mannafélagsins á www.press.is. veiá/utertwp. iá Félagsmenn stjórnmálaflokka: Inn og út úr flokkum ■ Sjálfstæöisflokkur gefur ekkert upp ■ Fjölgar í Samfylkingu Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Fjöldi félagsmanna í stjórnmála- flokkum landsins breytist nú dag frá degi þegar styttist í kosningar. Blaðið tók stöðuna hjá Samfylk- ingunni, Framsóknarflokknum, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Frjálslynda flokknum og Sjálfstæðisflokknum í gær. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins vildi hins vegar ekki veita neinar upplýsingar. Vinstri grænir í Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði fjölgaði um 700 manns fyrir forval flokks- Samfylkingin ms sem fór fram 2. desember síðastliðinn, samkvæmt Drífu Snædal fram- kvæmdastjóra, en svipaður fjöldi gekk hins vegar úr hon- um. Ríflega 2.700 manns eru nú skráð- ir í flokkinn og sagðist hún hafa átt von á fleiri úrsögn- um en raunin varð. Félagsmenn Samfylking- arinnar eru 19.820 talsins, samkvæmt Skúla Helgasyni, framkvæmdastjóra flokksins, og hafði þeim fjölgað um 610 manns síðastliðið ár. Frá því í desember eru nýskráningar umfram úrsagnir 200 talsins. Framsóknarflokkurinn Samkvæmt Sigfúsi Inga Sigurðssyni, framkvæmdastjóraFramsóknarflokksins, voru úrsagnir úr flokknum innan við 100 í janúar á þessu ári. Flokksmenn eru núna um 12.000 en ef allt síðasta ár er skoðað fjölgaði flokks- mönnum um tæplega 1.000 manns. Sigfús segir að allt bendi til þess að félagsmönn- um eigi eftir að fjölga meira. Frjálslyndi flokkurinn Síðdegis í gær voru 1.547 manns skráðir í Frjálslynda flokkinn, samkvæmt Ragnheiði Ármanns- dóttur á skrifstofu flokksins, en 50 manns skráðu sig úr floklcnum í gær og fyrradag. Ekki var hins vegar búið að vinna úr öllum umsóknum og úrsögnum. Hjá flokknum voru 1.092 manns á skrá 16. janúar síðastliðinn. Sjálfstæöisflokkurinn Andri Óttarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, vildi hvorki gefa upp fjölda flokks- manna né fjölda þeirra sem hafa skráð sig í eða úr flokkn- um síðustu mánuði. Sagði hann að þessar upplýs- ^ /- ingar væru trúnað- A í armál flokksins. Skipulagsbreytingar hjá 365 ljósvakamiðlum: Sirkus færð undir Stöð 2 Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Þeim starfsmönnum, sem séð hafa um þróun sjónvarpsstöðvarinnar Sir- kuss, hefur verið sagt upp og þeirra á meðal er forstöðumaður stöðvar- innar, Árni Þór Vigfússon. Stöðin verður færð undir stjórn Pálma Guðmundssonar, nýráðins sjónvarps- stjóra Stöðvar 2, og aðrir miðlar tengdir stöðinni hafa einnig verið færðir undir annarra stjórn. „Það er orðum aukið að öllum starfs- mönnum stöðvarinnar hafi verið sagt upp. Það verður engin breyting á starfsemi Sirkus sjónvarps heldur er aðeins um skipulagsbreytingar að ræða,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 ljósvakamiðla. Aðspurður segir Ari að óhjákvæmi- legt hafi verið að gera mannabreyt- Engin breyting á starfsemi Sirkuss Ari Edwald, forstjóri 365 ingar í því skyni að breyta skipulagi rekstrarins og samþætta stjórnun. „Árni Þór hverfur á önnur mið og með honum þeir starfsmenn sem hafa sinnt dagskrárstjórn og mark- aðsmálum fyrir stöðina. Eftir verður enginn sjálfstæður starfsmaður á vegum stöðvarinnar," segir Ari. „Sir- kus hefur verið að gera mjög góða hluti og á því verður engin breyting." Sirkus fær nýja stjórn Árni Þór Vigfússon er ekki lengur forstööumaður Sirkuss. Stööin hefur veriö færö undir Stöö 2.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.