blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 18
Kvenréttindi í Pakistan Pakistanski Þjóðarflokkurinn, sem fékk 25,8 prósent atkvæða í kosningum 2002, er sá frjálslyndasti í landinu. Meðal aðalbaráttumála flokksins eru aukin kvenréttindi. Helsta skýring á frjálslyndi flokksins er sögð vera sú staðreynd að forystumenn hans eru mun menntaðri en í öðrum flokkum landsins. 1. FEBRÚAR 2007 blaöiö Konur í Sviss Árið 1959 stofnuðu íhaldssamar, svissneskar konur samtök svissneskra kvenna gegn kosningarétti kvenna. Álíka samtök hafa verið til i fleiri löndum á tímum baráttu fyrir jöfnum kosningarétti kynjanna. Það var ekki fyrr en árið 1971 sem svissneskir karlmenn samþykktu kosningarétt kvenna í þjóðaratkvæðagreiðslu. konur@bladid.net tsöCuCok á CaugarcCag! ±tvintýralegur AUKAafsláttur af gæðavöru Peysur, peysusett, bolir, bútasaumsefni, bútasaumsbækur ofl.ofl. J^lth: opið 10-1 7 laugardag (Díza Laugavegi 44 • S: 561-4000 • www.diza.is Auglýsingasíminn er 510 3744 aföstudögum 0 Kyngervi og menntun Rannsóknarhópur í kynja- fræði við Kennaraháskóla íslands stendur fyrir málstofu á morgun, 2. febrúar, klukkan 14-16 í stofu K 207. Þar munu meðlimir hópsins flytja erindi og kynna rannsóknir sínar. Meðal þess sem fjallað verður um er könnun á áhuga 1. árs nema á kynjafræði sem náms- grein í kennaranámi, en 90 prósent kennaranema reyndust telja þörf á kynjafræðimenntun í kennaranámi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar. BIRNA Skólavörðustígur 2. Sími: 445-2020 www.birna.net A Indlandi um áramótin Guðrún var vidstödd þegar hornsteinn var lagð- ur að nýrri heimavist fyrir stúlkur á Heimili litlu Ijósanna á Indlandi, sem fjármagnað er af ABC-barnahjálp. Guðrún Margrét hjá ABC-barnahjáKp: Sjálfboðastarf sem gefur mikið Merkisdagur er í dag hjá ABC-barnahjálp, enda eru samtökin frá og með deginum í dag orðin að alþjóðlegum samtökum með höfuðstöðvar á íslandi. ABC- barnahjálp var stofnuð á fslandi fyrir 19 árum af Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og fleira góðu fólki, en skömmu áður hafði Guðrún verið á árslöngu ferðalagi í kringum hnött- inn. „Þá sá ég börn sem bjuggu á götum úti og hitti ólæst fólk. Það snerti mjög við mér og ég ákvað að ég yrði að gera eitthvað í málunum. Ég hef starfað við þetta í sjálfboða- vinnu frá upphafi og tel mig ekki vera að fórna neinu með því, enda gefur þetta starf miklu meira en það tekurútskýrir Guðrún. Margvísleg starfsemi ABC-barnahjálp er með starf- semivíðaíheiminum. „Viðhöfum meðal annars látið byggja skóla og heimavistir í Oganda, Pakist- an og Indlandi auk þess sem við hófum nýlega starf í Líberíu og Keníu. Þeir eru fjármagnaðir með- al annars með sölu á svokölluðum ABC-kortum og framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Einnig eru hér fjölmargír styrkt- arforeldrar fátækra barna í sam- starfslöndum okkar og fólk getur farið á vefsíðuna okkar abc.is og valið barn sem það vill styrkja,“ segir Guðrún. Þakklát börn Guðrún segir það gefa starfinu mikið gildi að hitta börn sem hafa notið góðs af aðstoð ABC-barna- hjálpar. Síðustu jólum og áramót- um eyddi hún ásamt fjölskyldu sinni í Indlandi þar sem hún heim- sótti börn á Heimili litlu ljósanna. „Maður veit úr hvaða aðstæðum þessi börn koma og hvað þau hafa fengið. Menntun er eitthvað sem er ekki hægt að taka frá fólki og það vita börnin sem eru afar glöð og þakklát fyrir tækifærið. Það er auðvitað miður að geta ekki hjálp- að öllum börnum sem eru í neyð í heiminum en fyrir hvert barn sem fær þessa aðstoð skiptir hún sköp- um varðandi framtíð þess.“ Ótal margir leggja hönd á plóg Á síðasta ári voru sendar um 135 milljónir króna til bágstaddra barna í gegnum ABC-barnahjálp og í ljósi þess að samstarfslöndum fjölgar við það að samtökin verða alþjóðleg má gera ráð fyrir því að enn meiri peningar verði sendir á þessu ári. lnnrét±ingar í öll herbergi heimilisins. Fagleg ráðgjöf og glæsilegur sýningarsalur. JKE DESIGN Óteljandi mötjuleikar Mörkinni 1 108 Reykjavlk slmi 515 0700 www.jke-design.is Veldu möguleika

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.