blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 01.02.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2007 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hefur þú einhvern tímann tekið feil? Nei, mér finnst þeir reyndar ekkert líkir og finnst minn maður miklu fallegri. Brynja Nordquist, flugfreyja og eiginkona Þórhalls Samkvæmt Tvífara vikunnar sem birtist hér á síðum Blaðsins í gær þykja þeir Þórhallur Gunnarsson og Bardatröllið og leikarinn Jean-Claude Van Damme með eindæmum líkir svo að þeir eru næstum eins og einn og sami maður. Sigríður Lund Hermanns- dóttir: „Eftir fyrstu vikuna í Zúúber hringdi ég nánast grátandi íyfirmann minn og sagðist ekki vita hvað ég hefði verið að hugsa." BiaöMyþúr Mæti ekki í vinnuna með stírurnar í augunum HEYRST HEFUR... að hefur töluvert verið rætt um svokallaða Supergirl- keppni sem fór fram á skemmti- staðnum Pravda um síðustu helgi. í Blaðinu í gær segist skemmtanastjóri Pravda skilja gagnrýni á keppnina en þetta sé úti um allan bæ og því orðið hluti af menningunni. Áhuga- vert sjónarhorn, sérstaklega í ljósi þess að á www.superman. is stendur að stúlkur þurfi að gera hvað sem er til að heilla Superman. Hvað þær gera er þeim i sjálfsvald sett en það er stungið upp á fækkun fata. Spurning hver sé að skapa menn- inguna í þessu tilfelli. Rúsínan i pylsuendanum eru ummæli eiganda umræddrar heimasíðu í Fréttablaðinu i gær en þar talar hann um utanlandsferðina sem „sú heppna“ átti að hljóta í verð- laun. En sú utanlandsferð er vist „ekki enn þá algjörlega komin á hreinf. Þannig var nú það. Arni Mattíasson, tónlistar- blaðamaður á Morgunblað- inu, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt á Nasa á þriðjudag. Fjöldi hljómsveita tróð upp og bar þar hæst endurkomu Risa- eðlunnar með Möggu Stínu og Halldóru Geirharðsdóttur leik- konu fremstar í flokki "T~ jjM Eftir frábæra tónleika 1 \ kallaði Halldóra til áhorfenda: „ísland er fátækara án okkar!“ og áhorfendur voru sammála. Fjöldi fólks úr tónlistarbrans- anum mætti á svæðið, til dæmis Jónsi og félagar úr Sigur Rós, Erpur og Bent úr Rottweilerhundunum, Rúnar Júlíusson, Ómar Swarez, Siggi úr Hjálmum og Sykurmolinn Einar Örn. Þá hélt Arnar Egg- ert Thoroddsen, samstarfsfélagi Árna, ræðu og kynnir var eng- inn annar en Óli Palli af Rás 2. svanhvit@bladid.net Þeir sem hlusta á Zúúber á FM957 þekkja vel dillandi hlátur Sigríðar Lund Hermannsdóttur en hún er einn af dagskrárgerðarmönnum morgunþáttarins. „Þetta er mjög skemmtilegt starf og góð tilbreyting frá því sem ég var að gera en ég vann á Létt 967. Það var svakaleg breyting fyrst; ég var náttúrlega búin að vera í rólegu, rómantísku og þægilegu lög- unum alla daga. Svo fór ég í Zúúber og fyrstu vikuna var karla- og konu- vika þar sem verið var að tala um hjálpartæki ástarlífsins alla dagana auk þess sem það var fullnæging í beinni síðasta daginn í fyrstu vik- unni minni. Eftir þá viku hringdi ég nánast grátandi í yfirmann minn og velti fyrir mér hvort ég hefði tekið ranga ákvörðun,“ segir Sigríður og hlær. „Svo sjóaðist ég fljótlega og það er frábært að vera með þessu skemmtilega fólki. Ég er mjög sátt við mitt starf og mér finnst forrétt- indi að fá að vera hluti af þessu.“ Næturhrafn að eðlisfari Sigríður hefur verið í morgunþætt- inum Zúúber í bráðum ár en þar á undan vann hún í þrjú ár á Létt 967. .Zúúber hefst klukkan sjö á morgn- ana, ég vakna því klukkan fimm og er yfirleitt mætt um sexleytið. Ég og Svali (Sigvaldi Kaldalóns) hittumst hér á morgnana, förum yfir blöðin og gerum okkur klár fyrir daginn. Við mætum aðallega svona snemma til að vera vel vöknuð. Það er eigin- lega ekki hægt að mæta beint í þátt með stírurnar í augunum," segir Sig- ríður og bætir við að það sé bara erf- itt að vakna snemma þegar hún fer seint að sofa. „Það er ótrúlegt hverju maður getur vanist. Ég er algjör næt- urhrafn að eðlisfari, elska að vaka á næturnar og sofa fram eftir en það sýnir sig að það er allt hægt ef vilj- inn er fyrir hendi. Mér finnst þetta ekkert mál svo lengi sem ég aga mig og er komin upp í rúm ekki seinna en ellefu á kvöldin.“ Töfrar Sigríður segir að það séu mjög góðir straumar á milli fjórmenn- inganna í Zúúber og allir vinni vel saman. „Við náum vel saman en vit- anlega eigum við okkar slæmu daga, rétt eins og allir aðrir en þá reynum við bara að gera okkar besta. 1 svona þætti verður samstarfið að vera mjög gott, annars er þetta ekki hægt. Það er líka eins og það fari einhverjir töfrar í gang þegar við kveikjum á hljóðnemanum. Sérstaða þáttarins felst í okkar hlustendum sem taka mikinn þátt og spila stórt hlutverk í þættinum," segir Sigríður og tekur fram að hlustun á þáttinn sé mjög góð. „Ég held að við séum einn af vinsælustu morgunþáttum lands- ins og það sem er svo frábært er að aldur hlustenda hefur hækkað. Við heyrum í hlustendum upp í fimmtugt svanhvit@bladid.net SU DOKU talnaþraut 2 9 6 4 7 8 5 3 1 7 8 3 1 2 5 6 9 4 4 5 1 3 9 6 2 7 8 5 6 2 8 3 4 9 1 7 9 3 4 2 1 7 8 5 6 8 1 7 5 6 9 3 4 2 3 2 8 9 4 i 7 6 5 6 4 9 7 5 2 1 8 3 1 7 5 6 8 3 4 2 9 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri l(nu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 6 7 1 8 2 7 1 9 3 9 7 2 5 7 3 1 7 1 5 9 9 4 3 8 2 8 5 4 2 1 3 5 8 7 2 ® eftir Jim Unger Slakaðu bara á og reyndu að endurheimta minnið þitt. Hafðu ekki áhyggjur af 3000 kallinum sem þú skuldar mér. Á förnum vegi Sverrir Helgason, framkvæmdastjóri Ég hef ekki fylgst mikið með en ég skil vel að Margrét sé ósátt. Andri Már Ólafsson, nemi Ég veit það ekki. Hef ekki mik- inn áhuga á íslenskri pólitík. Ertu sáttur/sátt við úrslit varaformannskjörs Frjálslynda flokksins? Björgvin Guðmundsson, fyrr- verandi flugstjóri Ég gæti nú ekki haft minni áhuga á neinu. Sólveig Sigurðardóttir, húsmóðir Nei, ég er ekki sátt. Margrét á að halda áfram í pólitlk. Þóra Bjarkadóttir, ritari Nei, mér finnst þetta allt hið und- arlegasta mál.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.