blaðið - 01.02.2007, Side 1

blaðið - 01.02.2007, Side 1
MENNING » síða 16 22. tölublað 3. árgangur fimmtudagur 1. febrúar 2007 .... .. FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! . «1 1 1 1 HEILSA , ■ konur stundað fjallamennsku um árabil og segir það góða leið til að halda sér í formi og stunda útivist |sIða27 enda ABC-barnahjálpar en samtökin eru frá og með deginum í dag orðin g að alþjóðlegum samtökum | síða26 Fjármálaóreiða Byrgisins kynnt fyrir ríkisstjórninni 2002: Vissi af Byrgisóreiðu ■ Með ólíkindum að allir vissu ■ Árni hefði átt að fylgjast með ■ Enginn ábyrgur Selma leikstýrir ' Selma Björnsdóttir eignaðist sitt annað barn fyrir viku en hún leikstýrir söngleiknum Sextán sem Verzlun- arskóli íslands frumsýnir í kvöld. Eiginmaðurinn, Rúnar Freyr, samdi handritið og systur hennar sáu um danslistina. „Það er komin upp söngleikja- kynslóð sem sækir gjarnan skólann. Þetta hefur verið afar skemmti- legt ferli alltfráþvíí haust.“ FRÉTTIR » síða 4 § | | 12.000 Y ^ O ») 2100 1.347 / « • Frjálslyndir óvissir um flokksúrsagnir Eftir Trausta Hafsteinsson og Ingibjörgu Báru Ríkisstjórninni var gerð grein fyrir fjármálaóreiðu Byrgisins með minnisblaði sem sent var frá utan- rikisráðuneytinu. Því fylgdi greinargerð þar sem nánar var farið yfir innihald þess. Farið var yfir málið á ríkisstjórnarfundi í kjölfar skýrslu sem tekin var saman árið 2002 af aðstoðarmönnum fé- lagsmála-, heilbrigðis- og utanríkisráðherra. „Eins og málið er vaxið er með ólíkindum ef allir, sem vitneskju höfðu um þessa fjármálaóreiðu og aðhöfðust ekkert, komast undan ábyrgð," segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar. Hún hefur óskað eftir upplýsingum um hvernig málið var afgreitt hjá ríkisstjórninni. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra á árunum 1995 til 2003, man ekki eftir þessum tiltekna fundi ríkisstjórnarinnar en segir að ríkisstjórninni hafi verið ráðlagt að veita Byrginu brautargengi þrátt fyrir fjármálaóreiðuna vegna ógæfufólksins sem þar var hjálpað. „En til að koma í veg fyrir að óreiðan héldi áfram var ákveðið að gera samning við Byrgið og gera það að sjálfseignarstofnun sem væri rekin með eðlilegum hætti. Sett yrði sérstök stjórn og upp á þessa skilmála fengu þeir inni á Efri-Brú,“ segir hann og bætir við: „Þetta er gert þegar ég er að fara úr ráðuneytinu. Þá lágu drög að samningi fyrir. Ég taldi víst að Guðmundur myndi skrifa undir og standa við hann.“ Hann segir að Árni Magnússon hefði átt að fylgast með því að samningurinn yrði undirritaður. Hann sé hins vegar horfinn úr stjórnmálum. „Ég sé ekki hvar sök liggur og hvern sé hægt að krossfesta, jafnvel þó einhver vilji sá blóð renna.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í ráðherrana. Tg*' Bryndís Schrani áhyggjufull Varmár- 35? samtökin mótmæltu fyrirhugaöri tengibraut WL um Álafosskvosina i gær. Bæjarstjóranum r_v:. pótti timasetningin afleit. mynd/eyþór •% ■ mj ■'«* *■ •• ■■ ¥ ‘ ■ * . > •ý.T* mL MfS Varmársamtökin drógu íslenska fánann í hálfa stöng: Kref jast lögbanns á tengibraut Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Varmársamtökin í Mosfellsbæ hafa krafist lög- banns á fyrirhugaðar framkvæmdir tengibrautar um Álafosskvosina. Samtökin hafa kært fram- kvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og vilja hnekkja úrskurði um- hverfisráðherra sem taldi ekki ástæðu til að fara með lagningu vegarins í umhverfismat. „Bæjarstjórnin hefur frá fyrsta degi hunsað kröfur okkar um að láta meta umhverfisáhrif þessa steinsteypuferlikis," segir Sigrún Páls- dóttir, einn forsvarsmanna samtakanna. „Þessi framkvæmd mun hafa gríðarleg áhrif á bæinn okkar, sem er einstakur í sinni röð. Að tíu þús- und bílar fari hér um á sólarhring er nokkuð sem enginn hér í kring vill að verði að veruleika og því mótmæltum við formlega með því að flagga í hálfa stöng.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, segist lengi hafa vitað af mótbárum samtakanna. Hinsvegar hafi rétt verið staðið að framkvæmdinni. „Við höfum reynt að taka mið af þeim tillögum sem samtökin hafa lagt fram. Framkvæmdin hefur farið í lögformlegt ferli frá A til Ö og nú síðast fengum við úrskurð frá um- hverfisráðherra. Við höfum bara unnið okkar vinnu,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Hins- vegar þykir mér dapurlegt að Varmársamtökin skuli mótmæla með þvi að flagga í hálfa stöng þegar verið er að jarðsyngja tveggja ára stúlku í bænum á sama tíma. Slíkt er bæði ósmekklegt og alger vanvirðing við íslenska fánann sem og minningu stúlkunnar. Þetta sýnir bara í hvaða tengslum samtökin eru við bæinn og bæjarbúa, sem eru greinilega ekki mikil.“ » siða 36 Flottar meö töskur Allar konur elska töskurnar sínar og Hollywoodstjörnurnar eru þar engar undantekningar. Sienna Miller elskar til dæmis sína franskættuðu YSL-tösku. VEÐUR » síða 2 I SÉRBLAÐ » síður 17-24 Áfram hiti Suðvestanátt, víða 8-13 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig. Sérblað um viöskipti og fjármál fylgir meö Blaöinu ídag Félagsmenn Samfylkingarinnar eru 19.820 talsins. Þeim hefur fjölgaö um 610 manns síðastliðið ár. Úrsagnir úr Framsóknarflokknum voru innan við 100 í janúar á þessu ári. Sjálf- stæðisflokkurinn gefur ekkert upp. Renault - öruggari notaðir bílar Veldu 5 stjörnu öryggi lífsins vegna! RENAULT LAGUNA II Nýskr: 06/2003, 2000cc„ 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ek. 50.000 þ. Verð: 1.920.000 RENAULT LAGUNA II Nýskr: 05/2003,1800cc„ 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ek. 55.000 þ. Verð: 1.680.0W - Tilbod 1.290.000 RENAULT MEGANE II Nýskr: 11/2003, 1600cc„ 5 dyra, Beinskiptur, Grár, Ek. 51.000 þ. Verð: 1.430.000 RENAULT SCENIC II Nýskr: 09/2005, 2000cc„ 5 dyra Beinkskiptur, Grár, Ek. 22.000 þ. Verð: 2.090.000 L Grjóthálsi 1 bilaland.is 1 ,575 1230,

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.