blaðið - 21.02.2007, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007
blaöið
opið allan
sólarhringinn.
Sandblástursfilmur
Fyrir vinnustaði og heimili • Stílhreint og snyrtilegt
Lokar gluggum án þess að tapa náttúrulegri birtu
Ýmis mynstur í boði
^margt
merkileqt
www.maogme.is
sandblástursfilmur .merkingar .límmiðar .prentun
Hvaleyrarbraut 35 220 Hafnarfjörður Sími: 534 7900 maogme@maogme.is
(Pt
First North
- stærri tækifæri
fyrir smærri fyrirtæki
Morgunverðarfundur OMX Nordic Exchange á íslandi
Kauphöllin býður félögum, fjárfestum og öðrum markaðsaðilum
til morgunverðarfundar 22. febrúar á Nordica hotel (salur FG).
First North Iceland er markaður þar sem minni kröfur eru gerðar
en við skráningu á AðaUista KauphaUarinnar. Á síðasta ári opnaði
isec markaðurinn sem varð um áramótin First North Iceland.
Af því tilefni var reglum markaðarins breytt. Þetta var fyrsta
skrefið í samþættingu Kauphallarinnar við OMX Nordic Exchange.
Helsta breytingin, innleiðing ráðgjafa (Certified Advisor) við
skráningarferlið og meðan skráning varir, er kynnt sérstaklega.
Dagskrá:
8:00 Morgunverður
8:10 First North - Power Source for Future Companies
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar
8:25 Nordic Alternative on the Rise - the experience so far
Johan Allstrin, Head of Sales, OMX Company Services, Stokholm
8:40 Certified Advisor - opportunities and responsibilities
Rickard Lindgren, Compliance Officer, Kaupthing Bank Sverige
8:55 Umræður
Fundi lýkur kl. 9:10. Fundarstjóri er Magnús Harðarson,
forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 21. febrúar
með pósti á ingibjorg.gudjonsdottir@omxgroup.com.
Með nýjum tímum kom'a
stærri tækifæri fyrir
smærri fyrirtæki
FIRSMORTH
omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth
GRUNNSKÓLAKENNARAR
Enginn fundur boðaður
Stjórn Félags grunnskólakennara og launanefnd sveitarfé-
laga hafa ekki fundað síðan 31. janúar síðastliðinn en þá
hittust deiluaðilar hjá ríkissáttasemjara. Hvorki launa-
nefndin né stjórn Félags grunnskólakennara hafa óskað
INNLENT
eftir nýjum fundi.
Breytt í hótel innan skamms
verður hafist handa við að breyta
húsnæði Heilsuverndarstöðvarinn-
ar við Barónsstíg í hótel. Mynd/Gkli
Húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar verður aö hóteli
Haldið leyndu hver
keypti og á hvað
■ 1.500 fermetra byggingarréttur fylgir ■ Þrengir að Landspítalanum
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
og Heiðu Björk Vigfúsdóttur
Til stendur að breyta húsnæði
Heilsuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíg í hótel en gengið var
frá kaupunum í síðasta mánuði.
Kaupverð eignarinnar hefur ekki
verið gefið upp en Jón Guðmunds-
son hjá Fasteignamarkaðnum
segir að ásett verð hennar hafi
verið 1,1 milljarður. Hann segir
jafnframt að kaupunum hafi fylgt
1.500 fermetra byggingarréttur en
vildi ekki gefa upp hver kaupand-
inn er. Að viðbættum byggingar-
rétti verður húsnæðið því samtals
um 6.000 fermetrar.
Húsnæðið friðað að hluta
Heilsuverndarstöðin er eitt
helsta kennileiti borgarinnar en
húsið var fullbyggt 1955 og sér-
staklega hannað fyrir heilbrigð-
isþjónustu. Höfundarnir hússins
eru arkitektarnir Einar Sveins-
son og Gunnar H. Ólafsson.
Húsnæðið var friðað að hluta á
síðasta ári en Jón segir að það
komi ekki í veg fyrir að hægt
verði að ráðast í nauðsynlegar
breytingar fyrir hótelrekstur.
Friðunin nær einkum til ytra
borðs ásamt aðalanddyris og
stigahúss auk anddyra við Bar-
ónsstíg og Egilsgötu þannig að
útlit hússins mun ekki taka stór-
kostlegum breytingum.
Ekki eitt hótelið í viðbót
Sala hússins var mjög umdeild
á sínum tíma, ekki síst innan
heilbrigðisstétta sem vildu halda
húnæðinu undir þar til gerða starf-
semi. Reynir Tómas Geirsson,
sviðsstjóri kvennasviðs LSH, seg-
ist ekki botna í ákvörðun stjórn-
valda um að selja húsnæðið og
vísar ábyrgðinni á fjármála- og
heilbrigðisráðuneyti. „Ég vona
að sjálfsögðu að hótelgestum
muni líða vel á hótelinu en þetta
er sorgleg frétt. Landspítalann
vantar verulega mikið pláss undir
margvíslega starfsemi og það
hefur verið þrengt að okkur eins
og allir þekkja af fréttum um
gangainnlagnir og skort á göngu-
deildahúsnæði. Það líða mörg ár
þangað til nýtt háskólasjúkrahús
verður komið í þann rekstur að
með því fari að létta á okkur og
þar hefði
Heilsuverndarstöðin verið gott
úrræði fyrir Landspítalann,“ segir
Reynir og segir málið ekki aðeins
snúast um sögulegt gildi hússins.
„Húsnæðið getur alveg samrýmst
hótelnotkun en það er ekki málið.
Þarna var feikilega gott húsnæði
sem hefði átt að nýtast heibrigð-
isstarfsemi sem fram fer í þágu
samfélagsins en ekki eitt hótelið
í viðbót. Ábyrgðin liggur fyrst og
fremst í ráðuneytunum.“
Verjendur Baugsmanna rengja sönnunargögn:
Auðvelt að falsa tölvupóst
Yfirheyrslur yfir Tryggva Jóns-
syni, fyrrum aðstoðarforstjóra
Baugs, héldu áfram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Yfirheyrslu yfir
Tryggva lýkur í dag en á morgun
munu þeir Jón Gerald Sullenberger
og Jón Ásgeír Jóhannesson mæta í
yfirheyrslur.
Meðal þess sem kom fram í
gær var að Jakob Möller, verjandi
Tryggva, lagði fyrir dóminn fals-
aðan tölvupóst sem hann sagði að-
stoðarmann sinn hafa gert á þremur
mínútum. Leit pósturinn út fyrir að
vera frá settum saksóknara í málinu,
Sigurði Tómasi Magnússyni. Með
þessu vildi Jakob sýna fram á hversu
auðvelt það getur verið að falsa tölvu-
póst en slíkir póstar skipta hundr-
uðum ef ekki þúsundum í máls-
gögnum. Dómarinn í málinu sagði
tilraun Jakobs vissulega áhugaverða
en að tölvupósturinn hafi ekki verið
lagður formlega fram sem gagn í
málinu og því ekki tekinn til greina.
Þá deildu verjendur Baugsmanna
Ur réttarhöldunum Rætt um tölvupósta Jakob
Möiier, verjandi Tryggva Jónssonar sem hér ræð-
ir við Gest Jónsson, sýndi réttinum fram á hversu
auðvelt er að falsa tölvupóst. Mynd/BrynjarOauti
og Sigurður Tómas nokkuð harka-
lega eftir að sá síðarnefndi gaf til
kynna að reikningar væru bókfærðir
á þann hátt að neytendur nytu
ekki góðs af afslætti birgja. Segir á
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
að Gestur Jónsson, lögmaður Jóns
Ásgeirs, hafi mótmælt þessum um-
mælum harkalega og að glósur um
fyrirtæki ákærðu væru óþarfar og
ómaklegar. Dómari benti sakskókn-
ara á að hann væri fyrir rétti sem
umboðsmaður ákæruvaldsins en
ekki neytenda.