blaðið - 21.02.2007, Side 8

blaðið - 21.02.2007, Side 8
blaöiA 8 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 UTAN ÚR HEIMI „Fröken úr“ látin Norska símafyrirtækið Telenor lokaði fyrir „Froken ur“, síma- númer klukkuþjónustunnar, þann 15. janúar síðastliðinn klukkan tvö eftir hádegi. Talsmaður fyrirtækisins segir ekki lengur þörf á þjónustunni eftir farsímabyltinguna en þjónustan var tekin í gagnið árið 1932. Fáar kvartanir hafa borist vegna málsins. KÓLUMBÍA Gísl verður ráðherra Alvaro Uribe Kólumbíuforseti hefur skipað Fernando Araujo í emb- ætti utanríkisráðherra landsins. Araujo slapp úr haldi mannræningja þann 6. janúar síðastliðinn, þar sem hann þurfti að dvelja í sex ár. Araujo hefur áður gegnt ráðherraembætti, en Maria Consuelo lét af embætti utanríkisráðherra í síðustu viku vegna fjölskylduhneykslis. MGGA OMGGA-3 1300mg . sf: 80 hylki m m heilsa -haföu þa6 gott Þýskaland: Vilja fresta brúartengingu Brúartenging milli Rodby á Lálandi í Danmörku og Puttgar- den í Þýskalandi er ekki lengur forgangsverkefni í samgöngu- málum þýskra stjórnvalda. Samgönguráðherra Þýskalands, tilkynnti þetta á fundi í gær. Bilahöllin hrf. Blldshöl&a 5 S: 567-4949, bilahollín.is Toyota LandCruiser GX 90 Diesel 09/1999 Ekinn 168þús. Sjálfskiptur Verð 1.980.000.- áhv. lán 922.000,- Toyota Yaris Sol WTI08/2005 Ekinn 20þús. Sjálfskiptur Verð 1.590.000.- áhvílandi lán 1.238.000.- Suzuki Grand Vitara Limited 07/2005 Ekinn 37þús. Sjálfskiptur Verð 2.390.000.- áhv. 1.818.000,- Peugeot 407 XR Sedan 12/2005 Ekinn 10þús. Sjálfskiptur Verð 2.390.000,- áhvílandi lán 1.541.000.- Volvo S40 2.5 Turbo T5 05/2005 Ekinn 19þús. Sjálfskiptur Verð 3.290.000,- áhv lán 1.800.000.- Wlazda 6 Wagon TS 2.0 m/Leðri 02/2003 Ekinn 74þús. Sjálfskiptur Verð 1.650.000- 09/2004 Kjarnorkuvinnslustöðin í Isfa- hen Taliö er aö um hálft ár sé þangaö til Iranargeti auðgað úran. _ Mynd/NordicPhotos-AFP ' Bandaríkjaher hefur gert áætlanir um árasir á Iran: íransstjórn haggast ekki Hvetur Vesturlönd til aö hætta auðgun úrans Fresturinn aö renna Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Mahmoud Ahmadinejad Iransfor- seti segist vera tilbúinn að hefja samningaviðræður um kjarnorku- áætlun landsins, en mun ekki fall- ast á kröfur um að Iranar verði að hætta auðgun úrans áður en slíkar viðræður eigi sér stað. Frestur frana til að hætta auðgun úrans rennur út í dag, en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði sagst mundu beita frekari viðskiptaþvingunum yrði kröfunum ekki mætt. Þá hafa fréttir borist af því að Bandaríkjaher sé með umfangsmiklar áætlanir til- búnar um hvernig ráðist yrði á fran ef slík skipun yrði gefin. Ahmadinejad flutti ávarp fyrir framan mikinn mannfjölda norðurhluta frans í gær þar sem hann sagði fransstjórn fúsa til viðræðna en hafnaði kröfum örygg- isráðsins. Forsetinn hvatti til þess að stjórnvöld á Vest urlöndum hætti sjálf auðgun úrans, vilji þau að íranar geri það. fr- ansstjórn hefur þrálátlega haldið því fram að verið sé að þróa kjarnorku í friðsam- legum tilgangi, en stjórnvöld á Vesturlöndum grunar mörg að franar ætli sér að koma sér upp kjarnorkusprengjum. BBC sagði frá því í gær að Banda- ríkjaher hefði gert umfangsmiklar áætlanir um loftárásir á íran. Skot- mörkin sem tiltekin eru eru ekki einungis kjarnorkuvinnslustöðvar landsins, heldur einnig herstöðvar loft- og sjóhers landsins, fjarskipta- stöðvar, eldflaugaskotpallar og aðrar helstu stjórnstöðvar hers- ins. Samkvæmt heimildum BBC eru kjarnorkustöðvarnar í Natanz, Arak, Bushehr og Isfahan meðal skotmarka í áætlun- ' , unum. Bandarísk stjórn- völd fullyrða að þau hafi i hyggju að ráðast á fran, elcki Mahmoud Ahmadinejad íransfor- seti hvatti Vesturveldin sjáif til aö hætta auðgun úrans vilji þau aö Iranar hætti henni. Mynd/Hordléiim-AFP heldur séu þau einungis að vinna að því að fá frana til að stöðva auðgun úrans í landinu. Að sögn BBC er tvennt sem gæti hrundið af stað árásum Banda- ríkjahers á fran. Annars vegar upp- lýsingar um að franar séu að koma sér upp kjarnorkusprengjum og hins vegar sannanir fyrir því að rekja megi stórfelldar mannskæðar árásir á bandarísk skotmörk í írak beint til ráðamanna í Teheran, höf- uðborg frans. Mohammed ElBaradei, fram- kvæmdastjóri Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, hefur þegar varað við að einungis um hálft ár sé þar til íranar geti auðgað úran og fimm til tíu ár þar til þeir séu í stakk búnir að búa til kjarnorku- sprengju. í viðtali við ElBaradei í Financial Times kemur fram að hann telji að árás Vesturveldanna á íran myndi hafa skelfilegar afleið- ingar 1 för með sér. ElBaradei hefur hvatt öryggis- ráðið til að beita hvötum og við- skiptaþvingunum til að fá Irana að samningaborðinu. Hann ræðir nú við Ali Larijani, aðalsamninga- mann írana, í höfuðstöðvum Alþjóðakjarnorkustofn- unarinnar í Genf og mun greina öryggis- , ráðinu frá stöðu mála MÆJí á fundi síðar í vikunni. Pólland: Lech Walesa kærður FJÖLSKYLDUPAKKI 10 KJÚKLINGABITAR MEÐ FRÖNSKUM, SÓSU 06 SALATI 3145 ItF 2l.flqkepg pakkijaf Emmess ísblómum fvlajaíikaupbæti! Lech Walesa, fyrrum forseti Pól- lands, hefur verið ákærður fyrir ærumeiðingar eftir að hann kall- aði Lech Kaczynski, núverándi forseta landsins, hálfvita. Johanna Szczypinska, þingmaður flokks Kaczynski, lagði fram kæruna. „Enginn er hafinn yfir lögin, ekki einu sinni Walesa.“ Walesa segist ekki sjá eftir um- mælunum, sem hann lét falla í sjónvarpsþætti fyrir helgi. Walesa sagði Kaczynski vera hálfvita þar sem hann léti glæpsamlegar starfs- aðferðir öryggissveita pólsku alrík- islögreglunnar viðgangast. Fréttir höfðu borist af því að margir liðs- menn öryggissveitanna hafi hlotið þjálfun í Rússlandi. Lech Walesa var forseti í Póllandi á um fimm ára skeið, á árunum ÍQQO til ÍQQS.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.