blaðið - 21.02.2007, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007
blaöiö
UTAN ÚR HEIMI
SÓMALÍA ★
Astandið versnar
Tólf létust og nærri fimmtíu særðust í átökum stjórnar-
hers Sómalíu við uppreisnarmenn íslamista í höfuðborg-
inni Mogadishu í gær. Bardagarnir eru peir mannskæð-
ustu frá því að stjórnarherinn rak íslamista á brott í lok
desember síðastliðins með aðstoð Eþíópíuhers.
|'
Allt í rusli
Sorphirðumenn í Árósum höfnuðu samkomulagi
í gær sem fulltrúi þeirra hafði gert við fyrirtæki
vegna viðvörunarbréfs til tveggja starfsmanna
sem höfðu verið í löngu veikindaleyfi. Sorphirðu-
menn í öðrum bæjum lögðu einnig niður störf.
*
BRETLAND
íhaldsflokkurinn með meirihluta
Breski (haldsflokkurinn fengi meirihluta þing-
manna ef gengið yrði til þingkosninga í Bretlandi
nú, samkvæmt skoðanakönnun The Guardian. 42
prósent segjast styðja Ihaldsflokkinn, 29 prósent
Verkamannaflokkinn og 17 prósent Frjálslynda.
Indland:
Stukku úr á ferð
Lögregla á Indlandi hefur birt
myndir af tveimur mönnum sem
grunaðir eru um að hafa stokkið af
Vináttuhraðlestinni um fimmtán
mínútum áður en tvær miklar
sprengingar urðu tæplega sjötíu
manns um borð að bana á mánu-
daginn. Lestin var á leið frá Delí
á Indlandi til Lahore í Pakistan,
og voru fórnarlömbin aðallega
Pakistanar.
Talsmaður indversku lögregl-
unnar segir að mennirnir hafi
hnakkrifist við lestarstarfsmenn
skömmu áður. Þeir sögðust hafa
tekið ranga lest og þyrftu að kom-
ast frá borði. Talið er að þeir hafi
stokkið af lestinni þegar hún hægði
á sér við lestarstöðina í Deewana.
Bandaríkin:
Rumsfeld verstur
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn John McCain segir
að Donalds Rumsfeld, fyrrum
varnarmálaráðherra, muni verða
minnst sem eins hins versta í sög-
unni. McCain, sem sækist eftir
að verða forsetaefni repúblikana
í forsetakosningunum árið 2008,
lét orðin falla í ræðu sem hann
hélt í Suður-Karólínu á mánudags-
kvöldið. Við sama tækifæri sagði
hann bandarísk stjórnvöld hafa
klúðrað stríðsrekstrinum í írak.
Ummæli þingmannsins koma
talsvert á óvart, en fram til þessa
hefur hann verið einn fárra
framámanna innan Repúblikana-
flokksins sem ekki hafa reynt að
firra sig ábyrgð á stríðinu í írak.
Ertu orkulaus?
- kíktu inn á metasys.is
metasys.is
Bæjarstjórn Sandgerðis hafnar háspennulínum að Helguvík
Keflavíkurflugvöllur Allur vöUurinn er
á landi Sandgerðis. Bærinn vill engar
háspennulinur i gegnum landið sitt.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Bæjarstjórn Sandgerðis hafnar
óskum Landsnets um að lagðar
verði háspennulínur í gegnum land
bæjarfélagsins vegna álvers í Helgu-
vik. Bæjarstjórnin sættir sig ekki
við þau umhverfisspjöll sem slík
lína veldur auk þess sem hún setji
hömlur á framtíðaruppbyggingu
bæjarfélagsins.
„Fyrir Sandgerðisbæ er Keflavík-
urflugvöllur álver bæjarfélagsins
í þeim skilningi að flugvöllurinn
er allur á landi þess. Eðlileg nýt-
ing bæjarfélagsins á svæðinu hefur
verið stopp í 50 ár þar sem flugvöll-
urinn var inni á varnarsvæðinu. Nú
er hins vegar tækifæri til að skapa
nýja möguleika fyrir vöxt samfélags-
ins og nægilegt rými fyrir þróun
flugtengdrar starfsemi í kringum
alþjóðaflugvöllinn,“ segir Sigurður
Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri
Sandgerðis.
Samkvæmt niðurstöðum úttektar
sem sveitarfélögin á Suðurnesjum,
það er Sandgerðisbær, Garður
og Reykjanesbær, létu gera til að
kanna hvað þyrfti að vera til staðar
til að Keflavíkurflugvölluryrði sam-
keppnisfær við aðra flugvelii er land-
rýmið tilvalið til að laða að alls kyns
fyrirtæki á svæðið.
„Það er á þeim forsendum sem
við höfnum þessum línum. Ef þær
yrðu lagðar á þessum stað myndu
þær eyðileggja þau byggingaráform
sem við höfum í huga. Umhverfis-
Keflavikurflug-
völlur er álver
Sandgerðis
Sigurður Valur Ásbjarn-
arson, bæjarstjóri
Sandgerðis
spjöllin eru annars vegar vegagerð
og svo möstrin sjálf,“ tekur bæjar-
stjórinn fram. Hann telur að flestir
séu þeirrar skoðunar að stefna eigi
að því að leggja línurnar i jörð eða
sjó þar sem það sé hægt.
Bæjarstjórn Sandgerðis gerir
engar athugasemdir við hugmyndir
Reykjanesbæjar og Garðs um upp-
byggingu sinna iðnaðarsvæða,
til dæmis hugmyndir um fram-
kvæmdir í Helguvík.
NYJAR VELAR
OLYMPUS Mju-770SW
7.1 Milljón pixlar
Vatnsheld niður á 10 metra dýpi
Þolir fall úr 1.5 metra hæð
Frostþolin (—10°C)
Þolir 100 kg. þrýsting
3x aðdráttur í linsu
Verð: 38.900 kr
OLYMPUS FE-240
7.1 Milljón pixlar
5 x aðdráttur I linsu
Einföld stýring
Verð: 24.900 kr
í'SsnWat"^,
BEIWUH
TILAÐVERSIA
ORMSSON
ORMSSON ORMSSON ORMSSON ORMSSON ORMSSON ORMSSON
ÁRVIRKINN-SELFOSSI ÞRISTUR-ÍSAFIRDI VÍK-NFSKAUPSTAÐ VÍK-REYOARFIRÐI VÍK-E6ILSSTÖÐUM HÚSAVÍK
SÍMI 480 1160 SIMI 456 4751 SÍMI477 1900 SlMI 474 1477 SÍMI 471 2038 SÍMI 464 1515
ORMSSON ORMSSON
SlÐUMÚLA 9 SMÁRALIND
SÍMI 530 2800 SÍMI 530 2900
ORMSSON
RADIONAUST-AKUREYRI
SÍMI 461 5000
ORMSSON ORMSSON
KEFLAVÍK MODEL-AKRANESI
SlMI 421 1535 SÍMI 431 3333
Fiskvinnsla Brims:
Verður ekki
lögð niður
Orðrómur hefur verið á
kreiki um að matvinnslufyrir-
tækið Kjarnafæði hyggist kaupa
vinnsluhús Brims á Akureyri
undir starfsemi sína. Það myndi
þýða að fiskvinnsla legðist af á
Akureyri þar sem vinnsla Brims
hefur verið kallað síðasta vígið.
„Þetta eru fréttir sem ég hef
ekki heyrt áður. Ég get stað-
fest að við erum ekki að selja
vinnsluhúsið og erum ekki að
fara að hætta vinnslu á Akur-
eyri,“ segir Guðmundur Krist-
jánsson, forstjóri Brims hf.
Konráð Alfreðsson, formað-
ur Sjómannafélags Eyjaíjarðar,
kannast við sögusagnirnar. „Ég
hef heyrt af því að þetta stæði
til. Ef rétt reynist, þá er það mjög
slæm staða,“ segir Konráð.
Gunnlaugur Eiðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Kjarna-
fæðis, segir ekkert til í þessum
sögusögnum. „Ég kem alveg
af fjöllum og hef ekki heyrt
þetta,“ segir Gunnlaugur.