blaðið - 21.02.2007, Síða 14

blaðið - 21.02.2007, Síða 14
HEYRST HEFUR Tónlistartuðrusparkari syngur í Gettu betur Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Gréta Mjöll Samúelsdóttir sló í gegn siðasta sumar með laginu Ó María ásamt systur sinni Hólmfríði. Hún er einnig meðal fremstu knatt- spyrnukvenna landsins og hefur gert garðinn frægan með Breiða- bliki. Blaðið tók létt spjall við stúlk- una og komst að því að það er nóg framundan hjá þessum söngelska sóknarmanni. „Þessa stundina er ég að reyna að ákveða lag til að syngja fyrir Menntaskólann í Kópavogi í Gettu betur-keppninni á föstudaginn. Síðan er MK með sína söngvakeppni 1. mars þar sem ég mun líka taka lagið. Einnig hef ég verið að syngja við ýmis önnur tækifæri þannig að maður heldur sér alltaf við.“ Og Gréta hyggst einnig leggja land undirfót. „Já, eftir að ég klára MK núna í vor þá fer ég að öllum líkindum vestur um haf til Bandaríkjanna í nám á fótboltastyrk, sem eru sann- arlega forréttindi. Ég hef fengið boð frá Harvard, Georgetown og Florida State, sem hefur á að skipa einu besta kvennaliðinu. Einnig er Stanford University inni í mynd- inni, sem er einnig mjög góður skóli. Öll aðstaða er hreint út sagt frábær þarna úti enda allir innviðir rausnarlega styrktir. En það er í raun sama hvaða skóli verður fyrir valinu, maður þarf alltaf að leggja mikið á sig til að komast í liðið og það sama gildir um mig. Enda „Ég hef fengið boð frá Harvard, Georgetown og Florída State, sem hefur á að skipa einu besta kvennaliðinu." gerir það mann bara að betri knatt- spyrnumanni fyrir vikið. Hvað námið sjálft varðar þá er það nú ekki alveg ákveðið. Þessa stundina er ég reyndar hrifin af heilbrigðis- verkfræði. Ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir og allt tengt líffræði virðist heilla mig. Annars kemur það bara í ljós.“ Gréta er einnig söngkona af Guðs náð. Mun tónlistin víkja fyrir tuðrusparki? „Nei, í raun ekki. Ég hef nú aldrei lært neitt tengt tónlist en það væri gaman að geta sinnt henni með. Samt legg ég áherslu á menntunina því það tel ég vera nauðsynlegan grunn og undirstöðu í lífinu. Maður vill ekki lenda í því að fara of ungur í atvinnu- mennsku og missa af menntun í stað- inn, því meiðsli og aðrir duttlungar geta alltaf sett strik í reikninginn. Annars er ég ekkert að fara að velja milli fótboltans og söngsins, ekki strax að minnsta kosti, því það ætti nú að vera hægt að gera hvort tveggja hérna heima, held ég.“ En skyldi hún ekkert vera hangin við að breyta um umhverfi? „Jú, það er nú alltaf smá hnútur í maganum. Foreldrar, vinir og kær- asti verða auðvitað eftir en það hefur ávallt verið stefnan hjá mér að gera þetta og kærastinn er mjög skilnings- ríkur varðandi það. Við höfum verið lengi saman en eigum bæði okkar drauma og viljum auðvitað eltast við þá á meðan við getum. Og ef sam- bandið þolir þetta ekki þá hefur það verið byggt á sandi. Annars á hann ættingja þarna fyrir vestan og alveg inni í myndinni að hann heimsæki mig í leiðinni!" ■ ■■ LðW.aa „Þetta gæti leitt til þess, að einmana „stjörnur“ gætu farið að leita hingað eftir „hjálp“. En þetta ástarævintýri svokaiiaða gæti orðið spennandi úr fjariægð. En gott að vita að jafnvel frægir kvennabósar hafa þróað með sér góðan smekk á konum!" Snorri Bergsson hvala.blog.is ...Jude Law „Ekki ætla ég að hætta mér útá þann hála ís að sáigreina íslensku þjóðina. En hvernig í ósköpunum stendurá þvíað að í hvert sinn sem einhver erlend stórstjarna á rómans með íslendingi þá finnur sumt fólk til þjóðarstolts? Þessa stundina er hluti landsmanna í einhverju þjóðremburússi afþvíað einhver útlendur leikari deitaði íslenska leik- konu um helgina. Afrek handbolta- landsliðsins, Eiðs Smára og Bjarkar Guðmundsdóttur eru hálfhæl- lærisleg í samanburði við þennan glæsta atburð í sögu þjóðarinnar ef marka má kaffistofuspjall og sumar bloggsíður. Gottefsú krafa er ekki uppi að Ólafur Ragnar pússi upp medalíu handa þessum Jude Law sem ber hróður íslenskrar þjóðar um heimsbyggðina. Eða jú annars, ég treysti mér vel til að sálgreina þessa þjóð. Hún er ___Guðmundsson sigmarg.blog.is BLOGGARINN... Leiðrétting 1 Blaðinu á laugardaginn var klausa um Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra í dálknum „Heyrst hefur”. Var sagt að Björn hefði spilað klass- íska tónlist of hátt inni á Landspítal- anum. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á mistökunum. MIKIÐ var drukkið og djammað hjá fjölmiðlafólki um síðustu helgi í tilefni afhendingar Blaða- mannaverðlaunanna. Hittist fríður og föngulegur hópur stéttarinnar á Rex og skemmti sér langt fram á nótt. Því miður reynist ekki unnt að telja upp öll þau þekktu nöfn sem þar voru saman komin þó svo að sá er þetta ritar hafi verið þar einnig. Því líkt og flensan, virð- ist ákveðið minnisleysi vera að »ganga“... My name is „Fréttablaðið erþrjá daga í röð búið að skrifa fréttir um ferðalag einhvers hr. Law hérá landi. Nú veit ég ekki hver þessi maður er, en býst fastlega við að hann sé sonur knattspyrnu- kappans Denis Law - sem er ísjálfu sér merkilegt. Allar fréttir Fréttablaðs- ins eru eins upp byggðar: Hr. Law fór út að borða, t'bíó og ÍBIáa lónið. Öll- um greinunum lýkur svo á því að það sé sérstak/ega frábært fyrir hr. Law að vera túristi á Islandi, þvíhérá landi séu fjölmiðlar svo smekklegir og fágaðirað eltast ekki við fræga útlend- inga. Þessum fréttum fylgja svo Ijósmyndir afhr. Law á hinum og þessum stöð- um. Annað hvort eru blaðamenn Frétta- blaðsins hrikalega kaldhæðnir-eða ■ gjörsamlega lausir B við að skilja ironiu... “ i lámtiíim Stefán Pálsson kaninka.net/stefan UPPI er orðrómur um að Banda- ríkjamenn muni brátt gera inn- rás í íran. Þó skiptar skoðanir virðist vera um réttmæti for- sendnanna væri forvitnilegt að heyra hvaða afstöðu ríkisstjórn íslands tæki til slíks stríðsbrölts, þar sem Íraksstríðið fór fyrir brjóstið á mörgum. Ætli það verði vösk sveit Islendinga sem muni uppgötva hinar meintu kjarnavopnaverksmiðjur líkt og „gereyðingarvopnin" forðum daga...? FJÖLMIÐLAFÁRINU í kringum Silvíu Nótt er stjórnað af hæfum markaðsmönnum bak við tjöldin. Það gefur augaleið. En skyldi Halla Vilhjálms njóta sömu aðstoðar? Það er vissulega aðdáunarvert hvernig henni tókst að vekja athygli á sér í Bret- landi með því að drekka einn kaffibolla með kvennabósanum Jude Law heima á Fróni. The Sun birtir nú myndaþátt um kojuhoppandi kvenkostinn, ein- sog þeir kalla hana og gárungar nefna hana sem næstu Bond- gellu. Merkilegt hverju einn kaffi- bolli fær áorkað - /" Songfugl Greta hefur nog að gera í söngnum og fótboltanum BlaOið/Eyþór MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 2007 folk@bladid.net HVAÐ Var það afsláttur á osti fii^nst sem mýsnar sóttu í? "E-„Rannsókn hefur leitt í Ijós að um rúllandi kartöflur var að IJ C ræða en af því tilefni munum við hætta að selja kartöflur og selja eingöngu kartöflumús." blaðiö Jóhannes Jónsson verslunarmaður Sýnt var frá verðkönnun íslands í dag í Bónus í fyrrakvöld og á myndbandinu virðast tvær litlar mýs skjóta sér undir hillur í versl- uninni. Á meðal sérfræðinga eru uppi kenningar/getgátur um að um rúllandi kartöflur sé að ræða. www.europcar.is Upplifðu :/■ ' x Kynntu þértilboö okkar á bílaleigubílum i 1. -Js < T \f \ Pantaðu bílinn hjá Europcar áðuren þú legguraf stað Við erum í 170 löndum. Upplýsingar og bókanir i síma: 565 3800 r europcar@europcar.is Europcar ÞÚ LEIGIR MEIRA EN BARA BÍL. Su doku 7 3 8 9 6 4 4 5 2 3 8 6 8 1 5 1 3 7 7 9 1 3 6 2 4 2 5 8 9 5 6 4 9 2 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþp eru gefnar. HERNIAN eftir Jim Unger Áttu einhvern fallegan gjafapappír? 4-26 © LoughingStock intornal»onal lnc./öist. by Unitcd Voda, 2004

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.