blaðið - 23.03.2007, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007
biaöiö
VEÐRIÐ í DAG
Kólnar
Suövestan 8 til 15 með skúrum eða
éljum um landið vestanvert, rigningu
suðaustanlands, en þurrt á Norðaust-
urlandi. Kólnar heldur.
ÁMORGUN
Milt
Suðaustan 13 til 18 m/sog
rigning eða súld sunnan- og
vestanlands, en talsvert hæg-
ari og úrkomulítið norðaustan-
tii fram eftir degi. Fremur milt.
VÍÐAUMHEIM |
Algarve 14
Amsterdam 9
Barcelona 16
Berlín 3
Chlcago 17
Dublin 11
Frankfurt 3
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
11 New York
6 Orlando
5 Osló
s Palma
7 París
11 Stokkhólmur
2 Þórshöfn
7
17
9
20
8
2
8
Á FÖRNUM VEGI
Hefur þú farið á
skíði í vetur?
Hrund Sigfúsdóttir, nemi
Já, ég æfi skíði.
Rakel María Sigfúsdóttir, nemi
Já, frekar oft.
Sólveig Vilhjálmsdóttir,
verslunarstjóri
Nei.
Björgvin Gunnarsson,
næturvörður
Nei, ég kann ekki á skíði.
Grétar Örn Ásgeirsson,
sölumaður
Nei, ég hef ekki enn farið á skíði.
Nefnd um fjárreiður stjórnmálaflokka:
Ottuðust áhrif
hagsmunahópa
■ Framtíðarlandið gefur ekki upp styrktaraðila
■ Lög um upplýsingaskyldu ná ekki yfir hagsmunasamtök
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
1 nefnd um fjárreiður stjórnmála-
flokka var óttast að ef farið væri að
gera stjórnmálaflokka upplýsinga-
skylda um fjárframlög myndu fjár-
sterkir aðilar, sem vildu hafa áhrif á
gang mála í stjórnmálum, fara með
sína peninga og áhrif út fyrir stjórn-
málaflokkana. Þeir myndu setja þá
í einhverja hagsmunahópa eða sam-
tök sem síðan blönduðu sér í kosn-
ingabaráttu. Þetta segir Margrét S.
Björnsdóttir, þjóðfélagsfræðingur
og fulltrúi Samfylkingarinnar í
nefndinni.
„Hagsmunahópar hvers konar
blanda sér undir mismunandi yfir-
skini í vaxandi mæli í kosningabar-
áttu,“ segir Margrét. „Þau miklu
völd sem stjórnmálaflokkar og
frambjóðendur hafa eru rökin fyrir
upplýsingaskyldu þeirra um fjár-
framlög og sú hætta að fjársterkir
aðilar kaupi sér áhrif framhjá
þeim. Mér finnst nauðsynlegt
að ræða hvort rökin fyrir gagn-
sæi og opnu bókhaldi eigi
ekki að sama leyti einnig
við um hagsmunahópana."
Gætu komið upp
vandamál varðandi
fjárframlög
Gunnar Helgi Kristins-
son, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla
íslands, segir að það
sé sérstök ástæða fyrir
lögum um fjármál
stjórnmálaflokka. Þeir
hafi vel skilgreind völd
til að taka ákvarðanir sem
varða marga.
„Hagsmunasamtökeruyfirleitt
ekki í þannig aðstöðu og þess
vegna gilda ekki sömu reglur
um þau. Nú gætu auðvitað skapast
þau skilyrði að stjórnmálaflokkar
væru með hagsmunasamtök í vas-
anum eða hagsmunasamtök væru
á einhvern hátt á vegum einhverra
stjórnmálaflokka. Þá gæti komið
upp það vandamál að það mætti í
raun og veru líta á einhver framlög
til tiltekinna hagsmunasamtaka
sem leynileg framlög til stjórnmála-
flokks. Ef það kæmi upp væri full
ástæða til að bregast alvarlega við
því og velta fyrir sér leiðum til að
taka á því.“
Verður að gefa upplýsingar
um framlög fyrirtækja
Framtíðarlandið, félag áhuga-
fólks um framtíð fslands, neitar
að gefa upp styrktaraðila sína
og kostnað auglýsingaherferðar,
eins og fram kom í Blaðinu í gær.
„Meðan ekki liggja fyrir sérstakar
grunsemdir um að Framtíðarlandið
sé á snærum einhvers stjórnmála-
flokks er ekki sérstök ástæða til að
hafa áhyggjur af því að framlög til
Framtíðarlandsins séu ekki opinber.
Að minnsta kosti ekki þess
ko n a r
F057224?a
F05722
Flokkarnir gætu
verið með hags-
munasamtök i
vasanum
GunnarHelgi Kristins-
son, prófessor í stjórn-
málafræði við Hl.
áhyggjur sem liggja að baki lögum
um fjárreiður stjórnmálaflokka,“
segir Gunnar Helgi.
Nefnd um fjárreiður stjórnmála-
flokka skilaði af sér tillögum í des-
ember sem voru lögfestar fyrir ára-
mót. Samkvæmt þeim eru hámarks
fjárframlög 300 þúsund krónur.
Upplýsa þarf um öll framlög fyrir-
tækja, sama hver upphæð þeirra er.
Ekki þarf að gefa upplýsingar um
fjárframlög einstaklinga.
Hagsmunahópar
biandasérí
vaxandi mæli í
kosningabaráttu
Margrét S.
Björnsdóttir,
þjóöfélagsfræðingur.
Afganistan:
Fjörutíu tali-
banar drepnir
Hermenn á vegum Atlants-
hafsbandalagsins og afganska
stjórnarhersins drápu um fjöru-
tíu uppreisnarmenn talibana
í árásum í Helmand-héraði í
suðurhluta Afganistans í gær.
Talsmaður afgönsku lög-
reglunnar í héraðinu segir þá
hafa dáið í tveimur aðskildum
hernaðaraðgerðum.„Ellefu létust
í annarri árásinni en 27 í hinni.“
Búist er við að tala látinna muni
hækka þar sem sóknin gegn
uppreisnarmönnum talibana
stóð yfir langt fram effir degi.
Ofbeldisverkum fór fjölgandi
í Afganistan á síðasta ári og var
síðasta ár það mannskæðasta
frá upphafi innrásar Bandaríkja-
manna i Afganktan árið 2001.
Reykjavík:
Varnargarður
rofnaði
Sjóvarnargarður rofnaði við
Ánanaust vegna háflóðs og mik-
illar ölduhæðar á miðvikudags-
kvöld og aðfaranótt gærdagsins.
Sjór gekk víða á land með þara
og grjóti og unnu verktakar á
vegum ffamkvæmdasviðs borg-
arinnar að því að fylla skarðið
sem myndaðist með grjóti í gær.
Framkvæmdum lauk síðdegis
en kvöldflóðið náði hámarid
um níuleytið í gærkvöldi.
Styrking sjóvarna á svæðinu
er í undirbúningi og er stefnt
að því að framkvæmdir við
hækkun varnargarðsins um einn
metra muni hcfjast á þessu ári.
Landspítali-háskólasjúkrahús:
Erfitt að ráða í afleysingar
Mjög fáir þeirra rúmlega 80 hjúkr-
unarfræðinema sem útskrifast í
vor hafa ráðið sig til starfa á Land-
spítala-háskólasjúkrahúsi. Útskrift-
arnemarnir segja launin þar of lág.
Hjúkrunarforstjóri spítalans, Anna
Stefánsdóttir, er um þessar mundir
að reyna að ganga frá ráðningum
sumarafleysingafólks en hún er
ekki bjartsýn. „Ég get ekki verið
það því að þetta er þungt verkefni,“
segir hún.
Anna óttast að draga þurfi meira
úr starfseminni í sumar en í fyrra.
„Hér starfa um 1.200 hjúkrunar-
fræðingar og ljósmæður og 600
sjúkraliðar auk 200 til 300 aðstoðar-
manna. Það starfa um 4.000 manns
á Landspítala þannig að hjúkrunar-
fólk er stærsti flotinn og við þurfum
auðvitað að gefa öllu starfsfólkinu hjúkrunarfræðingar á Landspítal-
okkar sumarleyfi.“ anum. Hún kveðst ekki vilja tjá sig
Að sögn Önnu hefur verið auglýst að svo stöddu um hvað gert sé til að
eftir hjúkrunarfólki á Norðurlönd- laða íslenska útskriftarnema í hjúkr-
unum en nú starfa um 60 erlendir unarfræði að spítalanum.