blaðið - 23.03.2007, Page 4

blaðið - 23.03.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 blaðið INNLENT HÆSTIRÉTTUR lceland Express greiðir bætur Hæstiréttur dæmdi í gær flugfélagið lceland Express til að greiða auglýsingastofunni Himinn og haf rúmlega 8,5 milljónir króna vegna vangold- inna greiðslna fyrir vinnu auglýsingastofunnar í þágu flugfélagsins árið 2005. HÆSTIRÉTTUR Sýknaði mann af ákæru um innbrot Hæstiréttur sýknaði karlmann af ákæru fyrir að hafa brotist inn í Skíðaskálann í Hveradölum í félagi við konu og stolið verðmæti. Héraðsdómur dæmdi manninn í eins mánaðar fangelsi og sneri Hæstiréttur því dómnum. Maður- inn neitaði sakargiftum og barvið minnisleysi. Enska úrvalsdeildin og Formúla 1 á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 og ensku úrvalsdeildinni næstu þrjú árin. Formúla 1 byrjar á Sýn í janúar 2008 og verða keppnir og tímatökur sýndar í opinni dagskrá. 365 ætlar að læsa útsendingum Sirkuss frá og með næsta mánudegi. Sundabraut: Aðalfundur Samtaka verslunar og þjónustu: Fundað með ráðherrum „Það er búið að bíða lengi eftir Sundabraut og það þarf aðila sem kveðst tilbúinn að gera þetta allt til að málið komist á rekspöl,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna. Björn Ingi mun í dag fimda með Geir Haarde forsaetisráðherra og Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra um þann vilja Faxaflóahafna að ljúka byggingu Sundabrautar i einum áfanga. Björn segir koma til greina að stofna félag í eigu Faxaflóahafna um verkefnið. Fordæmi séu fyrir slíku. Ár í fangelsi: Sló með kylfu í höfuð og fót Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni sem dæmdur var í tólf mánaða fangelsisvist fyrir h'kamsárás á heimili fórnarlambs síns. Hinn dæmdi réðst inn á heimili mannsins á haustmánuðum 2005, sló hann að minnsta kosti tvisvar í höfuðið og tvisvar í fót með stálkylfu og beit hann að auki í löngutöng hægri handar. Dómnum þótti eins árs fang- elsisvist hæfileg refsing, þar sem maðurinn hafði einnig rofið skilorð eldri dóms sem kvað á um þriggja mánaða fangelsi. Kosningabaráttan hafin ■ Breytingar í landbúnaöi ■ Andstaða viö smásölu léttvíns og bjórs ■ Fleiri og lengri jarögöng Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill að næstu skref til lækkunar mat- vælaverðs á Islandi verði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðar- vörum. Þingflokkur hennar var jafn- framt eini þingflokkurinn sem mun leggja áherslu á að þau skref verði tekin á næsta ári. Formenn þingflokk- anna komu saman í gær þar sem þeir sátu fyrir svörum á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu um hagsmunamál tengd iðnaðinum. Bar aðalfundurinn yfirskriftina „SVÞ og stjórnmálaflokkarnir - Eigum við samleið?" Sagði Brynjólfur Bjarna- son, varaformaður stjórnar SVÞ, að félagið vildi tryggja góða og málefna- lega umræðu fyrir kosningar. Innflutningstollar lækki Samfylkingin vill lækka innflutn- ingstolla um helming strax á næsta ári og fella þá niður í áföngum í sam- ráði við bændur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, sagði á fundinum að þau telji að það sé tímabært að taka landbún- aðarkerfið almennt til endurskoð- unar og að stjórnvöld hefðu misst af góðum tækifærum til þess. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, sagði að það væri erfitt að ná nákvæmlega sama verð- lagi og tiðkast í mörgum löndum meðal annars vegna flutnings- og geymslukostnaðar á íslandi. Hann sagði að það væri full ástæða til þess að gera sér grein fyrir því að breyt- ingar verði á næstu misserum sem tækju gildi yfir nokkur ára tímabil. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Aðalfundur Samtaka versl unar og þjónustu í gær Formenn þingflokkanna svöruðu spurningum um hagsmunamál verslunar og þjónustu. BMiS/Frikki að slíkar breytingar gætu ekki orðið næsta skref. Sagði hann, eins og Jón, að brey tingar væru framundan í land- búnaði en gætu ekki gerst á einu ári. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fyrrverandi land- búnaðarráðherra, sagði að beinn framleiðslutengdur styrkur þyrfti að víkja. Sjálfstæðisflokkurinn vill vín í verslanir Smásala á léttvíni og bjór í al- mennum verslunum var ein af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir formennina. Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem er fylgjandi því en Samfylkingin gaf ekki upp afstöðu þar sem skiptar skoðanir eru um málið innan flokksins. Geir sagði að aðgengi að áfengi væri nú þegar mjög mikið og sagði breytt sölufyr- irkomulag vera hluta af því að færa ísland í nútímann. Stuðningur við útvistun opin- berrar þjónustu og frekari flutning verkefna frá ríkinu til einkaaðila er meðal Framsóknarflokks, Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar. Frjálslyndi flokkurinn vill ræða útvistunina á víðari grundvelli en styður flutn- ing verkefna. Hjá Vinstri grænum er ekki stuðningur við þetta, meðal annars þar sem þetta hefur ekki verið rætt mikið og er ekki á stefnu- skrá flokksins. Afstaða Framsóknar- flokks er sú að aukin útvistun opin- berrar þjónustu sé sjálfsögð að því gefnu að kostnaður verði ekki meiri og aðgengi að þjónustunni skerðist ekki. Afstaða Frjálslynda flokksins er sú að það sé margt í ríkiskerfinu sem þurfi að athuga og endurmeta. Finnst þeim meðal annars afar sér- stakt að Landhelgisgæslan þurfi að leita til Færeyja eftir olíu vegna virðisaukaskattsins. Félag dúldagninga- og veggfóörarameistara LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóörun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is (öF ORYQGISGIRÐINGAR Ír\ Bjóðum heildarlausnir í girðingum, hliðum og öðrum öryggisþáttum ásamt uppsetningu. Suðurhraun 2a Símar: 544 4222 og 893 5489 Fax: 544 4221 • girding@girding.is www.girding.is Fréttamannafundur 1 Bagdad: Sprengja sprakk nærri Ki-Moon Gera þurfti nokkurra mínútna hlé á sjónvarpsútsendingu frá frétta- mannafundi Ban Ki-Moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra íraks, eftir að sprengja sprakk um fimmtíu metra frá byggingunni sem hýsti fundinn á græna svæð- inu í Bagdad, höfuðborg íraks. Ban skýldi sér á bak við ræðupúltið eftir að mikill hvellur skók bygginguna þannig að bitar úr lofti salarins féllu niður á gólf. Framkvæmdastjóranum var greinilega brugðið við sprenging- una. Hann var þó tiltölulega fljótur að ná stillingu og svaraði einni spurningu fréttamanns til viðbótar, áður en fundinum var slitið. Engan sakaði afvöldum sprengjunnar, sem var skotið inn á græna svæðið með sprengjuvörpu. Sprengingin skildi eftir sig rúmlega eins metra djúpa holu í jörðinni. Ban kom í óvænta heimsókn til Bagdad i gær, en hún var sú fyrsta frá því að hann tók við embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun. Heimsóknin hafði ekki verið auglýst. íslendingur í Brasilíu: Dæmdur í 3 ára fangelsi Hlynur Smári Sigurðarson, sem handtekinn var í Brasilíu í júní í fyrra með það sem talið var 2 kíló af kókaíni, var í vikunni dæmdur i 3 ára fang- elsi. Hlynur situr í fangelsi í borginni Porto Seguro þar sem hann hefur óttast um líf sitt. Ekki verður óskað eftir því að Hlynur afpláni refsinguna hér á landi. Hlynur og verjandi hans telja líkur á að aðeins þurfi að afþlána þriðjung dómsins . og þar sem Hlynur hafi brátt setið í fangelsi í ár geti vistinni lokið í vor, samkvæmt þeim upplýsingum sem utanríkis- ráðuneytið hefur fengið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.