blaðið - 23.03.2007, Síða 16

blaðið - 23.03.2007, Síða 16
7 16 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 folk@bladid.net HEYRST HEFUR ♦ HVAÐ Var Sinfóníusamningurinn kynntur með lúðraþyt? wr ■ . Ix. • „Ekki bókstaflega nei, en vissulega í huga manns" Alexandra Chernyshova: blaóiö Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar Akureyrarbær gerði nýjan samstarfssamning við Sinfóníuhljóm- sveit Norðuriands í gær. Er hann til þriggja ára og hækka framlög um 10,5 milljónir á samningstímanum. BLOGGARINN. ÍSLANDSHREYFINGIN kynnti framboð sitt til alþingiskosn- inga í gær. Eftirtekt vekur að Ómar Ragnarsson er orðinn að formanni stjórnmálaflokks en Margrét Sverrisdóttir vikur fyrir karlmanni að nýju og tekur' að sér varaformannssæti. Þá er ekki úr vegi að spyrja hverjir kusu þau í þessi emb- ætti flokksins sem kennir sig við lýð- ræði...? KÆRUMÁL eru Kristjáni Hreins- syni kær að því er virðist. Hann kærði lag Silvíu Naetur í fyrra eftir að það birtist á öldum alnetsins og íhugar nú kæru gegn Sveini Rúnari Sigurðssyni, höfundi Euro- vision-lagsins í ár, vegna meints skaða sem hann hlýtur vegna glataðs höfundarréttar. Eins og allir vita var skipt um hest í miðri á og nýr höfundur fenginn til þess að gera enskan texta viðlagið sem Eiríkur Hauksson flytur. Gaman verður að fylgjast með næstu Euro- vision-keppni og sjá hvort Kristján kærir einhvern þá...? GLÖGGIR hlustendur fréttatíma Bylgjunnar klukkan níu í gær- morgun tóku kannski eftir því að Gissuri Sigurðssyni fréttamanni virtist ansi mikið niðri fyrir og jafnvel á barmi hjartaáfalls þegar hann sagði fréttirnar, enda móður með afbrigðum. Það skal þó upplýst hér að Gissur gleymdi sér í spjalli í kjallara höfuðstöðva 365 í Skaptahlíðinni og hljóp á áður óþekktum hraða upp tvær hæðir til þess að flytja fréttirnar. Hann gaf sér þó ekki tíma til þess að kasta mæðinni með fyrrnefndum afleiðingum. Gissur var því, í þetta sinn, ekki al- veg fyrstur með frétt- irnar... Söngdívan frá Kænugarði Eftir Trausta Saivar Kristjánsson traustis@bladid.net Hún er forkunnarfögur, hún er úkra- ínsk og hún er óperusöngkona. Hin 27 ára Alexandra Chernyshova er bú- sett á Skagaströnd ásamt íslenskum manni sínum, syni og stjúpsyni. Hún kennir þar söng og er um þessar mundir að koma upp óperunni La Traviata eftir Verdi, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Blaðið forvitnaðist um þennan slav- neska söngfugl. „Ég er fædd í Kiev, höfuðborg Úkra- ínu. Ég er með BA-gráðu í ensku, spænsku og heimsbókmenntum. Þá var ég í söngnámi við tónlistaraka- demíuna í Odessa og píanónámi við tónlistarháskólann.“ Alexandra kynntist manni sínum á Spáni fyrir um það bil 4 árum. Hún var túlkur fyrir veik börn frá Chernobyl sem sóttu lækningu á Spáni en hann var í fríi. Hún segist kunna vel við ísland og íbúa þess. „Já, ekki spurning. Fyrst þegar ég kom til Skagastrandar brá mér svolítið því það var allt á kafi í snjó. Fyrir vikið sá ég ekki nærri því öll húsin sem voru snævi þakin og því hélt ég að bærinn væri mun minni en hann síðar reyndist! En staður- inn er afskaplega fallegur og fólkið er alveg yndislegt. Ég hef verið hérna í um þrjú og hálft ár og er farin að tala sæmilega íslensku þótt enn sé pláss fyrir framfarir. Ég vil bara þakka Skagstrendingum þolinmæð- ina og eljusemina við að þrauka með mér í íslenskunni en ekki breyta yfir í ensku, eins og mörgum fslend- ingum er tamt.“ Alexandra hefur gefið út geisla- disk sem kom út um jólin. Hún segist opin fyrir nýjungum og er óhrædd við að prófa aðrar tónlistar- stefnur, með einu skilyrði þó. „Ég get vel hugsað mér að syngja hipphopp, popp og þessháttar tón- list, svo framarlega sem ég fæ að nota mína eigin klassísku rödd. Slíkir hlutir hafa einmitt verið að þróast í mínu heimalandi. Klassíkin átti undir högg að sækja, líkt og í mörgum öðrum löndum og þá tóku óperusöngvarar sig til og fóru meira út í almenna tónlist með fádæma vinsældum. Fyrir vikið hefur áhug- inn á klassískri tónlist aukist mikið sem er mjög jákvætt að mér finnst." Tónlistarumhverfið er öðruvísi á fslandi en í Úkraínu segir Alex- „Ég vil bara þakka Skag- strendingum þolinmæö- ina og eljusemina viö að þrauka með mér í íslensk- unni en ekki breyta yfir í ensku, eins og mörgum íslendingum er tamt“ andra. Hún vinnur nú að metnaðar- fullu verkefni, því fyrsta sinnar teg- undar á Skagaströnd. „Já, þetta er aðeins öðruvísi. Hér er annar hver maður söngvari og hér eru allir í kór! En það kemur sér líka vel því við erum að reyna að styrkja tónlistarlífið enn frekar með uppsetningu á óperu í tengslum við sæluvikuna. Hérna er mikil söng- hefð og vonumst við til að þetta verði árlegur viðburður hjá Óperu Skagafjarðar. Verkið er La Traviata eftir Verdi og leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir og hljómsveitar- stjóri er Guðmundur Óli Gunnars- son. Þetta er ofsalega gaman og ég vona að sem flestir sjái sér fært að upplifa þennan viðburð, því yfir 70 manns koma að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti.“ Skammarleg réttlæting samráðsforstjóra „Réttlæting Kristins ÍKastljósinu á eigin gjörðum, í samráðsmáli olíufé- lagana er til skammar! Þá ætti Krist- inn ekki síður að skammast sín fyrir aö ásaka aðra um slíkt hið sama. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað! Þessi tiiraun til hvítþvotts virkar ekkii" Egill Rúnar Sigurðsson egillrunar.blog.is Leirburður oliufursta „Rakst á yfirlýsingu Finns Árnasonar, forstjóra Haga, þar sem hann vitnar beint íKristin Björnsson úr Kastljós- þætti. Ég las eftirfarandi tilvitnun í Kristin þrisvar sinnum en næ ekki meiningunni. Er þetta ekki met? Ég er, sko ég hugsa að menn hafi áttað sig á þvísko þegar uþp var staðið hvort að menn gerðu sérgrein fyrir því vegna þess að það að einhver sko, einhver viðskipti komust á milli stórs félags eins og olíufélags og einhvers annars stórs aðita er ekki eitthvað sem gerist á einum degi. Sko, þetta ermikill undirbúningur, þetta eru miklar fjárhæðir og háar og þetta eru svona hlutirsem eru kannski lengi íbígerð. Ég tala nú ekki um ef þú ert að ná þér í einhvern nýjan kúnna og eitthvað þann- ig að gerast. “ Kjartan Valgarðsson ________kjarval.blog.is Ótrúverðugur bensínbarón „Sá þessa frétt með svörum Kristins Björnssonar og verð að segja eins og er að ef eitthvað er lýsandi dæmi um siðblindu, þá þarf ekki annað en horfa á mynd afKristni Björnssyni, fyrrverandi otíusamráðsbarón. Hafi hann haldið að hann fengi samúð einhvers með því að mæta í Kastljós- ið, þá drullaði hann langt upp á bak þvi'ég held að flestir sem sáu þetta viðtai hafi sannfærst enn meira um hvern mann Kristinn hef- ur að geyma. Ég mun aldrei trúa orði sem kem- ur frá þessum manni." Hrafnkell Danielsson keli.blog.is www.europcar.is Kynntu þértilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu bílinn hjá Europcar áður en þú leggur af stað Við erum í 170 löndum. Upplýsíngar og bókanir í síma: 565 3800 europcar@europcar.is Su doku 4 5 8 9 1 6 3 8 1 6 7 8 5 3 2 4 2 4 9 3 7 5 8 5 3 1 5 7 4 3 2 8 1 4 Su Doku þrautin snýst um að raöa tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþp eru gefnar. 6-14___________________© LaughingStock Intornational Inc./dist. by Unitod Modia, 2004 Ég held ég fái djobbið, hringdu aftur í mig eftir fimm mínútur.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.