blaðið - 23.03.2007, Side 17

blaðið - 23.03.2007, Side 17
blaðið Baggalútur elskar Island Baggalútsmenn hafa gefið út nýtt lag sem nálgast má á vefsvæði þeirra. Lagið er afskaplega þjóðlegt og textinn háðskur og fyndinn að hætti þeirra félaga. Það ber nafnið „ísland, ég elska þig (Gullnir steyp- ast fossar)“ og er „innlegg Baggalúts í þær umræður sem skapast hafa um umhverfismál undanfarið", eins og segir á heimasíðu. „Það er þessi þverpólitíska um- hverfisumræða sem hefur verið að eiga sér stað undanfarið sem er inn- blásturinn að laginu," sagði Karl Sig- urðsson, meðlimur Baggalúts „Textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason og lagið sömdu þeir þrír saman, Bragi, Guðmundur Krist- inn Jónsson (Hjálmur og Bagga- lútur) og Mikael Svensson, hinn sænski, en hann er hljómborðsleik- ari Hjálma og Baggalúts. Þá nutum við aðstoðar nokkurra gamalla Fóstbræðra sem hættir eru í karla- kórnum en hafa þó enn þessar fínu ættjarðarraddir sem var einmitt það sem lagið þurfti. Þeir voru alveg eldhressir og skemmtilegir. Sjálfur fékk ég að syngja með þeim í kórnum en við tókum þetta bara upp í fyrrakvöld og lagið því með ferskasta móti.“ Er lagið forsmekkur að einhverju sem koma skal? „Nei, það er nú ekki hugsað sem slíkt. Það greip okkur eitthvert um- hverfisæði og við ákváðum að henda þessu fram á sjónarsviðið. En það eru hugmyndir í gangi um að gera eitthvað á árinu, hvort það verður plata eða eitthvað annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi málsins.“ Ætla Baggalútsmenn að bjóða fram til alþingiskosninga? „Það hefur ekki verið rætt og aldrei komið til greina. Við erum svo þverpólitískir í þessu samstarfi og svo margar mismunandi skoð- anir í gangi að það myndi aldrei nást nein samstaða held ég, nema hvað við erum jú allir umhverfissinnar!" sagði Karl að lokum. TAKIÐMIÐA i|lg|Sí;í 2. apríl 2007 Fyrstur bókar, fyrstur fær Breyttar reglur um bókun orlofshúsa VR Orlofshús VR Mánudagsmorguninn 2. apríl kl. 8:30 hefjast bókanir á orlofshúsum og tjaldvögnum VR fyrir sumarið 2007. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leigufyrirkomulagi orlofshúsa, nú þarf ekki aðfylla út umsóknareyðublöð og engin bið er eftir úthlutun. Hver og einn getur bókað og gengið frá greiðslu fyrir orlofshús á www.vr.is, í síma 510 1700eða á skrifstofu okkar og gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Nánar á www.vr.is. Fyrstur bókar, fyrstur fær Breyttar reglur um bókun orlofshúsa VR VR KRINGLUNNI 7 ; 103 REYKJAVlK S. 510 1700 F. 510 1717 WWW.VR.IS Virðing Réttlæti VR 100% lán í 84 mánuði Hyundai Santa Fe Nýskr: 06/2004, 2700cc sjálfskiptur, ekinn 88.000 þ. 100% lán í 84 mánuði Land Rover Freelander Nýskr: 12/2004, 1800cc beinskiptur, ekinn 35.000 þ. bilolond.is 575 1230 100% lan i booi i allt aö 84 mánuði. Opio virka daga fra kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Úrval Jepplinga á einstöku tilboði frá 21. til 24. mars. Komdu núna í Bílaland B&L og gerðu frábær kaup! Bílaland B&L, Grjóthálsi 1-110 Reykjavík - 575 1230.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.