blaðið - 23.03.2007, Síða 26

blaðið - 23.03.2007, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 blaðiö Villandi skilaboð um mataræði og hollustu * * Mýtur um mataræði lífseigar Ymsar mýtur og rang- hugmyndir um hollt og óhollt mataræði eru furðu lífseigar og hefur næringar- og mat- vælafræðingum ekki tekist að kveða þær niður þrátt fyrir góðan vilja. Ólafur Sæmundsson hefur starfað sem nær- ingarfræðingur frá árinu 1989 og segir hann að margar af þeim mýtum sem uppi voru þegar hann hóf störf lifi enn góðu lífi í samfélaginu. „Frá mínum bæjardyrum séð tel ég skipta máli að vinna bug á þessum mýtum sem eru afskaplega lífseigar og jafnvel vara fólk við hlutum sem * geta verið skaðlegir heilsu einstak- linga,“ segir hann. Að sögn Ólafs er upplýsingaflæði til fólks um þessi mál oft svo villandi að ætla mætti að margt sem fólk er vant að leggja sér til munns sé því afar skaðlegt. „Þá getur það leitt til þess að fólk fái jafnvel nístandi samviskubit þegar það - er að borða mat sem því finnst góður á bragðið. Þegar samviskubitið nær fót- festu verður neyslan gjarnan hömlu- laus. Sem dæmi má nefna að oft hefur súkkulaði fengið þann stimpil á sig að vera stórhættuleg fæða, ekki síst fyrir fólk sem þarf að létta sig, og því margir ákveðið að fara í súkkulaðibindindi. Fólk springur síðan á bindindinu og þá nístir samviskubitið og í kjölfarið verður neyslan meiri en nokkru sinni,“ segir Ólafur en bendir um leið á að nú séu skilaboðin reyndar þveröfug og súkkulaði talið allra meina bót, ekki * síst efþað er mjög dökkt. Sykri líkt við fíkniefni „Fæða eins og súkkulaði, hvort heldur það er dökkt eða ljóst, er að sjálfsögðu holl og góð í hófi á meðan óhófsneysla góðgætisins er það ekki enda afurðin hitaeiningarík með afbrigðum og inniheldur koffínefni sem svo sannarlega geta leitt til óþæg- inda, eins og magakveisu. Það er mjög slæmt þegar því fræi er sáð í huga fólks að einhver matur sé stórvarhuga- verður. Súkkulaði er afurð sem inni- heldur umtalsvert af sykri og fitu. Það hefur farið nokkuð hátt í þjóðfélags- umræðunni að sykur sé skaðvaldur hinn mesti og jafnvel fikniefni á borð við heróín og kókaín. Ég held það segi sig sjálft að ef fólk fer að leggja trúnað á öfgaáróður eins og þann sem birtist í yfirlýsingum þeirra sem sjá óhollust- una hvert sem litið er þá geti það orðið svo þjakað af samviskubiti að afleið- ingin verður stjórnleysi," segir hann. Sem dæmi um mýtur sem oft heyr- ast nefnir Ólafur þá hugmynd að gervi- sætuefnið aspartame sé stórhættulegt og leiði jafnvel til blindu og heilablóð- falls. „Þetta er eitt mest rannsakaða aukefni allra aukefna sem notað er í fæðu og sem betur fer er ekkert sem bendir til að efnið sé skaðlegt heilsu manna. Önnur mýta felst í þeirri full- yrðingu að besta hveiti sem völ er á sé spelthveiti. Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir að spelthveiti sé hollt og gott hveiti er það hvorki betra né verra en margar aðrar hveititegundir og fólk með glútenóþol má alls ekki borða spelt gagnstætt því sem haldið hefur verið fram og það er einfaldlega vegna þess að spelthveiti er mjög glú- tenríkt hveiti. Spelthveitimýtan gerði fyrst vart við sig, að ég best veit, eftir útgáfu bókar sem nefnist „Að borða í anda síns blóðflokks“ og var gríðar- vinsæl hér á landi árið 2000,“ segir Ólafur. Við megrunarkúra að sakast „Við þurfum einhvern veginn að koma því sem ég vil kalla „skynsemd- arboðskap" á framfæri til einstaklinga og reyna að losa þá undan þessum boðum og bönnum sem maður heyrir alltof oft. En þess má geta að áróðursað- ferðir sem felast í boðum og bönnum er ekki runnar undan rifjum næring- arfræðinnar. Það eru önnur öfl þar að verki.“ Mýturnar koma úr ýmsum áttum að sögn Ólafs og sumar má rekja til megrunarkúra sem náð hafa vin- sældum í samfélaginu. „Svo ég nefni nokkrar mjög al- gengar mýtur þá er því oft haldið fram að bananinn sé fitandi, brauðið sé fitandi svo og kartöflurnar. Þessi „kolvetnisfóbíumýta" hefur fylgt nær- ingarfræðinni að minnsta kosti frá því að ég fór að vinna við hana. Upp- runa kolvetnisfóbíunnar má rekja til megrunarkúra sem felast í mikilli fitu- og prótínneyslu og lítilli neyslu kolvetna. Kúrar af þessum meiði eru til að mynda Atkins-kúrinn og South Beach-kúrinn. En þar er þvi haldið fram að helsta ástæða offitu sé neysla kolvetnaríkrar fæðu eins og konmetis, svo sem brauðs, ávaxta eins og ban- ana og grænmetis eins og kartaflna. Staðreyndin er hins vegar sú að fólk sem á við offitu að stríða hefur fyrst og fremst misst tök á þyngd sinni vegna ofneyslu á mat sem því finnst mjög góður á bragðið og sá matur sem okkur öllum, eða allflestum, finnst mjög góður á bragðið er oftar en ekki mjög orkuríkur matur. Hér má nefna til sögunnar fæðu eins og súkkulaði, kökur, tertur, franskar kartöflur, pitsur, djúpsteikta kjúklingabita, safa- ríkt lambalæri með gráðaostasósu, rjómaís með karamellusósu. Þetta eru dæmi um mat sem er mjög orku- £000 Skynsemdarboðskapur Við þurfum einhvem veginn að koma þvísem ég vill kalla „skynsemdar- boðskap" á framfæri til einstaklinga og reyna að losa þá undan þessum boðum og bönnum sem maður heyrir alltof oft, “ segir Ólafur Sæmundsson næringarfræöingur. MlTÍIlPiliW ríkur og því auðvelt að borða yfir sig af honum hitaeiningalega séð. Aftur á móti á fólk erfitt með að fitna af mat eins og kartöflum, brauði og ban- önum og þá einfaldlega vegna þess að hitaeiningagildi fæðunnar er lágt og þá er miðað út frá saðningargildi hennar.“ Einfalt að léttast Næringar- og matvælafræðingar hafa í gegnum tiðina verið óþreytandi við að vara fólk við megrunarkúrum og gjarnan bent á þeir skili ekki varan- legum árangri og geti jafnvel gert illt verra, sérstaklega ef fólk fer að eltast við hvern kúrinn á fætur öðrum. Þrátt fyrir þessi skilaboð virðist ekkert lát vera á kúrunum og stöðugt dúkka nýir upp. Ólafur segir að megrunar- kúrarnir skipti hundruðum ef ekki þúsundum og líklega verði fjölbreytt úrval megrunarkúra ávallt til staðar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hann telur að ástæðuna fyrir því sé að einhverju leyti að finna í örvæntingu fólks. „Margir hafa reynt svo að segja allt í megrunarskyni og gengið vel tímabundið en síðan misst tökin en eftir lifir samt draumurinn um kraftaverkakúrinn. Staðreyndin er hins vegar sú að kjarni þess að léttast er mjög einfaldur. Það að léttast felst einfaldlega í því að neyta færri hita- eininga en líkaminn brennir," segir Ól- afur og bendir á að eftir því sem meiri öfgar séu á mataræði fólks í megrun, þeim mun meiri líkur séu á því að það falli í sama neyslumynstrið fljótt aftur og jafnvel í enn öfgakenndara neyslumynstur en nokkru sinni. „Þess vegna hef ég alla tíð verið afskaplega á móti megrunarkúrum hvaða nafni sem þeir nefnast. Ég hef einfaldlega viljað að fólk læri að taka á þeim þáttum sem það virkilega þarf að taka á. Þeir þættir geta verið marg- víslegir eftir einstaklingum. Ákveðna þætti í mataræði eiga þó margir þeir sem þurfa að losa sig við aukakíló sameiginlega. Einn þeirra þátta felst i óreglulegu neyslumynstri. Fólk er þá oft að borða mjög lítið fyrripartinn og svo er borðað allt of mikið seinnipart dags. En öll könnumst við við það að þegar við erum orðin virkilega svöng þá veljum við auðvitað frekar orku- mikinn mat því að orkumikill matur hugnast einfaldlega bragðlaukunum betur en orkusnauður matur. Önnur algeng ástæða þess að margir hverjir missa tökin á þyngd sinni tengist ónógri hreyfingu og þar kemur margt inn í eins og til að mynda sú augljósa staðreynd að íslendingar vinna ekki eins mikla erfiðisvinnu nú og áður var,“ segir hann. Mataræði einstaklingsbundið Mataræði fólks hefur að ýmsu leyti breyst til hins betra á undanförnum árum og áratugum að mati Ólafs: „Ég vil nefna sem dæmi aukna vatnsneyslu, minni fituneyslu og aukningu á neyslu grænmetis og ávaxta, þó að svo sannar- lega mættum við bæta okkur verulega varðandi síðastnefndu þættina. Þá hefur fólk mun meiri möguleika á að velja á milli fæðutegunda en áður var og að sjálfsögðu er það af hinu góða. Aftur á móti mættum við gera betur á ýmsum sviðum og ég tel að öllum sé kunnugt um það að sykurneysla ákveðinna þjóðfélagshópa er meiri en góðu hófi gegnir og fiskneysla er sorg- lega lítil. Ég verð að geta þess að þegar fjallað er um „hollustu" finnst mér umræðan einskorðast allt of oft við mataræði og megrun. Við megum nefnilega ekki missa sjónar á því að orkuþörf manna er mjög misjöfn. Það mataræði sem hentar manni sem þarf að létta sig hentar ekki manni sem þarf að halda sinni „eðlilegu" þyngd og mataræði þess manns hentar ekki manni sem þarf að þyngja sig. Með öðrum orðum: Sú orka sem hentar einum þarf ekki endilega að henta öðrum. í framhaldi af þessum orðum mínum vil ég lýsa yfir ánægju minni með framtak þeirra ungu kvenna sem standa að Forma-samtökunum (samtök átröskunarsjúlinga) og munu fljótlega standa fyrir tónleikum til að vekja fólk til umhugsunar um hina skelfilegu átröskunarvá. En þær hafa verið óþreytandi að ganga fram fyrir skjöldu og vara við öfgakenndum „hollustuáróðri“,“ segir Ólafur. „Tíðni offitu hefur aukist mikið sem og fjöldi þeirra sem teljast of grannir. Að mínu mati er veigamikil ástæða þessarar óheillaþróunar sú að margir eiga mjög erfitt með að umgangast mat á eðlilegan máta og kemur þar að sjálfsögðu margt til.“ Detox-meðferðir vítaverðar Ólafur segir að megrunarárátta geti svo sannarlega ýtt undir átröskun og sjálfur gagnrýnir hann harðlega svo kallaðar detox-meðferðir sem hafa verið mikið í umræðunni að undan- förnu. Hann þekkir dæmi þess að slíkar meðferðir hafi verið kynntar fyrir framhaldsskólanemum sem hann telur mjög ámælisvert þar sem sá hópur sem sé viðkvæmastur fyrir slíkum áróðri séu unglingsstúlkur sem vilji hafa línurnar í lagi. Detox- meðferðir ganga meðal annars út á ein- hæft og hitaeiningasnautt mataræði (fyrst og fremst ávaxta- og grænmetis- safa) og ristilhreinsun með stólpípu. „Það segir sig sjálft að það getur ekki verið hollt að stinga einhverjum hlut inn í endaþarminn og upp í ristilinn og sprauta inn vökva eins og koffín- bíönduðu vatni. Því ekki aðeins getur notkun stólpípu haft neikvæð áhrif á jafnvægi vatns og salta heldur einnig skrapað og sært veggi ristilsins. Frá mínum bæjardyrum séð er það víta- vert athæfi að bjóða upp á meðferðir sem þessar og ég er ekki í vafa um að slíkar meðferðir ýti undir átröskun. Mér finnst sorglegt að svona lagað skuli látið viðgangast og maður spyr sig af hverju yfirvöld eða stofnanir eins og Lýðheilsustöð eða landlæknis- embættið geti ekki varað almenning á áberandi og upplýsandi máta við svona varhugaverðum meðferðar- . leiðum,“ segir Ölafur Sæmundsson að lokum. eimr.jonsson@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.