blaðið - 23.03.2007, Síða 33

blaðið - 23.03.2007, Síða 33
blaðiö OFMETIÐ Kosningaloforð Kjósendur, látiö nú ekki blekkjast af stjórn- málamönnum sem berjast um atkvæði ykkar með loforðum sem þeir munu aldrei koma tií með að efna. Horfið frekar í það sem þeir hafa gert áður. Monthanar og frekjudollur , Sumir komast alveg ótrúlega - langt í lífinu með því að vera montrassgöt og oftar en ekki fylgir líka frekjuskapur og leiðindi. i þekkjum öll eins og eitt mont- rassgat sem hefur vaðið yfir okkur. Látum þetta ekki gerast. Útvarpsmenn Með bandaríska stæla. Það þarf að benda sumum þeirra sem starfa í útvarpi á þaö, aö það er alveg óþarfi að vera alltaf alveg hrikalega yfir strikið hress að hætti bandarískra útvarps- manna. Þetta á sérstak- lega við um ákveðnar útvarpsstöðvar þar sem menn geta varla talað almennilega. VANMETIÐ Lítil afniæli Það er nú ekki oft sem það er hægt að gera sér glaðan dag af einhverju tilefni n ogþessvegnaer tilvalið að halda upp á litlu afmælin á milli stórafmælanna. Fögnum fæðingu okkar og leyfum öðrum að gleðjast með okkur og vegna okkar. Kexskápar Á vinnustöðum. Þegar þörf er á því að fólki sitji á sama stað átta tíma á dag er það minnsta sem vinnustaðurinn getur & gert er að bjóða upp á kex með kaffinu. Stundum þarfnast maður einskis nema kexbita í amstri dagsins og þá værí gott að geta gengið að kexskápnum vísum. Óþarfa fróðleikur Það getur verið mjög gaman að fræðast um eitthvað sem skiptir engu máli. Þá má til dæmis ia=5=— _ fletta alfræðibókum sem I i eru eins og gefur aö skilja ÍLrlji/ji stútfullar af stuttum og hnitmiðuðum fróðleik. Svona vitneskja getur líka fleytt manni ansi langt í heitum Trivial Pursuit eða Gettu betur-leik. Skoðanaskiptin Þeir Eyvindur Karlsson og Egill Gilzenegger mætast að þessu sinni í Skoðanaskiptunum en þeir félagar leiddu saman hesta sína í gærkvöldi á Fyndnasta manni íslands. Eyvindur og Egill hafa löngum deilt og er spurning hvort þeim hafi nú tekist að jafna áralangan ágreining. Bók: Biblía fallega fólksins, þaö er hlægilegasta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið. Kvikmynd: Uppáhaldsmyndin mín er Fight Club. Skemmtistaður: Ég fer oftast á Café Rósenberg þegar ég fer út að skemmta mér. Staður (veröldinni: Uppáhaldsstaðurinn minn fyrir utan Reykja- vík er smábærinn Ghent í Belgíu en þangað hef ég komið tvisvar í fríum. Annars myndi ég vilja heimsækja Suður-Kína en ég hef verið í norðurhlutanum. Fyrirmyndir: Mín helsta fyrirmynd er fræðimaðurinn Noam Chomsky. Draumurinn: Að (slendingar vakni. Hamingjan felst í: Að vera samkvæmur sjálfum sér. Island er: Yndislegur staður en vitlaust fólk. Ofurhæfileiki sem ég myndi kjósa mér: Að geta verið á mörgum stöðum í einu. Uppáhaidstimi dagsins: Það er bara mjög misjafnt. Hundur eða köttur: Ég myndi frekar vilja eiga hund. Bjór eða vín: Bjór. Inni eða úti: Ég er meiri innimaður en úti held ég. Hægt eða hratt: Mér finnst gott að hafa mikið að gera. Cameron Diaz eða Penelope Cruz: Þær eru eiginlega báðar frekar sleazy, ég segi frekar Billie Holiday. Hvernig gamalmenni ætlarðu að verða? Ég ætla að verða gamalt gamalmenni. En svo myndi ég auðvitað líka vilja hafa það gott og leggjast (ferðalög, þau skipta öllu máli í ellinni. Svo er spurning hvort maður haldi ekki áfram að vera í uppistandi, ég held að það sé aldrei hægt að hætta því alveg. Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim tii að búa i, hvernig væri hann þá? Ef ég ætti að skapa hinn fullkomna heim þá væri hann búinn fólki sem myndi hugsa út fyrir þennan litla ramma sem er í laginu eins og visakort. Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrð? Éta, drekka og vera glaður. Bók: Get Buft eftir Ronnie Coleman. Kvikmynd: Tango n' Cash. Skemmtistaður: Það er svo langt sfðan ég hef farið eitthvað en ég byrja oftast á Players og fer svo á Vegamót. Staður i veröldinni: Uppáhaldsstaðurinn minn er Old Trafford í Manchester. Ég hef komið þangað nokkrum sinnum og alltaf tapað. Fyrirmyndir: Sly Stallone, Arnold Schwarzenegger, Hjörvar Haf- liðason, Fjölnir Þorgeirs og Björgólfur Thor. Draumurinn: Draumurinn eru fimm börn, tveir minivan og stórt hús í Fossvoginum, Kópavogsmegin. Hamingjan felst i: Að líta vel út. Island er: Aö fitna. Ofurhæfileiki sem ég myndi kjósa mér: Ég myndi vilja sjá í gegnum veggi, vera með einskonar röntgenaugu. Uppáhaldstími dagsins: Það eru næturnar, þá er enginn að trufla mann, enginn að hringja og böggast. Hundur eða köttur: Ég myndi viija hvorugt. Bjór eða vín: Bjór. Inni eða úti: Úti, ég verð að segja úti af því að það er eitthvað svo lamað að vera alltaf inni, þannig að ég segi úti að leika. Hægt eða hratt: Hægt, ég vil frekar hafa minna að gera. Cameron Diaz eða Penelope Cruz: Báðar. Hvernig gamalmenni ætlarðu að verða? Miðað við það hvernig lífi ég lifi þá verð ég ekkert gamall, þannig að ég get ekki svarað þessu frekar. Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim til að búa í, hvernig væri hann þá? Það væri ekkert tuð og ekkert röfl í honum og minnihlutahópar myndu halda kjafti, þá væri ég sáttur. Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrð: Ég myndi taka hrikalegan bekk með Schwarzenegger, kæja með Tom Cruise og David Beckham og svo myndi ég vilja finna upp á upphitaðri klósettsetu. <Ö 2>JLa <0 Mjúkur ogfallegur t 'fíC skálum á kr. 2.350,- buxur ístíl kr. 1.250,-“ Virkilega sœtur í fíC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl kr. 1.250,- i 1 Jigr, Júvítur ogfínlegur í 'fíC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl kr. 1.250,- SMÁAUGLÝSINGAR GEFA/MGGJA blaöiöH SUAAUGLYSINQARíí BT_ADIO.NET

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.