blaðið - 27.03.2007, Page 6

blaðið - 27.03.2007, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2007 blaöið INNLENT FIMMTÍU 0G SEX UMFERÐARÓHÖPP Einn hringdi í 211 í stað 112 Tæplega 60 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. ( einu tilfelli var ekið á karlmann á þrítugsaldri í mið- borginni. Sá fór gangandi á slysadeild, enda svaraði enginn þegar hann hringdi ítrekað í 211. ÞJÓFNAÐUR í VERSLUNUM Lithái úrskurðaður í gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lithái sæti gæsluvarðhaldi til 20. apríl. Hann hafði verið settur í farbann eftir að í Ijós kom að hann hafði reynt að selja stolin úr. (kjölfarið varð hann svo uppvís að þjófnaði í fleiri verslunum. ÓSKAR BERGSSON Ráðinn kosningastjóri Framsóknarflokks Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi hefur verið ráðinn kosn- ingastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Óskar hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokk- inn og er varaborgarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs Reykjavíkur eftir sveitarstjórnarkosningarnar síðasta vor. ’ Tveimur bjargað af toppi jeppa: Vegurinn var ófær Tveimur mönnum var bjargað af toppi Land Rover-jeppa sem sökk í krapa á Gjábakkavegi, fjallsleið milli Laugarvatns og Reykjavíkur. Þrír sérhæfðir báta- björgunarmenn sveitarinnar Ing- unnar á Laugarvatni björguðu mönnunum í bát og drógu jepp- ann á þurrt. Bjarni Daníelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir veginn hafa verið lokaðan. Frá því hafi verið greint með skilti, en ferðalangar freisti þess að fara veginn þar sem hann stytti ferða- lagið til Reykjavíkur um tuttugu til fjörutíu mínútur. Útköll vegna leiðarinnar séu algeng. „Þegar snjóar er útkall á veg- inn,“ segir Bjarni. Við hann safn- ist krapahylir og í einum slíkum hafi jeppinn lent. Mennirnir komust nær þurrir á topp bílsins, þeim varð því ekki meint af klukkustundarbið eftir björguninni. Veðrið var einnig gott. „Á meðan vegurinn er ekki end- urgerður verður hann til trafala," segir Bjarni. ................ 11 ' Reykjavlkurborg Qpinn íbúafundur Hverflsráð Breiðholts býður til opins íbúafundar í Gerðubergi þriðjudaginn 27. mars n.k. kl. 20:00 Dagskrá: ■ Kynning á íbúasamtökunum Betra Breiðholt ■ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður Skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar flytur ávarp ■ Óskar Bergsson, formaður Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar flytur ávarp ■ Pallborðsumræður BETRA BREI HOLT! Breiðholtsbúar hvattir til að mæta. Hverfisráð Breiðholts Guðlaugur Sverrisson, formaður Borgar sig að flokka sorp? Fræðslufundaröð Sesseljuhúss umhverfisseturs og Landverndar Fvrirlesarar; GuðmundurTr. Ólafsson, Sorpstöð Suðurlands. Er hagkvæmt að flokka og endurvinna sorp? Bryndís Þórisdóttir, Vistvernd í verki. Flokkun og endurvinnsla á heimilum. Fundarstaður: Sesseljuhús umhverfissetur, Sólheimum Dagsetning: Miðvikudaginn 28. mars, kl. 17:30 -19:00. AÐGANGUR ÓKEYPIS www.sesseljuhus.is www.landvernd.is landvernd Mynd/'Þorkeli Leikskólakennaranemar: Læra líkamsþjálfun barna í átta stundir -■ mm *,«*• - » ■ Ahersla a hreyfiþ]alfun og hollt fæði Börn við Heilsuleik- skólann Urðarhól ■ Skilur afstöðu leikskólastjórans ■ Lögin endurskoðuð ■ Færnin ekki næg Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég skil vel að leikskólastjórinn vilji fá sérmenntað fólk til að kenna hreyfingu, það er að segja íþrótta- kennara, vegna þeirrar áherslu sem lögð er á heilsu í þessum leikskóla,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri Heilsu- leikskólans Urðarhóls, fékk þau svör hjá Kópavogsbæ að hún mætti ekki auglýsa eftir íþróttakennara til að annast íþróttakennsluna í leikskól- anum. Þar hefur verið starfandi íþróttakennari í sjö ár, sem hefur verið á lægri launum en leikskóla- kennararnir, en hann er að hætta. 1 ákvæði í lögum um leikskóla segir að öll störf séu ætluð leikskóla- kennurum. Leyfilegt er þó að ráða aðra fáist ekki leikskólakennarar til starfa. Að sögn Bjargar er verið að endurskoða lögin. „Þá verður opnað á möguleika á að ráða aðra en leik- skólakennara. Þetta er alveg handan við hornið. Lögin eru frá 1994 og það er margt sem þarf að uppfæra í takt við þróun og tíðaranda. Það er farið að flokka starfið meira eins og Unnur gerir.“ f stað þess að auglýsa eftir íþrótta- kennara hefur Unnur nú auglýst eftir fagstjóra í íþróttum til annast íþróttakennsluna í Heilsuleikskól- anum Urðarhóli þar sem er sér- stakur íþróttasalur. í auglýsingunni segir að leikskóla- eða íþróttakenn- aramenntun sé skilyrði og reynsla mikilvæg. Anton Bjarnason, lektor I íþrótta- fræðum við Kennaraháskóla f slands, segir að leikskólakennarar hafi ekki nægilega færni að loknu námi til að geta sinnt vel þjálfun barna. „Nem- endur fá aðeins samtals 8 kennslu- stundir á 3 árum í markvissri líkam- legri þjálfun barna á leikskólaaldri. Þessar kennslustundir þurfa að vera miklu fleiri. 1 Noregi geta leikskóla- kennaranemar valið sér slíka deild og eru þá í henni i hálfan vetur.“ Samkvæmt rannsóknum nem- enda Antons er hreyfiþroski barnanna í Heilsuleikskólanum Urðarhóli, sem notið hafa ken- nsiu íþróttakennara, mun meiri en barna í öðrum leikskólum. Þau iðka einnig frekar íþróttir eftir að þau hætta í leikskóla en börn sem hafa verið í öðrum leikskólum. „Það kom einnig í ljós að á öðru og þriðja ári í grunnskóla fóru þessi börn að Endurskoðuð lög handan víð hornið Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara Kennslustund- irnarþurfaað vera miklu fleiri Anton Bjarnason, lektor í íþróttafræðum stinga hin af í festri og stærðfræði,“ bendir Anton á. f skýrslu faghóps um eflingu lýð- heilsu á fslandi kemur fram að breyt- ingar á holdafari barna og unglinga séu áhyggjuefni. Hlutfall 9 ára barna á höfuðborgarsvæðinu, sem grein- ast yfir kjörþyngd, var 23 prósent á árunum 2004 til 2005. „Mér sýnist börnin byrja að fitna í öðrum og þriðja bekk þegar þau fara að verða sjálfbjarga heima og skammta sér sjálf af því sem þau finna í eldhús- skápunum. Þau fara ekki í útileiki af sjálfsdáðum og sitja stundum allt upp í 10 klukkustundir á dag.“ Handteknir fyrir vopnað rán: Sá yngsti er á sextánda ári Þrír ungir menn voru hand- teknir á aðfaranótt sunnudags vegna gruns um rán í 10-11 verslun í Hafnarfirði sömu nótt. Menn- irnir, sem eru fæddir 1981,1988 og 1991, voru allir úrskurðaðir í gæslu- varðhald á sunnudaginn, fram á föstudag. Þeir hafa allir áður komið við sögu lögreglunnar. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa rænt búðina grímu- klæddir. Á annar þeirra að hafa ógnað starfsmanni verslunarinnar með hnífi á meðan hinn tæmdi sjóðsvél og tóbaksbirgðir búðar- innar. Eftir það hlupu þeir út í bif- reið þar sem þriðji maðurinn beið eftir þeim. Vitni sem sáu bifreið- ina aka á brott gátu gefið lýsingu á henni við lögregluna í Hafnar- mannanna aðeins tíu mínútum firðinum, sem leiddi til handtöku eftir að ránið var framið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.