blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 3

blaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 3
Frístundakort Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi Auglýst er eftir samstarfsaðilum á vettvangi æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfs í Reykjavík. Reykjavíkurborg mun í haust taka upp nýtt styrkjakerfi, Frístundakort, vegna þátttöku barna og unglinga 6 til 18 ára í æskulýös-, íþrótta- og menningarstarfi frjálsra félaga í borginni. Með Frístundakortinu má greiða hluta af kostnaði við þátttöku í íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Markmið Frístundakortsins er að auðvelda börnum og unglingum í Reykjavík að sinna uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag fjölskyldna. Skilyrði fyrir því að styrkurinn nýtist til greiðslu á hluta kostnaðar við þátttöku er að félagið geri formlegan samning við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur um aðild að Frístundakortinu. Félög sem þátt vilja taka í hinu nýja styrkjakerfi geta sótt um að gerast aðilar að samningi þar sem skilyrði og gæðaviðmið eru útlistuð. Með samningnum er leitast við að tryggja markmið Frístundakortsins og þess sérstaklega gætt að: • nýtt styrktarkerfi leiði til aukins jöfnuðar í aðgengi að frístundastarfi • ekki verði óeðlilegar hækkanir á gjaldskrám eða öðrum kostnaði • fagleg gæði og viðmið í starfsemi gjaldi ekki fyrir aukna þátttöku Umsóknarfrestur er til 21. maí nk. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði eru á heimasíðu ÍTR, www.itr.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.