blaðið - 09.05.2007, Page 9

blaðið - 09.05.2007, Page 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 9 Eistland: Gæsla hert til muna í Tallin Mikil öryggisgæsla var í Tall- inn, höfuðborg Eistlands, þegar loka siðari heimsstyrjaldarinnar var minnst. Lögregla óttaðist að óeirðir myndu blossa upp í sérstakri minningarathöfn sem fram fór hjá minnismerkinu um fallna sovéska hermenn sem mikill styr hefur staðið um að undanförnu, eftir að eistnesk stjórnvöld ákváðu að færa það úr miðborg höfuðborgarinnar yfir í nálægan herkirkjugarð. Lögregla hefur einnig búið sig undir átök í dag þegar Rússar minnast uppgjafar nasista. Fjölmenn mótmælaganga var farin í Vilníus, höfuð- borg Litháens, þar sem lýst var yfir stuðningi við Eista í deilunni við Rússa. Suður-Afríka: Lét myrða kornabarnið Dómstóll í Suður-Afriku hefur sakfellt hina 25 ára gömlu Dinu Rodrigues fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að drepa sex mánaða gamla dóttur þáverandi kærasta síns árið 2005. Dómarinn sakfelldi jafnframt fjóra menn fyrir að hafa framið morðið á stúlkunni, en Rodrigues hafði lofað þeim 100 þúsund krónum fyrir að ræna stúlkunni og myrða. Lík stúlkunnar fannst í bleikum fatnaði og með stungusár á hálsi í skolpræsi í höfuðborginni Pretoríu síðla sumars 2005. Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Afríku og fögn- uðu sumir ákaft í troðfullum réttarsalnum í Höfðaborg þegar dómarinn sakfelldi Rodrigu- es. Búist er við að Rodrigues verði dæmd í lífstíðarfangelsi, en dómurinn verður kveð- inn upp í næsta mánuði. ■MLik v ''JÍSHmik. \ á Portúgal: Áköf leit aö litlu stúlkunni Enn hefur ekkert spurst til 3 ára breskrar stúlku sem rænt var í Portúgal fyrir helgi. Áköf leit hefur staðið að stúlkunni Madeleine McCann og foreldrar hennar hafa ítrekað biðlað til mannræningjans um að láta hana lausa. Stúlkan hvarf sporlaust úr hótelíbúð þar sem hún svaf ásamt tveimur yngri systkinum. Foreldrar Madeleine eru vel efnaðir og hafa heitið hundrað þúsund pundum eða sem nemur tæpum þrettán milljónum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar um afdrif dóttur sinnar. Hlutfall og staða kynja á framboðslistum: Framsókn og VG hafa vinninginn Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin - grænt framboð standa best að vígi þegar hlutföll kynjanna á framboðslistum og leiðtogasæti í ein- stökum kjördæmum eru borin saman. Konur skipa efsta sætið hjá Fram- sóknarflokknum í þremur kjör- dæmum af sex, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Suðvesturkjördæmi og Norð- austurkjördæmi. Þá er hlutfall karla og kvenna á framboðslistum hnífjafnt hjá Framsóknarflokknum, 63 konur og 63 karlar. VG er ekki langt undan. Konur leiða lista VG í tveimur kjördæmum af sex, í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá skipa 66 konur sæti á framboðslistum VG og 60 karlar. Frjálslyndi flokkurinn kemur lakast út úr þessum saman- burði. Kona leiðir lista framboðslista Frjálslynda flokksins í einu kjördæmi, Suðvesturkjördæmi, en karlar eru í öndvegi í fimm kjördæmum. Þá eru 47 konur á framboðslistum Frjálslynda flokksins um landið allt en 79 karlar. Islandshreyfingin skipar konum í öndvegi í þremur kjördæmum af sex. Þá eru 72 karlar á framboðslistum flokksins á landinu en 54 konur. Konur leiða lista í einu kjördæmi af sex hjá bæði Sjálfstæðisflokki og Sam- fylkingu og er jafnræði meðal kynj- anna á framboðslistum flokkanna. Alls eru 756 einstaklingar á fram- boðslistum stjórnmálahreyfinganna sex um landið allt. Þar af eru konur rétt um 47% eða 357 en karlarnir 53% eða 399. Karlar Konur 1. sæti | | Framsóknarflokkur 63 63 3 konur - 3 karlar Vinstri hreyfingin W 60 66 2 konur - 4 karlar Samfylkingin \w 62 64 1 kona - 5 karlar Sjálfstæðisflokkur 63 63 1 kona - 5 karlar U fslandshreyfingin 72 54 3 konur - 3 karlar Frjálslyndi flokkurinn vjááy 79 47 1 kona - 5 karlar j Arnason hf Ármúli 8, 1 08 Reykjavík, 595 0500 - Baldursnes 6, 603 Akureyri, 595 0590 - www.egillarnason.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.