blaðið - 09.05.2007, Síða 15

blaðið - 09.05.2007, Síða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 15 Nú er veður til að skapa Menning og listir eru eitt af metnaðarmálum okkar samfylk- ingarmanna á næsta kjörtímabili. Þrennt þarf sérstaklega að muna þegar saman koma stjórnmál og menning: í. Menning er samofin manninum og hinu mannlega frá upphafi vega. Menning hefur gildi í sjálfu sér, sem aðferð til að tjá eða túlka tilveruna og veröldina með einstökum hætti, sem sameiningarafl þjóðar eða annarrar menningarheildar, og til lífsfyllingar hverjum og einum. Menningararfur mannkyns og hverrar þjóðar er dýrmætur - en hann á líka að vera í stöðugri endur- nýjun, meðal annars með tengslum fjölbreytilegra menningarstrauma, og miklu skiptir að setja í öndvegi frumkvæði og sköpun. 2. Jafnaðarmenn telja mikilvægt að skapa öllum tækifæri til þátt- töku í menningarstarfi, bæði sem neytendum og gerendum. Við leggjum sérstaka áherslu á menn- ingar- og liststarf barna og ung- linga. Flokkur okkar stendur vörð um opinberar menningarstofnanir með veigamikið hlutverk en telur það ekki síður hlutverk almanna- valdsins að glæða frumkvæði at- vinnumanna og áhugamanna. Á sviði lista og menningar er það hlutverk stjórnmálanna að leggja vegi og byggja brýr, ekki að mið- stýra umferðinni. 3. Lengi eimdi eftir af þeirri speki frá tímum tyrkjaráns og móðuharð- inda að bókvitið yrði ekki látið í aska. Enn er sú afstaða útbreidd að ekkert sé atvinna nema framleiðslan mæl- ist í tonnum af mat eða málmi. Samt aflar menningin heilla 5 prósenta af landsframleiðslunni! Samfylkingin lítur á menningar- og listastarfsemi sem atvinnuveg, sem er eðlilegt að stjórnvöld umgangist og aðstoði á svipaðan hátt og aðra atvinnuvegi - að breyttu breytanda. Við köllum þetta sköpunargreinarnar í atvinnu- lífinu, og teljum að eitt af brýnum verkefnum í stjórnmálum næstu ára sé að treysta þar undirstöðurnar, rekstrargrundvöllinn fræga: Bæði undirstöður hins hefðbundna vett- vangs atvinnumanna í myndlist, tónlist, bókmenntum, leiklist, kvik- myndun, listdansi, hönnun, bygging- arlist o.s.frv., og þær starfsgreinar sem upp hafa sprottið á síðari árum og byggjast á samtvinnun listrænnar tjáningar og nýrrar tækni. Frjóa ísland! Menningarstefna Samfylking- arinnar er nú komin á prent og í PDF á netinu (xs.is) undir heitinu Frjóa Island. Fyrsta ætlunarverk okkar er að endurskoða stjórnsýslu menningar á íslandi frá grunni. Við beinum sjónum okkar sérstaklega að flóknu sjóða- og úthlutunarkerfi ríkisins og viljum einfalda það verulega, með sjóðaskipan vísinda og rannsókna sem fyrirmynd. Það er stjórnmálamanna að taka menn- ingarpólitískar ákvarðanir - leggja vegina, byggja brýrnar - en önnur stjórnun og fjárúthlutun á að fara fram á faglegum grunni. Við ætlum líka skoða menningarfyrirtækin í ljósi þeirra tillagna sem við höfum uppi um aðbúnað sprotafyrirtækj- anna. Margt er líkt með skyldum. Við viljum auka opinberar fjár- veitingar til lista og menningar. Það þarf að gera hinn nýja Bók- menntasjóð að burðugri menning- arstofnun, efla Tónlistarsjóð og setja meira fé í nýsköpun í tónlist- inni, gera Safnasjóði unnt að taka þátt í metnaðarfullu safnastarfi um allt land - og við heitum því að efna loforð núverandi stjórnar um hærri framlög til, kvikmyndasjóð- anna á næsta kjörtímabili. Þá er nauðsynlegt að efla launasjóðina eftir tíu ára stöðnun. Menning ersamofin manninum Umrœðan Mörður Árnason Þorum að skapa Við viljum líka greiða fyrir fram- lögum fyrirtækja og einstaklinga til menningar og lista með því að auka skattívilnanir sem nú eru settar miklar skorður. Ein af hug- myndum okkar er að hagkvæm- astar ívilnanir fáist þegar lagt er í sjóði eða stofnanir þar sem faglegir stjórnendur taka ákvarðanir um það hvert féð rennur. Síðast en ekki síst blasa við þrjú stórverkefni í byggingarmálum eftir langvinna setu íhaldsins í menntamálaráðuneytinu. Það þarf að koma í veg fyrir að Þjóð- leikhúsið hrynji. Við verðum að byggja yfir Náttúruminjasafnið. Og það er brýnt fyrir listir og menningu á lslandi að Listahá- skólinn komist allur undir þak í frjóu umhverfi miðbæjarins. Hér þarf að taka á. Margt fleira merkilegt sprettur Þáttaka allra „Jafnað- armenn telja mikilvægt að skapa öllum tækifæri til þátttöku í menning- arstarfi, bæði sem neyt- endum og gerendum. “ í Frjóa íslandi. Allra nauðsynleg- asta verkefnið í menningarmálum í þessari viku er þó að koma til for- ystu fólki með nýja og ferska sýn í menningarmálum. Það tekst ef við leggjumst öll á eitt, sýnum frum- kvæði, þorum að skapa. Höfundur er frambjóðandi fyrir Samfylkinguna i Reykjavík ,'ilÍK Nám samhliða starfi - styrktu stöðu þína á vinnumarkaði Kynningarfundur verður haldinn í húsi Endurmenntunar 9. maí kl. 16:30 AV ENDURMENNTUN V HÁSKÓLA ÍSLANDS Rekstrar- og viðskiptanám - 3 misseri, 27 ein. Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti - 3 misseri, 27 ein. Mannauðsstjómun - 3 misseri, 18 ein. Þjónustustjómun - 2 misseri, 18 ein. í samstarfi við viðskipta og hagfræðideild HÍ Verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun - 2 misseri, 12 ein. Gæðastjórnun - 2 misseri, 12 ein. í samstarfi við verkfræðideild Hí Nýjar og spennandi námsbrautir í boði - kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja ná forskoti á vinnumarkaði. Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.