blaðið


blaðið - 09.05.2007, Qupperneq 16

blaðið - 09.05.2007, Qupperneq 16
HEYRST HEFUR SAMFYLKINGIN hefur nú gefið út áróðurslag líkt og Framsókn, en seint verður sagt að um stórkostlega tónsmíð sé að ræða. Textanum er bögglað saman með vafasömum fullyrð- ingum um ágæti flokksinsogvirð- ist brjóta flestar reglur um brag- arhátt og rím. k Aðeins ein setning virkar sniðug. „Sæta stelpan á ballinu vildi ekki Geir, þvi skyldum við vilja hann frekar ...“. Ekki var heldur haft fyrir því að semja nýtt lag heldur var slagarinn Mrs. Robinson með Simon & Garfunkel notaður. Gárungarnir segja það Samfylkingunni líkt, að nota eitthvað sem áður hefur verið vinsælt og virkað, en breyta text- anum sér í hag... KOSNINGAHARKAN eykst nú með hverjum deginum. Stjórnar- flokkarnir, sem ávallt hafa ítrekað vinskap sín á milli, bauna nú hvor á annan af miklum móð. Á bloggi sínulýsirBjorn Ingi til dæmis eftir Áma Johnsen í auglýsingu Sjálfstæð- isflokksins á baksíðu Blaðsins í gær og spyr hvort hann hafi forfallast, en þar voru allir efstu frambjóðendur flokksins í því kjördæmi. Hvort fjarvera Árna í kosningabaráttunni verður til góðs eður ei kemur í ljós þann 12. maí. Spurning hvort íhaldið sé að reyna að forðast tæknileg mistök...? SÉRLUNÐAÐI skáksnillingurinn Bobby Fischer er hundóánægður með nýja heimildarmynd um sig sem er í bígerð. Myndin á að heita „Vinur minn Bobby“ og kemur Sæ- mundur Pálsson að gerð hennar, en hann er einnig þekktur sem Sæmi rokk og besti vinur Bobbys. Hann segir vikið frá handriti og uppbyggingu myndarinnar miðað við það sem um var rætt á sínum tíma og að brögð séu í tafli. Já, Bobby lætur sko engan máta sig svo glatt... Árleg Eurovisiongleði Páls Óskars á NASA: Stærsta partí ársins! Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Páll Óskar Hjálmtýsson er forfallinn Eurovisionaðdáandi. Hann heldur stærsta Eurovisionpartí ársins á NASA við Austurvöll á laugardag- inn þar sem hann mun frumflytja nýtt lag, Allt fyrir ástina, sem kemur út á plötu í september. Auk þess koma fram nokkrar helstu Euro- visionstjörnur Islands í gegnum tið- ina. Þetta er fimmta árið í röð sem Páll Óskar stendur fyrir þessum viðburði. „Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er vinsælt. Það er sama hvernig Islandi hefur gengið í sjálfri keppn- inni, alltaf er röð út að alþingis- húsinu,“ segir Páll sem á ansi stórt Eurovisionplötusafn. „Það er öllu tjaldað til. Þetta partí höfðar auðvitað fyrst og fremst til nostalgíunnar hjá fólki og ég spila bara bestu og flottustu lögin. Þetta er eitthvað sem allir kannast við og fólk syngur hástöfum með. Það kemur jafnvel upp til mín og biður t.d. um spænska lagið sem var í 5. sæti 2002. Svo er það allt þar á milli, frá Einu lagi enn til Hubba hulle hulle hulle!“ Hápunkur kvöldsins er þegar sjálfar Eurovisionstjörnur íslands stíga á stokk. „Þetta er svona til að auka á gla- múrinn. Ég hef reynt að rótera þessu frá ári til árs og þær eru ekki af verri endanum nú frekar en áður. Silvía Nótt, Selma Björns og Friðrik Ómar, sem ég spái að fari út fyrir ís- lands hönd í náinni framtíð. Hann hefur verið nálægt því undanfarin tvö ár og eitthvað segir mér að það muni takast hjá honum, spurning um herslumun. Þá munu Helga Möller og Pálmi Gunnarsson mæta með Gleðibankann, en án Eiríks auðvitað. Það verður þó fyllt í hans skarð, en hver það er er algert hern- aðarleyndarmál. Einnig mæta aðrir leynigestir á svæðið og taka lagið og því um að gera að mæta.“ Páll Óskar segist styðja Eirtk en baráttan sé hörð. „Ég elska Eirík. Hann hefur rödd frá náttúrunnar hendi, er óskaplega viðkunnanlegur og laus við alla stæla. Vandamálið er hins vegar að af þessum 28 lögum sem keppa bara á fimmtudaginn eru líka öll bestu lögin. Aðeins tíu lög komast áfram og því verða mörg fórnarlömb og það kæmi mér ekkert á óvart ef Ei- ríkur yrði eitt þeirra, því miður. En hann hefur samt margt með sér. Evr- „Þegar ég keppti voru 24 þjóðirað keppa. Núna eru þær42. Keppninhefur veríð í stöðugrí endumýjun og nú er kominn tími á breytingar." ópa fílar rokk. Fyrir þremur árum var ekkert rokklag í keppninni. Svo komu Norsararnir í Wig Wam og ári síðar vann skrímslarokkið frá Finn- landi. Núna eru sex rokklög í keppn- inni; iðnaðarrokk, glamúrrokk og hart rokk. Austur-Evrópa fílar rokk, kaupir það og spilar. Því eru mögu- leikar Eiríks auðvitað fyrir hendi, en þetta gæti verið strembið hjá honum.“ Páll segir nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi keppninnar. „Tvímælalaust. Þegar ég keppti BLOGGARINN... Ekki er allt sem sýnist „Eftir að birtur var listi yfir auglýsingakostnað stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni hef- ur mátt heyra á sjálfstæðismönnum að ekki sé verið að eyða i einhvern óþarfa auglýsingakostnað á þeim þænum. En það er með þessa ráð- deild eins og aðra sem á uppruna sinn í Valhöll: Hún stenst ekki skoð- un. í morgun barst inn á hvert heimili í Kraganum dýrindis auglýsingarit frá Sjálfstæðisflokknum í kjördæm- inu. Ekki hefur hönnun þess, prentun og dreifing verið ókeypis. Þórunn Sveinbjarnardóttir tsv.blog.is Páll Óskar Mun sjálfur troða upp með nýtt lag. voru 24 þjóðir að keppa. Núna eru þær 42. Margar þeirra voru ekki einu sinni til á landakortinu fyrir 10 árum. Keppnin hefur verið í stöð- ugri endurnýjun og nú er kominn tími á breytingar. Ég stakk upp á því við Jörgen vin minn Mayerbeier sem vinnur hjá EBU sem heldur keppn- ina, að skipta keppninni í tvo hluta; Austur- og Vestur-Evrópu. Efstu tíu lögin úr hvorri keppni myndu síðan keppa til úrslita í einni stórri djúsí keppni. Hann tók ágætlega í þessa hugmynd og hver veit nema úr henni rætist,“ segir Páll sem langar að fara aftur út fyrir íslands hönd. „Ég fer þegar rétta lagið dettur í hendurnar á mér. Ég er að vinna efni núna sem kemur á plötu í september og ef rétta lagið fæðist í þessum upptökum mun ég geyma það fyrir undankeppnina." Páll segist eiga tvö uppáhaldslög í keppninni íár. „Já, Búlgaría með lagið Water og svo úkraínska lagið með drag- drottningunni Verka. Það eru tvær dragdrottningar í keppninni, hin er frá Danmörku. En þessi úkraínska rúllar henni upp og smyr hana á smörrebröd! Annars verða þessi lög áreiðanlega spiluð á laugardaginn, þau henta bæði vel fyrir fima fætur.“ Trúleysinginn ? „SteingrímurJ. Sigfússon varíkynn- ingarþætti Sjónvarpsins íkvöld sem fjallaði um VG. Steingrímur ræddi um atvinnumál og sagði eitthvað á þessa leið: „Hver hefði trúað því fyrir 15 árum að tölvuleikjafyrirtæki væri eitt helsta útflutningsfyrirtækið, hver hefði trúað því fyrir 20 árum að stoðtækjaverkstæði Össurar Kristinssonar væri orðið það sem það er, hver hefði trúað því að þjórverksmiðja á Árskógsströnd væri..." og fleira var tínt til. Góð spurning, Steingrímur: Hver hefði trúað því? Sþrotafyrirtækin hafa vax- ið ístjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trúað því að fólkinu sé best treystandi til að efla atvinnulífið, en ekki stjórnmála- flokkunum. Steingrímur hefði örugglega ekki trúað þessu, enda hefur hann ekki lagt áherslu á að skapa þessum atvinnuvegum skilyrði." Eyþór Arnalds ea.blog.is/blog/ea Góð hugmynd? „Yrði Persónuvernd alveg þrjáluð ef búin yrði til heimasíða þar sem allir Islendingar væru skráðir? Ekki þara Islendingabók, heldur meira eins og bækurnar Samtíð- armenn (ef ég man nafnið rétt). Stutt ágrip aflífi fólks, mynd af því, mennt- un, starfsferill, fjöl- skylda og helstu fjöl- skyldutengsl. Þetta .... væri eðalsíða fyrir fólk eins og mig sem man andlit en illa nöfn, fyrir atvinnurekendur íleit að starfskröftum, fólk í makaleit og svo mætti lengi telja.“ Vigdís Jóhannsdóttir blogg.visir.is/vigdisjohannsdottir 16 MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 2007 folk@bladid.net blaðið Er símaskráin fitandi? FIT^NST ÞER? „Þvert á móti. Hægt er að nota hana sem lóð og lyfta henni sér til grenningar." Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri símaskrárinnar Ný símaskrá fyrir árið 2007 er unnin á mjög umhverfisvænan hátt. Af því tilefni sagði Guðrún að hægt væri að borða hana, þótt hún mæli ekki með því. Símaskráin vegur tæplega tvö kíló og inniheldur um 1500 „gómsætar“ blaðsíður. Félag SkrúSgarSyrkjumeistara ThÍÍÍ j á JíwJ |- íG/aí ij,i | • X -1|7/ Su doku 7 2 5 9 9 4 5 7 1 3 5 4 7 1 3 5 1 6 9 2 4 7 2 7 6 5 4 6 6 4 3 9 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 7-16________________£> LaughmgStock Intemationai IncTdsst. by United Metíia, 2004 Ég var með stærri stafatöflu, en þá þénaði ég ekki neitt.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.