blaðið - 30.05.2007, Síða 1
Sú fallegasta *|
Jóhanna Vala Jónsdóttir er
feguröardrottning Islands
þetta árið og segir það
s hafa verið undarlega tilfinn
I ingu að vakna daginn eftir
keppnina.
Capone frá Köben
|L Andri Freyr Viðarsson,
|l helmingur útvarpsþáttarins
§.. Capone á Reykjavík FM
101,5, er að flytja til Kaup-
mannahafnar og ætlar að
p%- senda út þaöan í sumar.
Stelpur í mótókross
Mæðgurnar Teódóra Björk Heimis-
dóttir og Aníta Hauksdóttir ,
stunda mótókross af
mikium krafti. Þær hafa mm
lagt mikla áherslu á að
fá stelpur í greinina.
SÉRBLAÐ » 17-24
ORÐLAUS»
98. tölublað 3. árgangur
miðvikudagur
30. maí 2007
Ráðuneyti Björns
hefur tvöfaldast
Kostnaður vegna reksturs dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins hefur meirá en
tvöfaldast í tíð ríkisstjórnarsamstarfs
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Samkvæmt rekstarreikningi ríkissjóðs
árið 1995 var heildarkostnaðurinn 9,7
milljarðar á verðgildi dagsins í dag. Á
fjárlögum í ár er sá kostnaður tæplega
21 milljarður króna.
FRÉTTIR » 4
Bush krefst
aðgerða í Súdan
Bandaríkin ætla að herða refsiaðgerðir
gegn Súdan og þrýsta á öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að setja
meiri þrýsting á Omar al-Bashir, forseta
landsins, að binda enda á ofbeldið í
Darfúr-héraði.
Kínverjar og Rússar eru þó ekki tilbúnir
að ganga jafnlangt og Bandarikjastjórn
hefur lagt til.
FRÉTTIR »12
Framhaldsskóli
situr á hakanum
Húsnæðismálum Menntaskólans við
Sund er mjög ábótavant og þurfa nem-
endur skólans að sætta sig við helmingi
færri fermetra á hvern nemanda en
viðmið frá menntamálaráðuneytinu
gera ráð fyrir. Má Vilhjálmssyni, rektor
skólans, finnst óþolandi að tímaáætlanir
sem stjórnvöld hafa gert varðandi við-
byggingu við skólann skuli ekki standast.
FRÉTTIR » 8
Ríkisstjórnin ætlar að nýta frestunarákvæðið:
Loka á Búlgara
og Rúmena
■ Fá ekki sama rétt fyrr en 2009 ■ Kannski ekki fyrr en 2014
Eftir Þórð Snæ Júliusson
thordur@bladid.net
Ný ríkisstjórn Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks ætlar að fresta
þvi til ársins 2009 að Búlgarar og
Rúmenar geti komið án takmark-
ana til landsins og unnið eins og
aðrir íbúar Evrópusambandsins og
EES-svæðisins.
„Við erum að nýta okkur þetta
frestunarákvæði, en þeir hafa heim-
ild til að koma hingað í gegnum
þjónustusamninga og starfsmanna-
leigur,“ segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir, ráðherra velferðarmála, um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um frjálsan atvinnu- og bú-
seturétt launafólks innan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES) sem rik-
isstjórnin ætlar að leggja fram á
sumarþinginu á fimmtudag. Þrjú
ráðuneyti standa að frumvarpinu
og mun það væntanlega verða lagt
fram af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur utanríkisráðherra.
Jóhanna segir ríkisstjórnina geta
framlengt frestinn enn lengur ef
ástæða þykir til. „Við höfum svig-
rúm til að fresta þessu til lengri
tíma, eða til 2014. En við munum
endurmeta stöðuna fyrir þann tíma
og getum þá athugað hvort ástæða
sé til þess að nýta frestinn enn
frekar.“
Búlgaría og Rúmenía gengu í Evr-
ópusambandið (ESB) um síðustu
áramót.
FRÉTTIR »10
Ferðalangur í Heiðmörk
Bakpokaferðamenn sjást nú aftur á landinu eftir vetrarfríið. Þessi ungi maður gekk um Heiðmörk í gær. Þegar tölur Hagstofunnar
eru skoðaðar má sjá að ríflega 333 þúsund gistinætur erlendra gesta á tjaldstæðum landsins voru skráðar í fyrra, nærri 25 þúsund
fleiri en árinu á undan.
Iftveiði
I wvörur
ffs '1% f- tilbúin í
veiðiferðina
Þú færð
IG-veiðivörur
í næstu
sportvöruverslun
Þjóðverjar reknir
af sóibekkjunum
Islendingar sem lagt hafa leið sína
til sólarlanda kannast eflaust við það
vandamál þegar Þjóðverjar hafa lagt
undir sig alla sólbekkina fyrir allar
aldir. Glyn Bowden, 55 ára breskum
rútubílstjóra, fannst nóg komið og
ákvað að grípa til aðgerða.
Hópur breskra sólarunnenda á
Viana Marina á (talíu hafði kvartað
við Bowden undan atferli Þjóðverj-
anna. „Látið mig um það,“ sagði
rútubílstjórinn og morguninn eftir
henti hann öllum handklæðunum út
í sundlaugina. Ekki leysti það vanda-
málið, þannig að hann endurtók
leikinn daginn eftir. Þegar Þjóðverj-
arnir höfðu lagt alla bekkina undir sig
þriðja daginn í röð safnaði Bowden
handklæðunum saman og kveikti í
þeim. Hann var handtekinn fyrir að
skemma eigur hótelsins.
NEYTENDAVAKTIN
Verð í sund
Sundlaug Krónur
Sundlaug Kópavogs 280
Sundlaug Egilsstaða 300
Sundlaugin Borgarnesi 310
Sundhöll isafjarðar 350
Sundlaugarnar i Reykjavik 350
Sundlaugin Akureyri 350
Verð fyrir staka ferð fyrir fullorðinn einstakling 1 Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
HB USD 61,99 -0,13 T
GBP 122,99 -0,16 ▼
55 DKK 11,24 0,22 ▲
• . JPY 0,51 -0,08 ▼
■i EUR 83,70 0,20 ▲
GENGISVÍSITALA 113,37 0,04 ▲
I ÚRVALSVÍSITALA 8.174,67 0,5 ▲
VEÐRIÐ j DAG