blaðið - 30.05.2007, Page 14

blaðið - 30.05.2007, Page 14
blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Skuggahliðarnar Skuggahliðar Reykjavíkur komu vel fram um síðustu helgi þegar sjö líkamsárásir komu til kasta lögreglu. Maður á sjötugsaldri var plataður inn í húsasund á fölskum forsendum til að ræna hann og berja. Fólk þorir ekki lengur að ganga um miðbæinn af ótta við glæpalýð. Dóttir mannsins sagði í sjónvarpsfréttum að hann væri hættur við að flytja í miðbæinn, eins og hann hafði hugsað sér. Verður aukin glæpatíðni til þess að fólk vill ekki lengur búa í miðbænum? Þetta er ekki það sem borgarbúa vilja. Hér verður að gera stórátak. Lögreglustjórinn og ekki síður borgarstjórinn þurfa að taka höndum saman og útrýma glæpahyskinu. Slíkt hefur verið gert í stórborgum í Bandaríkjunum með góðum árangri og ætti að vera hægt hér líka. í borgum Bretlands eru myndavélar staðsettar á hverju götuhorni og víðar, borgarbúum til öryggis. Það þarf að fjölga öryggismyndavélum í Reykjavík og einnig löggæslumönnum. Fjölgun líkamsárása er mikið áhyggjuefni. Tengja má aukið ofbeldi við aukna fíkniefnaneyslu. Komið hefur fram í fjölmiðlum að fíkniefna- neysla hefur aukist hér á landi en ekki hefur verið skýrt hvers vegna það er. Efnin eru sterkari og hættulegri. Þrjár kornungar stúlkur voru hand- teknar um helgina og höfðu þær allar fíkniefni innvortis. Stúlkurnar ætluðu að smygla eitrinu til fanga á Litla-Hrauni. Lögreglan stóð sína vakt með glæsibrag með því að uppgötva fíkniefnin. Hitt er svo annað mál hvort ekki þurfi að herða dóma umtalsvert í ofbeldis- og fíkniefna- málum. Þeir sem dreifa fíkniefnum sleppa alltof vel. Reykjavík er ekki lengur örugga, skemmtilega borgin þar sem íbúar gátu gengið um götur óáreittir á öllum tíma sólarhringsins. Enginn ætti að ganga einn síns liðs um götur borgarinnar að nóttu til á meðan ástandið er svona. Ærið starf er framundan hjá Stefáni Eiríkssyni lög- reglustjóra. Á herðum hans hvílir mikil ábyrgð. Að taka af hörku á glæpahyskinu og koma því burtu af götum borgarinnar. Borgararnir eiga heimtingu á því. Auka þarf stórlega í lögregluliðinu og það þarf að vera sjáanlegt, eins og Stefán boðaði þegar hann tók við þessu starfi. Ekki er nóg að boða betri tíma - borgarbúar þurfa að finna fyrir því öryggi sem löggæslan boðar. Um áramótin voru öll lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu sameinuð. Með þeirri breytingu var boðuð aukin þjónusta við íbúa á svæðinu. Lögreglan á að vera sýnileg, stendur á hennar eigin vef, www. logregla.is. Það er gott og blessað en hún þarf þá að vera sýnileg allan sólarhringinn. Það er alveg ljóst að nýr lögreglustjóri hefur fullan hug á því að bæta þjónustuna og efla löggæsluna. Hann þarf að fá stuðning yfirvalda til framkvæmda. Hér þarf sameiginlegt átak lögreglu, dómsmálaráðherra og borgaryfirvalda. Ibúarnir eru ekki heldur undanskildir. Þeir eiga að vera með í aðhaldinu og láta vita sjái þeir eitthvað grunsamlegt. Allir ættu að hjálpast að við að uppræta glæpi úr íslensku samfélagi. Við viljum ekíci mæta ofbeldismönnunum, né heldur viljum við að börnin okkar alist upp í glæpasamfélagi. Tökum höndum saman og vinnum með lögreglunni. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Farsímalagerinn.is VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA 14 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 blaðið HEiTi MnKTEÍNH VfíLSSötJ oSEREKK'r GMAiLyBKKi qííýRkí 0G n TKKí Jtppfl. HG Éd -EKKi Ktrtfí,'&Q<x RfKuR EKtó' m HA/MSTEPOO' GAMflfl m /EVRi LÍSWm BW ÍÞRpTTuM og H ^KKi REif>f/JÓL &A Hl/WD. ~ÉQ LiFi FKKt fír TjflRMflGtíSmfÚM EýA púm.TRi'ii FKxi k GiÆ BU lií-píst tRúuYsíWafl. HG fí LÍTiM ?FM6 OG SKULÞft LÍTfMH WHm oG HEF Fl/GfíR OUTSKVR0/IR WATiR TiL ÍÍÍLM UPVí DEVJfíTíbí M UVt'ai/A/l TT>fí , er EWhivm UTÍ SrM ER tíl í AT> StoVna M&MÉFL STJSMMÁLAVLöKK WNN Á flí> HvtTfi, TUKKUR VÓLKS 'Wstmmuta" Brotin egg I gær hlustaði ég á nýjan landbún- aðarráðherra gera þjóðinni grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í land- búnaðarmálum. Fráfarandi landbún- aðarráðherra má vera ánægður. Sjálf- stæðismaðurinn, eftirmaður hans í landbúnaðarráðuneytinu, ætlar engu að breyta. Samkeppni má ekki auka og þess vegna skal innflutn- ingshöftum beitt svo sem framast er heimilt samkvæmt fjölþjóðlegum skuldbindingum. Samkvæmt þeirri hagfræði sem Einar K. Guðfmns- son landbúnaðarráðherra lærði og segist berjast fyrir, þá felur stefna ríkisstjórnarinnar í sér stöðnun í við- komandi framleiðslugrein og hærra verð til neytenda. Markaðurinn fær ekki að vinna sitt verk. Landbúnað- arráðherra og stjórnarflokkarnir lýsa með þeirri stefnumótun sem landbúnaðarráðherra kynnti vantrú á markaðshagkerfið. Samfylkingin er búin að gleyma þeirri áherslu sem flokkurinn lagði á Evrópuverð á mat- væli. Sjálfstæðisflokkurinn gat keypt Samfýlkinguna á Bónusverði með ríf- legum afslætti. Hagstofustjóri skilaði skýrslu í júlí 2006 um orsakaþætti hás matvæla- verðs á íslandi. I skýrslunni kemur fram að verð á mat- og drykkjarvöru hafi verið 48-49 prósent hærra hér en í meðaltali 15 eldri ríkja Evrópusam- bandsins. Verðlagseftirlit ASI gerði könnun á matvöruverði í maí 2006 og þá kom í ljós að matarkarfan var 48 prósent dýrari hér en í Kaupmanna- höfn. Allar samanburðarkannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár sýna ótvírætt að matarverð á íslandi er miklu hærra en í nágrannalönd- unum að undanskildum Noregi. I skýrslu hagstofustjóra kemur einnig fram að það álit að draga beri mark- visst úr innflutningsvernd ábúvörum vísi til þess að ein helsta ástæða mat- vöruverðs á Islandi sé hátt verðlag á innlendum búvörum. Innflutnings- verndin felst í því að kjöt, mjólkur- vörur og egg bera svo háa tolla að það kemur nánast í veg fyrir innflutning. Hagstofustjóri benti á að tollverndin veiti ekki einasta vernd fyrir inn- lenda búvöruframleiðslu heldur veiti hún ennfremur skjól fyrir hátt verð á ýmsum samkeppnis- og staðkvæmd- arvörum. Hvernig svo sem litið er á málið þá liggur fyrir að árangurs- Jón Magnússon ríkasta aðferðin til að ná niður mat- vöruverði i landinu er að draga úr innflutningsverndinni. Lækkun matvöruverðs hefur tví- þættan tilgang. I fyrsta lagi bætir slík lækkun hag heimilanna vegna þess að brýnustu neysluvörur lækka í verði og meira verður afgangs sem má spara eða nota til eignamynd- unar eða annarrar eyðslu. I öðru lagi þá mundi vísitala neysluverðs til verðtryggingar lækka en það lækkar skuldir heimilanna í landinu sem flest eru með þunga lánabyrði verð- tryggðra lána. Þessar staðreyndir liggja fyrir en stjórnarflokkarnir vilja ekki fara þessa leið. Þeir fylgja stefnu innflutningsverndar og hás matarverðs. Minni innflutn- ingsvernd kemur þá eingöngu til vegna þess að ríkisstjórnin neyðist til að fara að þeim samningum sem gerðir hafa verið á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Siðferðilega hefur ríkisstjórn tak- markaða heimild til að banna borg- urunum að gera hagkvæm innkaup. Slíkar aðgerðir mega ekki koma til nema í undantekningartilvikum vegna sérstakra aðstæðna. Engar slíkar aðstæður eru fyrir hendi. Samt sem áður hefur þetta kerfi viðgeng- ist í marga áratugi. Forsendur stefn- unnar eru ekki lengur fyrir hendi. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin hefði forystu um að búvöruframleiðslan yrði að fullu markaðsvædd innan- lands á kjörtímabilinu og innflutn- ingsverndin yrði afnumin í áföngum. Þannig mundi búvöruframleiðslan þróast til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Stefna ríkisstjórnarinnar er önnur. Þar er boðuð kyrrstaða óbreytts ástands. Þegar ég hlustaði á landbúnaðar- ráðherra kynna óbreytta stefnu ríkis- stjórnarinnar í landbúnaðarmálum var ég að sjóða egg. Eitt af hverjum þremur var ónothæft vegna þess að það var sprungið. Þessa reynslu þekkja sjálfsagt margir. I þessum til- vikum er ekki hægt að skila eða fara fram á bætur. Neytandinn verður að sætta sig við að borga það sem á skortir í vöruvöndun og markaðs- setningu. Þessi brotnu egg skipta þó minna máli en kyrrstöðustefna Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þeim fúleggjum er heldur ekki hægt að skila eftir kosningar. Mestu skiptir þó að fjöregg velferðar fólksins í land- inu brotni ekki. Því er stefnt í hættu verði dýrtíð viðhaldið í landinu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Klippt & skorið SteingrímurSævarrÓlafsson, rltstjóri íslands í dag, sakar á vef sínum aðal- kepplnaut sinn, Þórhall Gunnarsson, ritstjóra Kastljóss og dagskrár- stjóra Sjónvarps, um grímu- lausar hótanir og ósannsögli. Steingrímur ku hafa bókað Þorstein Jónsson kvik- myndagerðarmann í viðtal í íslandi í dag en Þorsteinn hætti allt í einu við. „Skyndilega eru kaup Ríkissjónvarpsins á mynd hans og myndum hans í framtíðinni orðin að um- ræðuefni.Hótanirog kúganir/'segirSteingrímur og bætir við að fólki sé títt hótað eilífri útskúfun úr sjónvarpi allra landsmanna ef það velji ekki réttan dægurmálaþátt á réttri rás. Þórhallur dagskrárstjóri og ritstjóri Kastljóss segirásakan- irnar tilhæfulausar. Kvikmyndagerðarmaðurinn sjálfur, hvað segir hann? „Ég kaus Kastljósið og það sem réð úrslitum var að Ríkissjónvarpið hefur keypt myndina mína. Eftir stendur spurn- Ingin; er Steingrímur Sævarr svo vitlaus að vaða fram með tilhæfulausar ásakanir eða er fiskur undir steini? Þegar stórt er spurt. Gengi meistaraflokksdrengjanna í KR í Landsbankadeildinni gerir að verkum að Frostaskjól ber nafn með rentu. Menn skiptast í tvo hópa. Annars vegar þá sem vilja að Teitur Þórðarson verði látinn fjúka fyrir slakt gengi og leiðindabolta. Hins vegar þá sem vilja gefa Teiti og strákunum andrými og um leið KR-hjartanu í sjálfum sér tíma til að ná réttum takti. En staða KR er ekkert einsdæmi, minni stuðnings- manna er bara misgott. Það breytir þó ekki því að þegar er farið að hvísla um að réttast væri að reka Teit og fela Sigursteini Gíslasyni að rífa stórveldið upp. n Nýir ráðherrar Samfylkingar ráða sér nú aðstoðarmenn og já konur, einn af öðrum. Ingibjörg Sólrún fékk Krist- rúnu Heimisdóttur til liðs við sig í utanríkismálin. Össur kom næstur og fékk Einar Karl Haraldsson til liðs við sig í iðnaðarráðuneytið. Spyrja má hvort þessi þrautreyndi krísu- stjórnandi og almannatengill hefði nýst betur í kirkjumálaráðuneytinu. Hann hefur jú verið einn af helstu ráðgjöfum biskups. Nú reyna menn að geta sér til um hverja Björgvin við- skiptaráðherra, Kristján samgönguráðherra, Jóhanna velferðarráðherra og Þórunn um- hverfisráðherra fá sértil aðstoðar. Einn af vara- þingmönnunum, Róbert Marshall, hlýtur að koma sterklega til greina en spurningin er hvar Marshallastoðar er helst þörf. the@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.