blaðið - 30.05.2007, Side 16
16
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007
folk@bladid.net
HVAÐ Fer ekki að koma að því að þú
\ Þurfir aö faka fram skóna að nýju?
|3 lý r „Nei, það er nú ekki timabært. Mér líður ekki vel með þetta gengi þeirra. Ég vona
* það besta og að það verði breyting á til batnaðar og að KR fari að vinna leiki.“
Hörðnr Felixson, fyrrverandi
leikmaður KR
KR hefur ekki enn unnið leik það sem af er sumri.
Það er því spurning hvort eldri leikmenn þurfi að
fara að taka fram skóna að nýju í von um sigur.
HEYRST HEFUR
ÞAÐ er víst búið að senda Arnar
Jensson aðstoðaryfirlögregluþjón
og tvo aðra lögreglumenn úr landi.
Þetta er liður í að mennta lögreglu-
menn erlendis. Arnar er nú við störf
hjá Europol. Hann á víst að safna,
greina og miðla upplýsingum um
skipulagðaglæpa-
starfsemi. Það
er greinilegt
að Björa
Bjaraason vill
að lögreglumenn
hér á landi séu
vel að sér og ekki
eftirbátar er-
lendralögreglu-
manna....
ÞAÐ virðist vera í uppsiglingu
fjölmiðlastrið á milli Kastljóssins
og íslands í dag. Steingrímur
Sævarr ritar á bloggsíðu sína að
hann sé ekki sáttur við vinnubrögð
Kastljóssfólksins. Hann segir að
Kastljósið hafi í hótunum við
þá viðmælendur sem hyggjast
ætla í viðtal hjá
agfgHæk íslandi i dag.
Það verður
JM, Y spennandi
að sjá hvernig
þetta mun
enda og hvort
eitthvað er
hæft í þessum
ásökunum
Steingríms...
ÞAÐ gætir nú mikillar óánægju hjá
vagnstjórum Strætóbs. með fyr-
irhugaðar breytingar á leiðakerfi
Strætó. Þeir telja að ferðirnar séu
of tíðar og að álagið verði allt of
mikið. Einnig benda þeir á að ekki
sé verið að taka mið af þörfum far-
þeganna. Þeirri spurningu hefur
verið velt upp hvort stjórnarmenn
Strætó taki einhvern tíma strætó
miðað við þá óánægju sem hefur
verið með nýtt leiðakerfi sem var
tekið upp 2005
Jóhanna Vala er
ungfrú ísland 2007:
Jóhanna Vala Nýkrýnd ungfrú
ísland er ánægð með lífið.
I gott frí eftir erfiðar æfingar
Sigrún María Einarsdóttir
sigrun@bladid.net
Jóhanna Vala Jónsdóttir er tví-
tug Reykjavíkurmær. Hún var á
föstudaginn valin ungfrú Island
2007. Jóhanna Vala hlaut einnig
flest atkvæði sjónvarpsáhorfenda
Skjás eins og hún var líka valin
LCN-stúlkan.
„Það var bent á mig og ég ákvað
að slá til. Það er alltaf gaman að tak-
ast á við ný og krefjandi verkefni.
Ég tók fyrst þátt í Ungfrú Reykjavík
og svo í framhaldi af þeirri keppni
tók ég þátt í Ungfrú Island. Að taka
þátt í svona keppni krefst gríðar-
lega mikillar vinnu og það fer mik-
ill tími í undirbúning, sérstaklega
fyrir Ungfrú fsland-keppnina. Það
voru stanslausar æfingar dagana
fyrir keppni. Ég mætti á æfingu
klukkan sjö á morgnana og var
komin heim á miðnætti. Við stund-
uðum miklar líkamsræktaræfingar
en síðar tóku svo við æfingar í
sviðsframkomu fyrir sjálft úrslita-
kvöldið. Ég er heppin því eitt af aðal-
áhugamálum mínum er líkamsrækt
og því var ég mjög dugleg að mæta
í ræktina fyrir keppnina. Ekki var
mikill tími til þess að sinna öðrum
áhugamálum þegar æfingarnar
fyrir keppnina voru hvað mestar.“
Jóhanna segir að það hafi verið
skrítin tilfinning að vera ungfrú
ísland.
„Það var undarleg tilfinn-
ing að vakna á laugardags-
morguninn eftir keppnina.
Ég gerði mér ekki alveg
grein fyrir þessu öllu
fyrr en ég sá kórónuna á
náttborðínu
„Það var mjög undarleg tilfinning
að vakna á laugardagsmorguninn
eftir keppnina. Eg gerði mér ekki al-
veg grein fyrir þessu öllu fyrr en ég
sá kórónuna á náttborðinu. Þetta
var ótrúlega skrítin tilfinning en
hún var samt gríðarlega góð.“
Jóhanna Vala mun taka þátt í
Miss World í haust.
„Það er margt framundan því það
er ýmislegt sem fylgir þessum titli.
Ég mun taka þátt í Miss World í
haust. Það er ekki komið á hreint
hvar sú keppni verður haldin en
þau mál fara að skýrast fljótlega.
Það er svo stutt liðið frá keppninni
að ég veit ekki alveg hvort það verða
fleiri alþjóðlegar keppnir sem ég
mun taka þátt í. En þetta mun allt
koma í ljós síðar."
Það verður nóg að gera hjá ný-
krýndri ungfrú ísland í sumar
„Ég er nýútskrifuð úr flugfreyju-
skóla Icelandair og mun starfa þar í
sumar sem flugfreyja. Ég er reyndar
að fara til Púertó Ríkó á morgun
í vikufrí, aðeins til að slaka á eftir
það mikla álag sem fylgir því að
taka þátt í svona keppni. Það veitir
örugglega ekki af eftir þessa miklu
vinnu sem er að baki. En strax og
ég kem heim þá mun ég byrja að
vinna. Þannig að það mun verða
nóg að gera í sumar.“
Jóhanna Vala er komin með
ákveðin markmið fyrir framtíðina.
„Mig langar til að læra næringar-
fræði og einnig að starfa sem einka-
þjálfari samhliða því. Vonandi
fæ ég í framtíðinni að vinna með
börnum á sviði næringu og heilsu.
BLOGGARINN...
Ný stef na?
„Ríkisstjórn Islands á enn eftirað
ákveða hvaða stefnu verður fylgt
í hvalveiðimálum og hvort haldið
verður áfram að fórna meiri hagsmun-
um fyrir minni með þvíað eltast við
langreyðar eða ekki. Samt stendur nú
yfir fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins i
Alaska. Baráttumenn gegn veiðunum
beina nú helst spjótum að Japan.
Alþjóðleg blöð fjalla nú meira en áður
um hvalveiðikvóta Bandaríkjamanna,
sem frumbyggjar við
Alaska nýta. Ætli nýja
ríkisstjórnin ákveði
stefnuna áður en fund-
inum lýkur? “
Pétur Gunnarsson.
hux.blog.is
Grætur Mörður?
„Eins og fram hefur komið, tekur
mismikinn tíma fyrirýmsa liðsmenn
nýju stjórnarflokkanna að stilla komp-
ásinn. Hatrammir andstæðingar
starfa nú hlið við hlið og keppast nú
við að draga úrýmsum fyrri ummæl-
um sem valdið gætu titringi. Mörður
Árnason er ekki einn þeirra. Mörður
dattútaf þingi í kosningunum, er nú
fyrsti varamaður Samfylkingarinnar
í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og
grætur sinn hlut. Hann fjallar á síðu
sinni um sex það besta við nýja rík-
isstjórn og sex það versta. Og hvað
er það versta að mati
Marðar Árnasonar:
Jú, Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra.
Suma kompása er
líklega ekki hægt að
núllstilla.“
Björn Ingi Hrafnsson
bingi.blog.is
Sama uppgötvun?
„Rúv.is sagði ígær, að deCode Ge-
netics hafi fundið erfðabreytileika í
töifræðilegu samhengi við brjósta-
krabbamein. Guardian.com segirí
gær, að Cancer Research ÍCam-
bridge ÍEnglandi hafi fundið erfða-
breytileika í tölfræðilegu samhengi
við brjóstakrabbamein. Samkvæmt
fjölmiðlunum virðast tvö gengi vís-
indamanna hafa gert nákvæmlega
sömu uppgötvunina á sama
tíma. Líklegra ersamt að
verið sé að tala um sama
hlutinn frá tveimur sjónar-
hornum. Nature.com
fjallar um þetta í gær
og telur Cancer
Research hafa verið
að verki. Þarerþó
nefnt, að einn þátt-
ur málsins hafi verið
unninn á Islandi."
Jónas Kristjánsson
jonas.is/
Su doku
5 7 8
1 2 5 3
3 2 6
6 3 9 5
9 2 6 3
4 2 5 6 9
7 5 1 2 3
1
6 9 2
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
HERMAN
eftirJim Unger
Slepptu elskan mín, þá gefur
mamma þér bein að naga.
7-31
O LaughingStock Intamational IncVdist. by United Media. 2004