blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 17
Afmælisbörn dagsins
BENNY GOODMAN JAZZISTI, 1909
IRVING G.THALBERG
KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI, 1899
HOWARD HAWKS LEIKSTJÓRI, 1896
blaöiö
Að lifa er eins og að elska,
öll skynsemi mælir gegn
því en allar heilbrigðar
tilfinninqar eru með því.
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 25
kolbrun@bladid.net
Uppgjörið við Leni
Bók um
náttúruperlu
Mál og menning hefur gefið út
bókina Hernaðurinn gegn land-
ínu - Pjórsár-
ver - hjarta
landsins,
eftir Guð-
mund Pál
Ólafsson.
Bókin fjallar
um stríð
sem staðið j
hefur í
hálfa öld, j
að mestu
fjarri kastljósi fjölmiðla.
Baráttan hefur geisað um nátt-
úruperluna Þjórsárver og þar
hafa tekist á heimamenn og
ráðamenn þjóðarinnar, náttúru-
unnendur og virkjanasinnar: and-
stæðar hugmyndir um náttúru
íslands og hlutverk mannsins í
henni. Höfundur lýsir (greinar-
góðu máli og með hjálp ægifag-
urra mynda hvað í húfi er.
Duglegur Einar
Áskell
Bittu slaufur, Einar Áskell eftir
Gunillu Bergström er komin
út að nýju í sígildri þýðingu
Sigrúnar
Mál og
menning
gefur út.
Einar
Áskell er
búinn að
læra að
binda
slaufur.
Það
finnst
honum gaman.
Pabba finnst það líka gaman.
Núna þarf hann ekki lengur að
hnýta skóreimarnar fyrir Einar
Áskel. Einar Áskell er duglegur
að binda - rosalega duglegur!
En er hægt að vera of duglegur
að binda slaufur?
Bækurnar um Einar Áskel hafa
verið í uppáhaldi hjá íslenskum
bókaormum og foreldrum
þeirra um árabil, eða síðan
fyrsta bókin um hann kom út í
íslenskri þýðingu Sigrúnar Árna-
dóttur árið 1980. Síðan hafa
komið út 22 bækur um Einar
Áskel og vini hans í þýðingu Sig-
r.únar, en hún fékk Barnabóka-
verölaun fræðsluráðs Reykja-
víkur vorið 1991 meðal annars
fyrir þýðinaar sínar á bókunum
um Einar Áskel.
rægasti kvenleikstjóri
heims, Leni Riefenstahl,
var 43 ára þegar heims-
styrjöldinni seinni lauk
og vinur hennar Hitler
framdi sjálfsmorð. Leni lifði til ár-
ins 2003 og varð 101 árs. Öll þessi ár
hélt hún því fram að hún hefði ekk-
ert vitað af óhæfuverkum nasista,
hún hefði verið ópólitískur listamað-
ur. Leni er nú enn einu sinni komin
fram í sviðsljósið en bók um hana
Leni: The Life and Work of Leni
Riefenstahl eftir Steven Bach er ný-
komin út. Sömuleiðis hefur þýsk
ævisaga Leni eftir Jurgen Trimborn
verið þýdd á ensku. Bækurnar þykja
gefa glögga mynd af sjálfhverfri en
hæfileikamikilli konu sem lifði fyr-
ir list sína og lét sig fólk litlu varða
nema það gæti nýst henni á lista-
brautinni.
Leni er þekktust fyrir tvær kvik-
myndir sem hún gerði fyrir Adolf
Hitler, Sigur viljans og Olympia sem
vörpuðu miklum ljóma á Hitler og
nasismann. Leni, sem þegar hafði
áunnið sér nafn sem leikkona og
leikstjóri, hitti Hitler árið 1932 eft-
ir að hafa hrifist af bók hans Mein
Kampf sem hún sagði „dásamlega".
Hún skrifaði Hitler og fékk einka-
fund með honum. Þau urðu vinir
og hann heimsótti hana á heimili
hennar og bauð henni í heimsókn-
ir. Slúðrað var um ástarsamband
þeirra á milli. Þegar stríðið skall á
urðu fundir þeirra ekki tíðir vegna
anna Hitlers og þau hittust i síðasta
sinn í marsmánuði 1944.
Áróðursmyndir fyrir Hitler
Leni gerði Sigur viljans um
flokksþing nasista í Nurnberg árið
1934. Hún sagði að myndin væri
ekki áróður heídur heimildarmynd.
Enginn vafi er þó á því að myndin
varpaði dýrðarljóma á Hitler og var
óður til nasismans. Myndin er talin
ein áhrifaríkasta áróðursmynd sem
nokkurn tímann hefur verið gerð.
Bandarískur maður, sem var barn í
Þýskalandi árið 1934, minnist þess
þegar myndin var sýnd í skólanum
sem hann gekk í. Hann var einn af
þremur gyðingum í hópi 700 skóla-
barna. Eftir sýninguna gengu nem-
endur í skrokk á gyðingabörnunum
meðan kennarar horfðu ánægðir á.
Árið 1936 gerði Leni mynd um
Ólympíuleikana í Berlín og notaði
þar nýja tækni við kvikmyndagerð.
Myndin þótti mikið afrek en var
eins og Sigur viljans hylling til Hitl-
ers og nasismans. Ári seinna sagði
Leni bandarískum blaðamanni
að Hitler væri mesta mikilmenni
sögunnar og að hann hefði engan
galla.
Á stríðsárunum ferðaðist Leni til
Póllands með þýskum hermönnum
og varð vitni að því þegar þýskir
hermenn drápu 30 gyðinga í pólska
bænum Konskie. Hún neitaði
seinna að hún hefði verið viðstödd
en þýskur hermaður tók ljósmynd
af henni meðan á drápunum stóð
og þar er Leni greinilega í uppnámi
vegna þess sem hún sér. Ári seinna
þegar Leni vildi fá sígauna sem au-
kaleikara í mynd sem hún var að
gera valdi hún sjálf rúmlega tutt-
ugu manns úr þýskum þrælkunar-
búðum, þar á meðal voru 15 börn,
það yngsta 13 mánaða gamalt. Eftir
vinnu við myndina voru sígaunarn-
ir sendir aftur í búðirnar og örlög
flestra þeirra urðu að deyja í Au-
schwitz. Leni hélt því hins vegar
fram að hún hefði hitt flestalla sí-
gaunana eftir stríð.
Hundrað ára lífsorka
Leni gekk í hjónaband í fyrsta
sinn 42 ára gömul í marsmánuði
1944 og í sama mánuði hitti hún
Hitler í síðasta sinn. Hann var þá
þjáður af parkinsonsveiki og hún
þekkti hann ekki fyrir sama mann.
Hitler sýndi henni og eiginmanni
hennar engan áhuga heldur flutti
klukkutíma einræðu.
Eftir stríð var hún leidd fyrir
dómstól vegna tengsla sinna við
nasista en fékk ekki fangelsisdóm.
í Þýskalandi var óhugsandi að taka
verk hennar til sýninga en þau voru
sýnd í erlendum háskólum og Leni
huggaði sig við aðdáendabréfin sem
henni bárust frá útlöndum.
Hjónaband Leni endaði með
skilnaði. Hún var sextíu og fimm
ára gömul þegar hún fann loks lífs-
förunaut, mann sem var tuttugu og
fimm ára, fjörutíu árum yngri en
hún og hann var við hlið hennar
allt þar til hún lést. Hún ferðaðist
til Súdans og tók frægar myndir af
Nuba-þjóðflokknum og rúmlega
sjötug gerðist hún kafari og tók
sjávarlífsmyndir sem vöktu mikla
athygli. Á hundrað ára afmæli
sínu sendi hún frá sér kvikmynd
um dýralíf neðansjávar. Hún lést í
svefni nokkrum vikum eftir 101 árs
afmæli sitt. Madonna, Jodie Foster
og Sharon Stone hafa allar lýst yfir
áhuga á að fara með hlutverk henn-
ar í kvikmynd. Leni sagði nokkrum
árum fyrir dauða sinn að hún hefði
engan áhuga á að Hollywood gerði
mynd um ævi hennar. „Þeir gætu
búið til lygasögur eins og þær að ég
hefði átt í ástarsambandi við Hitler
eða gert mig að brjálaðri nasistatík.
Ég get ekki leyft þeim að dreifa lyga-
sögum um mig,“ sagði hún.
Leni neitaði alla tíð að horfast í
augu við fortíð sína í ríki Hitlers
en nýjar ævisögur um líf þessarar
merkilegu konu sýna að þar var á
ferð listamaður sem bjó yfir gríð-
arlegum metnaði og hæfileikum
og lifði fyrir list sína en lét sér um
leið standa á sama um mannúð og
manneskjur.
ÞJÓRSÁRVER
menningarmolinn
Marlowe drepinn
Á þessum degi árið 1593 var leik-
ritaskáldið og ljóðskáldið Christ-
opher Marlowe drepinn vegna rifr-
ildis um reikning. Marlowe var 29
ára þegar hann lést. Marlowe var
afburðavel gefinn og byrjaði að
skrifa leikrit þegar hann var í skóla
og er höfundur sex leikrita. Margir
telja að Marlowe hafi verið njósnari
í þjónustu EHsabetar 1. Ýmislegt
þykir dularfullt við dauða hans og
alla tíð hafa verið sögusagnir um
að hann hafi verið myrtur. I maí-
mánuði 1593 var fyrrum skólafélagi
Marlowes handtekinn og sakaður
um landráð. Hann sagði yfirvöld-
um að skjöl, sem fundust í fórum
hans og þóttu bera voft um villu-
trú væru í eigu Marlowes. Marlo-
we var handtekinn en látinn laus
gegn tryggingu. Marlowe var við
drykkju þegar hann lenti í áflog-
um vegna deilna um hver skyldi
borga reikninginn og var stunginn
til bana. Margar bækur hafa verið
skrifaðar um Marlowe og dauða
hans. Nokkrir fræðimenn hafa
haldið fram þeirri ævintýralegu
kenningu að Marlowe hafi sviðsett
eigin dauða og síðan haldið áfram
að skrifa leikrit undir nafninu
William Shakespeare.
Christopher Marlowe Var
hann myrtur, drepinn í rifrildi
eða dó hann alls ekki7
GARÐHEÍMAR
Félag SkrúSgarSyrkjumeistara