blaðið - 30.05.2007, Side 18

blaðið - 30.05.2007, Side 18
26 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 neyten neytendur@bladid.net Aðskotahlutir í hálsi Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun hjá ungum börnum. Nú er kominn út bæklingur sem vekur at- hygli á þessari hættu og bendir á rétt viðbrögð vegna aðskotahlutar í hálsi. blaðið Heilsuefling á vinnustöðum Fjallað verður um áherslur í heilsueflingu og áhættu- greiningu á vinnustöðum í opnum fyrirlestri i Odda (stofu 101) á morgun kl. 12:15. Fyrirlesari er Drew Bossen, bandarískur sérfræðingur á þessu sviði. Sérmerktar garðplöntur Margir kjósa öðru fremur að prýða garða sína með íslenskum sum- arblómum og garðplöntum enda þykja þær harðgerðar og hentugar fyrir þær aðstæður sem ríkja hér á landi. f garðvöruverslunum lands- ins kennir margra grasa og til að auðvelda neytendum að greina íslenskar jurtir frá erlendum hafa garðyrkjubændur útbúið sérstakar merkingar á framleiðslu sína. ís- lenskar garðplöntur og sumarblóm eru merkt með íslensku fánarönd- inni og orðunum íslensk garðyrkja. Sams konar merkingar hafa verið notaðar á íslenskt grænmeti um nokkurt skeið. Pjónusta á tjaldsvæðum hefur batnað Víða má gera betur Aðstaða og þjónusta á tjaldsvæð- um hér á landi hefur batnað á und- anförnum árum í kjölfar aukinnar sölu á húsbílum og hvers kyns ferða- vögnum. Víða má þó gera betur að mati Sigríðar Örnu Arnþórsdóttur, ritstjóra tímaritsins Á ferðinni, sem hefur mikla reynslu af tjaldsvæð- um landsins. „Langflestir þurfa til dæmis aðgang að rafmagni en það er alls ekki komið alls staðar. Menn eru þó að taka við sér og það er víða búið að bæta verulega úr því,“ segir Sigríður og bætir við að einnig þurfi að koma víðar upp aðstöðu fyrir fólk til að losa úr ferðasalernum. „Þetta er hlutur sem menn hafa ekki viljað horfast í augu við en það er eitt og eitt tjaldsvæði sem býður upp á þetta og þeim fer fjölgandi en það þyrfti að vera gert ráð fyrir þessu alls staðar,“ segir hún Gerir meiri kröfur Sigríður segir að vilji sé til að bæta ástandið og koma til móts við þarf- ir ferðamanna enda geri fólk meiri kröfur nú en áður, ekki síst eftir að ferðavögnunum fjölgaði á vegum landsins. „Eftir að vagnarnir urðu svona al- gengir er fólk líka oft lengur á ferð og þá verður það að fá þessa þjónustu. Það verður að komast í þvottavélar, t1 mmm i Mætti bæta aðstöðu Víða má bæta aðstöðu fyrir ferðavagna á tjaldsvæð- um landsins til dæmis með aðgengi að rafmagni og aðstöðu til að losa úr ferðasalernum. það verður að geta losað salernin og ef þessi tjaldsvæði vilja halda í fólk lengur en tvo daga verða þau að bjóða upp á þessa þjónustu," segir hún. Áður en lagt er af stað í ferðalagið er hentugt að kynna sér hvaða tjald- svæði eru í boði og hvort þar sé boðið upp á þá þjónustu sem þörf er á. Á vefsvæðinu tjaldsvaedi.is má nálgast upplýsingar um tjaldsvæði á landinu og leita að svæðum eftir landshlut- um. Misræmi í verðlagningu Tjaldsvæði eru misdýr eftir þeirri þjónustu og aðstöðu sem í boði er. Sig- ríður segir þó að oft sé lítið samræmi á milli þess hvernig menn verðleggja sig og hvað boðið sé upp á. „Sumum finnst nóg að opna tjaldsvæði og setja upp hæsta gjald en athuga ekki að það þarf ýmis þjónusta að vera fyrir hendi til að geta verðlagt sig svo hátt,“ segir hún. Ferðamálastofa hefur sett fram flokkunarviðmið fyrir tjaldsvæði þar sem þau fá stjörnur (frá einni upp í fimm) eftir því hve mikil þjónusta er veitt. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni ferdamalastofa.is en tek- ið skal fram að urri valkvæða flokkun er að ræða. Þá er einnig sums staðar boðið upp á gjaldfrí tjaldsvæði, til dæmis á vegum sveitarfélaga. Sigríður segir að þjónusta sé yfirleitt mjög góð á slík- um svæðum og sveitarfélögin sjái sér hag í að bjóða upp á frí tjaldsvæði. HOLTA bringa í sveppasósu með hrísgrjónum og grænmeti Nýju heitu og girnilegu réttirnir frá Holta Tölvuvæddir íslendinga isiendingar hafa tekið tölvubyltingunni fagnandi samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á tölvu- og netnotkun hér á landi. Netvæðing íslendinga Tölvur eru á níu heimilum af hverjum tíu (89%) hér á landi og 84% heimila geta tengst Internetinu. Nærri níu af hverjum tíu heimilum sem eru nettengd nota xDSL-teng- ingu (svo sem ÁDSL eða SDSL) en einungis 7% þeirra nota hefðbundna upphringitengingu (ISDN). Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar Hagstofu íslands á notkun heim- ila og einstaklinga á tæknibúnaði og Internetinu. Rannsóknin er sú sjötta í röðinni og var gerð fyrr á þessu ári. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að níu af hverjum tíu íslending- um á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og Internet. Flestir nota Internetið því sem næst daglega. Fólk notar Netið aðallega til samskipta og upp- lýsingaleitar og hefur tilgangur þess með notkun miðilsins breyst lítið milli ára. Þriðji hver íslendingur pantaði eða keypti vörur eða þjónustu á Netinu á því þriggja mánaða tíma- bili sem spurt var um. Algengast er að fólk kaupi farmiða, gistingu eða annað tengt ferðalögum á Netinu. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar hafa verið gefnar út í sérstöku hefti sem má meðal annars nálgast á vef Hagstofunnar hagstofa.is. Á sama vef má einnig finna ítarlegri niðurstöður rannsóknarinnar und- ir efnisliðnum Upplýsingatækni.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.