blaðið - 30.05.2007, Qupperneq 29
blaðiö
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 37
Knightley í hlut-
verk prinsessu
Nú stendur til að gera kvikmynd
um líf Dfönu prinsessu og hefur
leikkonan Keira Knightley verið
orðuð við hlutverkið, en Díana lést í
bílslysi í París fyrir tíu árum aðeins
36 ára gömul.
Myndin verður byggð á bókinni
Diana and the Paparazzi og er
slegist um kvikmyndaréttinn sem
hefur gengið kaupum og sölum
á kvikmyndahátíðinni i Cannes
undanfarið. Margir líta til velgengni
myndarinnar The Queen sem
gerð var á síðasta ári með Helen
Mirren í hlutverki Elísabetar
Englandsdrottnlngar og telja
að mynd um Díönu prinsessu verði
enn vinsælli.
Útvarpsþátturinn Capone sendir út frá Danmörku í sumar:
í beinni frá Norðurbrú
n\t^f*Kv&k's‘v‘r
**$£*#?
aö veta
Andri segist hafa fundið ibúð í hjarta
Norðurbrúar og getur því fylgst með
danska bæjarbragnum í beinni útsend-
ingu. „Ég verð maðurinn á stöðinni sem
er á staðnum á meginlandinu og sendir út
þaðan,“ segir hann. „Ég ætla þó aðallega
að geta notið sumarsins þar sem er sum-
ar og sól. Svo er náttúrlega allt vitlaust hjá
okkar mönnum í Kristjaníu, maður verð-
ur að fylgjast með þessu líka.“
Margir spyrja sig hvort Andri sé að
flytja til að geta sofið lengur á morgnana.
Útvarpsþátturinn Capone hefst klukkan
sjö á morgnana á Islandi en Andri þarf
1
MTW*
i%i
105 milljarðar í vegí
tmkt* tu+rx"* fetoMWfiMW****
* Frá 1. mars er Blaðiö
borið út á fleiri heimili
en nokkuð annað
dagblað á islandi
ekki að rífa sig upp fyrr en
an níu i Danmörku. „Þetta hefur
lúmskt með það að gera, nú getur
maður farið að lifa eins og maður.“
Andri flytur út sunnudaginn
ío. júní. „Ef fólk heyrir ekki í mér
í útvarpinu daginn eftir getur það
reiknað með því að eitthvað hafi
aðeins farið úrskeiðis,“ segir Andri.
„Þetta er tæknilega mögulegt og sam-
kvæmt öllum útreikningum ætti
þetta að ganga upp.“
atli@bladid.net
„Ég er kominn með andskotans nóg af
þessu helvíti,“ segir Andri Freyr Viðars-
son, annar helmingur útvarpsþáttarins
Capone á Reykjavík FM 101,5, aðspurður
hvers vegna hann ætli að flýja land í sum-
ar. „Ég er búinn að fá nóg af þvi að fara á
barinn og fólk vill ekki sjá neitt annað en
fulla gæjann úr Kastljósinu."
Andri er á leiðinni til Danmerkur þar
sem hann ætlar að búa í sumar og senda
út sitt framlag í útvarpsþættinum Capone.
„Þetta er svo sneddi maður, ég bara vakna,
rölti inn í eldhús og kveiki á míkrófónin-
um. Þá heyri ég í Búa i heddfóninum.“
Enginn eins
góður og Lennon
Bítillinn Paul McCartney hefur
lýst því yfir að enginn þeirra tónlist-
armanna sem hann hefur starfað
með toppi samstarfið sem hann
átti við John Lennon. Vill hann
meina að hann hafi orðið of góðu
vanur í samstarf sínu með Lennon
heitnum og því hafi hann mótað
með sér miklar kröfur um samstarf
við aðra.
„Ég hef unnið mikið með öðrum
síðan ég vann með Lennon og verð
að segja, þrátt fyrir að mér finnist
það leiðinlegt, að það hafi verið
ákveðin vonbrigði. Það var einfald-
lega svo gott að vinna með Lennon
- við byrjuðum svo ungir og vorum
farnir að lesa hugsanir hvor ann-
ars,“ sagði þessi 64 ára söngvari í
samtali við BBC music.