blaðið - 15.06.2007, Side 12
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjórar:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
Ólafur Þ. Stephensen
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Mistök annarra
Það var einkennilegt að sjá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, í ræðustól Alþingis fyrr í þessari viku spyrja forsætisráðherra hvort
stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina i Irak hefði verið afturkallaður
og þá í hvaða formi.
Valgerður héfði betur setið í sæti sínu en að rjúka upp í ræðustól á Alþingi og
nefna íraksstríðið á nafn. Fyrirspurn hennar varð einungis til að minna ræki-
lega á skömm Framsóknarflokksins í því máli. Þjóðin er ekki búin að gleyma
að það var Framsóknarflokkurinn sem stóð að því ásamt Sjálfstæðisflokki að
lýsa yfir stuðningi við Íraksstríðið. Svo alls sannmælis sé gætt verður að halda
því til haga að ákvörðunin var tekin af tveimur mönnum, formanni Sjálfstæð-
isflokksins, Davíð Oddssyni, og formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ás-
grímssyni. Hlutskipti þingmanna þeirra var að kyngja þessari ákvörðun og
þeir gerðu það flestir mótmælalaust.
Þessi ákvörðun formannanna tveggja flýtti mjög fyrir pólitískum dauða
þeirra en varð afdrifaríkari fyrir Framsóknarflokk en Sjálfstæðisflokk. Stjórn-
málaflokkur sem skilgreinir sig sem hófsaman miðjuflokk hefur ekki efni á
að leggja blessun sína yfir innrásarstríð enda kallaði þessi yfirlýsing á fjölda-
flótta frá Framsóknarflokknum. I Sjálfstæðisflokknum er hefð fyrir því að
fylgja Bandaríkjamönnum að málum með þeirri röksemdarfærslu að Banda-
ríkin séu vinaþjóð sem beri að styðja 1 einu og öllu. Þá gleymist að það er aldrei
gæfulegt að fylgja vinum í blindni.
Nú eru nýir tímar og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er íraksstriðið
harmað. TJtanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur gert banda-
ríska sendiherranum hér á landi grein fyrir þessari stefnubreytingu. Lengra
þarf Samfylkingin ekki að ganga.
Samfylkingin gaf fyrir kosningar fyrirheit um að ísland yrði tekið af lista
hinna vígfúsu þjóða kæmist flokkurinn í ríkisstjórn. Þetta hljómaði satt að
segja aldrei sérlega trúverðuglega og markaðist sennilega meir af óskhyggju
en raunsæju mati. Menn segja stundum svo miklu meira í pólitík en þeir geta
nokkru sinni staðið við þegar kaldur raunveruleikinn blasir við þeim. Það
verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að stuðningurinn var veittur. Það
er ekki svo auðveldlega hægt að fara aftur í tímann, draga fyrri yfirlýsingu til
baka og telja sig þannig vera búinn að leiðrétta mistök annarra. Það yrðu ein-
ungis marklaus orð, máttlítil seinni tima afsökun sem þjónar litlum tilgangi.
Samfylkingin virðist vera búin að gera sér grein fyrir þessu og tekur skynsam-
lega afstöðu i málinu.
Samfylkingin getur ekki heldur sífellt horft í baksýnisspegilinn í samstarfi
sínu við Sjálfstæðisflokk. Formannsskipti hafa orðið í Sjálfstæðisflokknum og
Geir Haarde er ekki sami vígamaðurinn og Davíð Oddsson var og er. Þegar
ríkisstjórnin lýsir yfir harmi vegna fraksstríðsins er hún um leið að senda
þau skilaboð að ákvörðun um stuðning við það stríð hafi að hennar mati verið
misráðin. Um leið ber að hafa í huga að íslenska þjóðin þarf ekki að vera eilíf-
lega grátbólgin vegna ákvörðunar tveggja manna um stuðning við Íraksstríðið.
Hörðustu andstæðingar Íraksstríðsins tala stundum eins og íslenska þjóðin
hafi sent her til Iraks og orðið að þola mannfall. Raunveruleikinn er bless-
unarlega ekki á þann veg. Stuðningsyfirlýsingin var hins vegar mikil mistök
tveggja manna. Af þeim mistökum má margt læra.
öbJ r 6 Kolbrún Bergþórsdóttir
&
Gott til
endurvinnslu
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
12
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007
blaöiö
TjrUfl!?...© THl§ SoMt-tiE 1M lMClZ.olC.ms li JA«.GÍSIAl)5íTlP>.
CfliLinG ICíU\ND...Ple/jS£ C/UiMe SoLLA Viv h^A
A/IeGJNErUM Í|Þ PÆLA ME{> FENNWUlSm, EFJjSTA SfOm
WLLA.EÍ/I HVoTír HWM S'E TíL HEg MRNa
VEIT M/HXiRí- flLLA VEfifl Wf ÐU/M H9 §?íl í WoRJ Vlf
ættua/i Notacuf? m i®i $m>7v§r Limua
m e/nS os wm irr* r
.... HAllí... Hfi.LU...?....
Háskólarnir í prófi
Háskólarnir eru nýkomnir úr
prófum. Nemendur luku sínum
prófum fyrir nokkru en nú var sem
sé komið að háskólunum sjálfum.
Einkunnirnar voru að koma í hús.
Ríkisendurskoðun birti í vikunni
skýrslu um kostnað, skilvirkni og
gæði háskólakennslu. Alveg eins
og nemendur sem blða í nagandi
óvissu eftir vitnisburði um frammi-
stöðu sína höfum við sem störfum
í umræddum háskólum beðið
spennt eftir einkunn Ríkisendur-
skoðunar. Að vísu voru aðeins þrjár
námsdeildir metnar að þessu sinni,
viðskiptafræði, lögfræði og tölvun-
arfræði. Sjálfur starfa ég í félagsvís-
indadeild við Háskólann á Bifröst
svo þessi úttekt nær nú ekki til mín.
Samt var ég orðinn ansi spenntur.
Sem kennari er ég vanur því að
nemendur kvarti yfir einkunnum,
reyni að toga þær upp með alls
konar afsökunum og tuði, jafnvel
hótunum í einstaka tilvikum. Það
hefur aldrei gengið. Á sama hátt
hafa stjórnendur háskólanna reynt
að hífa upp einkunn sína í sam-
tölum við fjölmiðla undanfarna
daga. Það er svo sem eðlilegt. En
alveg sama hvað menn spinna í fjöl-
miðlum þá er erfitt að breiða yfir
þá einkunn Ríkisendurskoðunnar
að háskólarnir á Islandi standa sam-
bærilegum erlendum háskólum
nokkuð að baki. Fjárframlög til
þeirra eru einfaldlega of lítil. Þetta
þurfum að laga.
Akademískt ágæti
Fjölmiðlar slógu því upp að Há-
skóli Islands hafi fengið hæstu ein-
kunn í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Það er vissulega rétt að ákveðnu
leyti, en ekki öllu. Margir af reynd-
ustu og virtustu fræðimönnum
landsins starfa við þennan elsta og
stærsta háskóla landsins. Háskóli
Islands er sannarlega flaggskip há-
skólaflórunnar á íslandi og hefur í
gegnum tíðina staðið sína plikt vel,
- komið þessari þjóð til mennta. Rík-
isendurkoðun gaf skólanum hins
vegar falleinkunn á ýmsum öðrum
sviðum en því sem snýr að akadem-
ísku ágæti. Til að mynda eru þar allt
of margir nemendur á hvern kenn-
ara, aðstaða er léleg og allt of margir
hrökklast úr námi. Laun eru líka
svo lág að margir kennarar neyðast
til að verja hluta af starfsorku sinni
fyrir utan skólann til að eiga fyrir
salti í grautinn.
Ánægja í einkaskólunum
Þrátt fyrir að einkareknu skól-
arnir, Háskólinn í Reykjavík og Há-
skólinn á Bifröst, fái lægri einkunn
en HÍ þegar kemur að akademískri
stöðu þá eru nemendur við þessa
skóla ánægðari með námið sitt og
telja þjónustu kennara og annars
starfsfólks betri. Fyrir okkur á
Bifröst er margt jákvætt í skýrslu
Ríkisendurskoðunnar en þar eru
einnig ábendingar um margt sem
þarf að laga. Til að mynda er hlut-
fall kennara með doktorspróf ekki
nógu hátt en á móti kemur að rann-
sóknarafköst kennara á Bifröst er
með hæsta móti, enda eru þar starf-
rækt ýmis fræðasetur. Háskólinn á
Bifröst er dýrastur og starfsmanna-
kostnaður á hvern fullskráðan
nemanda hæstur. Það kemur til
af þeirri stefnu skólans að kenna í
litlum hópum. Á Bifröst eru fæstir
nemendur á hvert akademískt
stöðugildi. Hver kennari hefur því
meiri tíma fyrir hvern nemenda í
Bifröst heldur en í öðrum háskólum
á Islandi.
f-mS ' ' ■
Fræðineru víða
Lengi vel varfræðastarf á Islandi
svo til allt unnið innan veggja HÍ.
Undanfarin ár hefur fræðasamfé-
lagið hins vegar sprengt utan af sér
veggina og fræðimenn farnir að
starfa út um allar trissur. Vöxtur
einkaskólanna hefur verið með
hreinum ólíkindum og fræðasamfé-
lög verið mynduð víða. Til að mynda
starfa tugir fræðimanna innan vé-
banda Reykjavíkurakademíunnar.
Hér má til gamans nefna að Háskóla-
setur Vestfjarða stendur nú um helg-
ina, ásamt fleirum, fyrir alþjóðlegri
ráðstefnu um þjóð og hnattvæðingu
á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Fræðin
eru víðar og fjölbreytnin blessunar-
lega miklu meiri en áður.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
Klippt & skorið
GuðniGíslason, rítstjórí Fjarðarpóstsins
í Hafnarfirði, vandar ekki nýkjörnum
þingmanni kjördæmísins, Gunnari
Svavarssyni, kveöjurnar f pistli stnum í blaði sínu.
,Ekki hef ég oft heyrt um að fólks sé skammað
fyrirað vinna heimavinnuna sína. Þetta upplifði
ég þegarég hlustaði á Gunnar
Svavarsson, á bæjarstjómar-
fundi, hneykslast á að Rósa
Guðbjartsdóttir skyldi leyfa
sér að láta arkitekt skissa upp
hugmyndir að endurbótum
í Hellisgerði sem hún lagði svo fyrir i afmælis-
nefnd bæjarins. Hver gaf Gunnari Svavarssyni
rétt til þess að dæma um það hvaða aðferðir eru
réttar og hvaða aðferðir eru rangar?" spyr Guðni
en honum mun hafa ofboðið hroki þingmanns-
ins gagnvart bæjarfulitrúanum sem sýndi þó lit
í að vilja veg Hellisgerðis sem mestan.
Svava Johansen, kaupmaður hjá NTC,
leggur til að reist verði verslunarmið-
stöð í miðbænum, enda geti kaupmenn
þar ekki keppt við Kringl-
una og Smáralind. I nýlegri
könnun Capacent kom fram
að almenningur lítur ekki á
miðbæinn sem verslunarstað.
(langan tíma voru fáar versl-
anir í miðbænum en þess meira af kaffihúsum
og veitingastöðum. Líklegast varð það til þess
að fólk flýði miðbæinn, enda lítið þar að finna.
Þetta hefur hins vegar verið að breytast mikið
að undanförnu og nú eru margar góðar og
skemmtilegar verslanir í miðbænum. Korta-
þjóðinni finnst þó súrt í broti að þurfa að eiga
klink I stöðumæli og það fælir örugglega frá.
Krafan hlýtur þv( að vera kortagjaldmælar við
bílastæðin eða frítt í þau.
Pétur Gunnarsson greinir frá því á
bloggsíðu sinni að hætt hafi verið
við ráðningu skrifstofustjóra nýrrar
skrifstofu barna- og fjölskyldumála (félags-
málaráðuneytinu vegna umfangsmikilla
verkaskiptinga ráðuneyta. (því Ijósi hefur
félagsmálaráðherra ákveðið að falla frá
ráðningu og hefur sent I
umsækjendum bréf þess I
efnis. Alls sóttu 24 um I
stöðuna, þar af voru 22 »■ -
konur en 2 karlar. Meðal
umsækjenda eru þekktir jLj.
samfylkingarmenn eins ■
og Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi
alþingismaöur, og Drífa Kristjánsdóttir
á Torfastöðum.
elin@bladid.net