blaðið - 15.06.2007, Side 20
28 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007
blaðið
helain
helgin@bladid.net
Jogvan 1 Smaralind
Færeyski söngfuglinn Jógvan fagnar útkomu
nýjustu plötu sinnar í Vetrargarðinum í Smára
lind á laugardag kl. 15. Hann mun taka lagið
| og árita diskinn fyrir gesti og gangandi.
I ■■■ I ■
A móti sól
Magni Ásgeirsson og félagar hans
í hljómsveitinni Á móti sól leika
fyrir dansi á skemmtistaðnum
Gauki á Stöng í kvöld.
UM HELGINA
Buíf og Matti
Gleðisveitin Buff ásamt Matta
sem gjarnan er kenndur við Pap-
ana leikur og syngur á Gauki á
Stöng laugardagskvöldið 16. júní.
Klúbbakvöld á Nasa
Plötusnúðurinn Desyn Masiello
leikur ásamt landsliði íslenskra
plötusnúða á klúbbakvöldi á
skemmtistaðnum Nasa laugar-
dagskvöldið 16. júní.
Orgeltónleikar
í Hallgrímskirkju
Rússneski organistinn Daniel
Zaretesky leikur tónlist eftir Bach,
Böhm og Buxtehude á tónleikum
í Hallgrímskirkju laugardaginn 16.
júní kl. 12.
Styrktartónleikar
Aflsins
Aflið, systursamtök Stígamóta á
Norðurlandi, stendur fyrir styrktar-
tónleikum á 1929/Capone í kvöld
og hefjast þeir kl. 20. Fram koma
meðal annars Helgi og hljóðfæra-
leikararnir, Skátar, Bloodgroup,
Eyþór Ingi og Unnur Birna.
Sumardjass
Kvartett Hauks Gröndal kemur
fram á þriðju tónleikum sumartón-
leikaraðar veitingahússins Jómfrú-
arinnar við Lækjargötu, laugar-
daginn 16. júní kl. 15. Dagskráin
er helguð saxófónleikaranum
Lester Young og tónlist hans.
Ópera á Hvolsvelli
Ópera Skagafjarðar leggur land
undir fót og flytur valdar perlur úr
óperunni La Traviata í Sögusetr-
inu á Hvolsvelli í kvöld kl. 21. Mið-
aðverð er kr. 3200. Miðapantanir
eru í síma 487 8043.
Hreingjörningur
Anna Richards-
dóttir fremur
alheimshreingjörn-
ing í Þorgeirs-
kirkju í Ljósavatns-
skarði í kvöld kl.
21. Henni til halds
og trausts verður
tónlistarkonan
Ragnhildur Gísla-
dóttir.
Finnskur kórsöngur
Karis-kórinn frá Finnlandi heldur
tónleika ásamt kvennakvartett-
inum Alla Breve og litla karla-
kórnum Vástkvartetten í Reyk-
holti í Borgarfirði laugardaginn 16.
júní kl. 16. Aðgangseyrir er 1000
krónur en frítt fyrir börn yngri en
14 ára.
Svona eru menn
Síðasta sýning sumarsins á
Svona eru menn með þeim KK
og Einari Kárasyni í Landnáms-
setrinu í Borgarnesi verður laugar-
dagskvöldið 16. júní.
Sýning I
Vjelasmiðjunnni
Ný sýning verður opnuð á Tækni-
minjasafni Austurlands á Seyð-
isfirði, laugardaginn 16. júní kl.
15. Sýningin verður í Vjelasmiðju
Jóhanns Hanssonar sem er alda-
gömul á þessu ári.
Blöðrur, fánar og þjóðbú
Það munu án efa margir klæðast
þjóðbúningum, blása upp blöðrur
og veifa fána á sunnudag þegar
þjóðhátíðardagur rennur upp.
Efnt verður til hátíðarhalda víða
um land en að venju fara stærstu
og viðamestu hátíðarhöldin fram
í höfuðborginni. Framkvæmd há-
tíðarhaldanna er í höndum Hins
hússins eins og fyrri ár. Hefðbund-
in morgundagskrá verður á Aust-
urvelli en síðdegis skrúðgöngur
og barna- og fjölskylduskemmtan-
ir á sviðum.
Skrúðganga verður farin frá
Hlemmi niður Laugaveg að Ing-
ólfstorgi kl. 13:40 og um líkt leyti
verður önnur farin frá Hagatorgi í
Hljómskálagarð.
Uppákomur á götum og torgum
1 Tjarnargörðunum verða leik-
tæki, íþróttasýningar og ýmsar
sýningar og götuuppákomur verða
víðs vegar um miðbæinn. Þá verð-
ur efnt til tónleika og dansleikja
um kvöldið þar sem allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi. Þannig
verða hefðbundnir rokktónleikar
á Arnarhóli, harmóníkuball í Ráð-
húsinu, dansiball á Ingólfstorgi
og diskótek að hætti Páls Óskars í
Lækjargötu.
Benóný Ægisson hjá Hinu hús-
inu segir að dagskráin sé svipuð
i sniðum og fyrri ár en þó verði
hún fjölbreyttari og viðameiri með
hverju ári. „Hún hefur tilhneig-
ingu til að vaxa. Það er stemningin.
Það vilja allir hafa þetta flottara en
í fyrrasegir hann.
Hvers kyns götuuppákomur setja
. svip sinn á hátíðarhöldin að þessu
sinni og segir Benóný að þeim
hafi fjölgað á undanförnum árum.
„Skapandi sumarhópar Hins húss-
ins taka allir þátt. Þeir eru reyndar
færri í ár en þeir hafa verið undan-
farin ár en þessum götuuppákom-
um hefur fjölgað mikið aðallega
með tilkomu þeirra “ segir hann.
Rigning á það til að setja svip
| sinn á þjóðhátíðardaginn í gegnum
| tíðina og eitt er víst að veðrið getur
| haft áhrif á hátíðarskap margra og
I reikna má með að fleiri leggi leið
fi sína í bæinn ef vel viðrar. Benóný
I segir að lítið þýði að hugsa um veðr-
I ið. „17. júní kemur náttúrlega og verð-
| ur haldinn hvernig sem veðrið verð-
1 ur. Við höfum svo sem lent I ýmsu
| en mér skilst að það líti ágætlega út
Imeðveðrið núnasegir hann.
Fjallkonan fríð Fjallkonan
erjafnómissandi þáttur í
þjóðhátídarhöldum og fánar
og sykurfraud. Ætíð ríkir mikil
leynd yfir því hver tekur að
sér hlutverk fjallkonunnar.
Kvosin lokuð fyrir umferð
Götur I Kvosinni verða meira
og minna lokaðar um eftirmið-
daginn vegna hátíðarhaldanna
og verður leiðum og stoppistöðv-
um strætisvagna um miðbæinn
breytt lítillega. Strætisvagninn
er góður kostur fyrir þá sem ekki
komast fótgangandi niður í bæ.
Þeir sem koma á bíl mega gera ráð
fyrir því að þurfa að leita lengi að
bílastæði.
„Það verður náttúrlega bara erfitt
eins og þegar það eru svona stórar
uppákomur. Það sem er kannski
sniðugast fyrir fólk að byrja dag-
inn á að fara í skrúðgöngurnar og
leggja þar og svo er hægt að rölta
og sækja bílinn annaðhvort uppi á
Hlemmi eða út við Hagatorg,“ segir
Benóný.
í nágrannasveitarfélögum borg-
arinnar verður einnig blásið til
hátíðarhalda í tilefni dagsins. I
Kópavogi munu brassbönd úr
Föstudagsfiðrildi
Skapandi sumarhópar Hins húss-
ins verða á ferð í miðborg Reykjavík-
ur í dag milli kl. 12 og 14 og gleðja
gesti og gangandi með ýmsum
hætti. Þeir munu síðan setja svip
sinn á bæjarlífið í allt sumar.
Þeir sem eiga leið um bæinn á
morgun geta kynnt sér dagskrána
hér að neðan:
Lækjartorg:
Tepoki spilar.
Fjöllistahópurinn Götulif kynnir
hvítt hyski.
Iðnó - utandyra:
Filmuklukka.
Ljósmyndasaga við Iðnó.
OB leíkhópur flytur verkið Heldri
borgarar.
Austurvöllur/Túnið við MR:
Danshópurinn Samyrkjar skella sér
í lautarferð og bjóða upp í dans.
Austurvöllur:
Danshópurinn Hnoð dansar með
Djáknanum á Myrká.
Hönnunarhópurinn Títa prjónar til
styrktar Neistanum
(Styrktarfélag hjartveikra barna).
Ingólfstorg:
Rafhljómsveitin Rafhans 021 spilar
rafmagnaða tóna.
Nakti apinn, Bankastræti 14:
Xavier og Mcdaniel sýna afrakstur
samstarfs þeirra um samband tón-
listar og videolistar.
Kaffi Hljómalind:
Slefberi sýnir Ijósmyndir og heldur
tónleika kl. 12 og kl. 16.
Reiðhjólagengið Ræbbblarnir
verða með hádegismat, hjól til
sýnis og kvikmyndasýningu.
Miðbærinn:
Vinir Láru breiða út boðskap Þór-
bergs Þórðarsonar í Miðbænum.
Götuleikhús Hins hússins gleður
gesti og gangandi á förnum vegi.
Götuleikhús i Reykjavik
, Skapandi hópar Hins húss-
f ins setja svip sinn á miðborg
I ina i sumar eins og fyrri ár.
- w r