blaðið - 15.06.2007, Qupperneq 25
blaðiö
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 33
viðtal
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
notar hann ræðuhæfileikana einvörð-
ungu við sölu auglýsinga fyrir veftíma-
ritið og við gerð viðskiptasamninga
þar að lútandi.
„Ræðulistin hefur verið lögð á hill-
una. Svo er ég eiginlega ekkert fynd-
inn lengur! Nei, ég segi nú bara svona
- ég er mjög fyndinn maður. Til þess
að hafa góðan móral á skrifstofunni
á ég það til að brydda upp á hinum
ýmsu skemmtilegheitum og koma
fólki í góðan gír. Þegar menn eru eitt-
hvað að slaka þá bara klæði ég mig úr
fötunum og peppa það upp með nekt
minni,“ segir Björn og skellir upp
úr en snýr sér þó aftur að alvörunni.
„Að öllu gríni slepptu þá er þetta mjög
skemmtilegt starf og auðvitað frábært
að geta verið svolítið sinn eigin herra
og ráða ferðinni sjálfur. Svo er nátt-
úrulega afar ánægður með viðtökurn-
ar. Við erum með um tuttugu þúsund
lesendur á viku og ég er að sjálfsögðu
mjög ánægður með það.“
Léttmeti en ekki heilalaust
Björn hefur háleit markmið varð-
andi Panama.is og kveðst vilja styrkja
vefsiðuna frá degi til dags. „Ef maður
gerir hlutina vel og er með góðar hug-
myndir þá getur þetta gengið. Það
er auðvitað fullt af fjölmiðlum hér á
landi en það eru þeir hæfustu sem lifa.
Ég vil meina að við séum með fullt af
skemmtilegum og frumlegum hug-
myndum í gangi ogþað er auðvitað að-
algrundvöllurinn að þessu öllu,“ segir
Björn og bætir því við að hann vilji
að sem flestir fái eitthvað fyrir sinn
snúð á vefnum. „Þetta á að vera ein-
föld afþreying sem fólk getur gluggað
í við vinnuna, f skólanum eða á kvöld-
in. Þarna eru ekki þungar pólitískar
greinar heldur meira léttmeti án þess
að þetta sé eitthvað heilalaust.“
Að lokum segist Björn ætla að eyða
síðustu ævidögunum á Panamaþegar
fram í sækir. „Það var góður maður
sem fræddi mig um landið Panama
um daginn. Landið er víst á topp
fimm lista yfir vinsælustu staði fyrir
fólk til að enda ævina á í ellinni. Það
er vel við hæfi að enda ævina þar.“
halldora@bladid. net
Elektrónísku
álfarnir í Múm
Hljómsveitin Múm fær afbragðs-
dóma á heimasíðunni drowned-
insound.com en gagnrýnandinn,
Elsa Grassy, gefur bandinu 9 af
10 mögulegum fyrir tónleika sem
sveitin hélt nýverið í París. Segir
Grassy upplifunina hafa verið
töfrum líkasta og talar um að
elektrónísku álfarnir, eins og hún
kýs að kalla hljómsveitarmeðlimi,
hafi lagt álög á tónleikagesti sem
yfirgáfu svæðið méð sælusvip á
andliti.
Að sögn Örvars Smárasonar
eins forsprakka Múm, gengu tón-
leikarnir vonum framar. „Við spil-
uðum síðasta laugardag í ótrúlega
fallegu tónleikahúsi sem er eins
og hálfgert sirkustjald. Tónleik-
arnir voru í garði sem heitir Park
Vilette í París en þetta er á svæði
þar sem áður voru risastór slát-
urhús sem voru rifin og svæðið
nýtt í þennan garð. Þarna er þessi
tónleikastaður, ásamt söfnum og
rennibrautum sem gerði þetta
mjög skemmtilegt. Það var frábær
stemning, alveg æðisleg. Enda
uppselt og því fullt af fólki sem allt
kom til þess að hlusta og njóta."
Örvar segir hljómsveitina aðal-
lega hafa verið að taka lög af nýrri
plötu sem væntanleg er í verslanir
í september. „Það getur verið
svolítið erfitt að spila lög sem fólk
hefur ekki heyrt áður og þekkir
ekki. Þess vegna vorum við mjög
þakklát fyrir viðtökurnar í París
þar sem fólk var svona þolinmótt
og rólegt. Svo er næst á döfinni
að túra meira. Við vorum í Barcel-
ona áður en við fórum til Parísar
og síðan verðum við aftur á Spáni
í júlí og förum síðan til Aþenu og
Moskvu. Eftir það tökum við frí
fram í október og túrum svo þétt
eftir að platan er komin út en þá
byrjum við á því að fara til Banda-
ríkjanna. Þannig að það eru spenn-
andi tímar framundan.“
hilda@bladid.net
Aniston syngur í
söngleik um fanga
Leikkonan Jennifer Aniston
hyggst framleiða og leika í
söngleik byggðum á sögu átta
kvenna sem afplánuðu fangels-
isdóm f Texas á fjórða áratug
síðustu aldar. Söngleikurinn
ber heitið Goree Girls og fjallar
um líf kvennanna, sem meðal
annars stofnuðu fyrstu kvenna-
hljómveitina og hösluðu sér völl
víðs vegar í Bandaríkj-
unum vegna tónlist-
arinnar. Aniston
og meðframleið-
andi hennar,
Kristin Hahn,
leita nú að
leikstjóra fyrir
handritið og
má því vænta
þess að Ani-
ston muni
á næstu
misserum
hefja
raustina í
fangabún-
ingnum.
Starfandi
Heílbrigðisritarar
Enn er hægt að bæta við nemendum í nám fyrir starfandi
heilbrigðisritara.
Um er að ræða síðdegisnám sem stendur yfir í tvær annir,
20 einingar. Námið er í samvinnu við Fræðslusetrið starfsmennt.
Þeir sem uppfylla eftirfarandi skilyrði eiga kost á að sækja um
þetta nám. "einstaklingar sem orðnir eru 22 ára og hafa að baki
að minnsta kosti 4 ára starfsreynslu sem hjúkrunar- og móttöku-
ritari eiga þess kost að fá metið nám og starfsreynslu sem hluta
af námi á hjúkrunar- og móttökuritarabraut.
Viðkomandi þarf að hafa lokið 120 tíma sérhæfðri fræðslu sem
nýtist í starfi eða starfstengdum námskeiðum stéttarfélags og/
eða stofnunar."
Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans á umsóknareyðublöð-
um sem þar fást. Einnig er hægt að prenta blaðið út af
heimasíðuskólans, www.fa.is eða heimasíðu Fræðslusetursins
starfsmennt, www.smennt.is . Umsóknum skulu fylgja
starfs- og námsskeiðsvottorð. Nánari upplýsingar veitir Kristrún
Sigurðardóttir kennslustjóri, netfang run@fa.is eða skólayfirvöld.
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Vilt þú verða lyfjatæknir?
Enn er hægt að bæta við nemendum á lyfjatæknabraut
Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla/Heilbrigðisskólinn er kjarnaskóli
í heilbrigðisgreinum.
Nám á lyfjatæknabraut er 162 einingar sem skiptist í eins og
hálfs árs almennt nám og þriggja ára sérnám, þar af 14 vikna
starfsnám í apóteki. Sérgreinar lyfjatæknabrautar er einungis
hægt að taka í Heilbrigðisskólanum.
Nám í lyfjatækni veitir lögverndað starfsheiti skv. reglugerð
heilbrigðisráðuneytisins.
Starfsvettvangur lyfjatækna er apótek, lyfjaheildsölur,
lyfjaframleiðslufyrirtæki og aðrar stofnanir lyfjamála.
Nám í sérgreinum lyfjatækni er lánshæft hjá LÍN.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi. Þeir sem lokið
hafa stúdentsprófi geta hafið nám í sérgreinum brautarinnar.
Auðvelt er að bæta við lyfjatæknanámið og Ijúka stúdentsprófi af
starfsmenntabraut.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans á umsóknareyðublöðum
sem þar fæst. Einnig er hægt að prenta eyðublaðið út af
heimasíðu skólans, www.fa.is. Umsókn skal fylgja prófskírteini.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Þóra Þórsdóttir kennslustjóri
(binna@fa.is) eða skólayfirvöld.
Skólameistari