blaðið - 15.06.2007, Síða 26
blaöiö
Fínlegir úrvals leðurskór í
staerðum 36-42 á kr.
6.950,-
Flottir leðurskór í stœrðum
36-42 á kr.
6.950,-
Smart og sœtir leðurskór í
stœrðum 36-41 á kr.
6.950,-
Misty, Laugavegi 178
Sími 551 2070
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Lokað á laugardögum í sumar
SMÁAUGLÝSINGAR
blaðiða
SMAAUQLYS1NGAR@BLADID.NET
Then Your Nörmal Life í sumar:
-Mynd/6u6mindur
Jan Mayeri
qefur út So Much
. ■
Týndust í sköpunarferli
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
„Stemningin er full eftirvæntingar
vegna þess að við ætlum að gefa út
plötu í sumar,“ segir Valgeir Gests-
son, söngvari og annar gítarleikari
hljómsveitarinnar Jan Mayen. „Við
stefnum á að hún komi út strax í
byrjun ágúst. Vinnuheiti plötunn-
ar var Lick My Baby Jesus, en við
enduðum með að nefna hana So
Much Better Then Your Normal
Life.“
Jan Mayen hefur látið litið fyrir
sér fara undanfarið, en sveitin gaf
út breiðskífuna Home of the Free
Indeed árið 2004. Skífan hlaut góð-
ar viðtökur gagnrýnenda og Lög
eins og Nick Cave og On a Mission
klifu hátt á vinsældarlistum út-
varpsstöðva. Sveitin hyggst senda
lagið Joyride í spilun í næstu viku.
Vinna með Eberg
„Við erum búnir að vera heillengi
að taka upp,“ segir Valgeir. „Við
byrjuðum sjálfir fyrir ári síðan og
ætluðum að taka upp plötu. Svo
hættum við við að gera þá plötu
og fórum að gera nýja. Við fengum
með okkur í lið mann sem kallar
sig Eberg til þess að hjálpa okkur
að taka upp.“ Valgeir segir tvísýnt
hvort platan sem byrjað var á í upp-
hafi muni nokkurn tíma heyrast.
„Við nýttum smá af henni, en hent-
um restinni sem verður gefin út á
Anthology-plötunni."
Skífan sem Jan Mayen byrjaði á
en henti er að sögn Valgeirs ástæð-
an fyrir því að þfjú ár líða frá því
sveitin gaf út þá síðustu. „Við týnd-
umst í einhverju sköpunarferli.
Platan átti að fjalla um eitthvað
endalaus mannleg vandræði en við
hættum við og ákváðum að fjalla
um Reykjavík samtímans í aðgengi-
legri popptónlist, sem er okkar að-
alsmerki
Fjalla um ranghugmyndir fólks
Valgeir segir nýju skífuna hanga
saman á hugtakinu um daglegt líf
og venjulegar ranghugmyndir fólks
í Reykjavík, hvaða ranghugmyndir
þetta eru vill Valgeir ekki fara nán-
ar út í. „Fólk heyrir það bara þeg-
ar það heyrir plötuna, en það eru
messíasa-complexar og grillur um
ódauðleika. Þetta er ekki ádeila,
heldur frásögn. Heimild um lifið á
íslandi, mjög samtímaleg plata.“
Talið berst að íslenskri tónlist er-
lendis, en sveitir á borð við Reykja-
vík! og Trabant hafa látið töluvert
fara fyrir sér á erlendri grund. Val-
geir segir Jan Mayen ekki vera með
hugann við að spila erlendis. „Það
er ekki forgangsatriði á meðan við
erum að klára plötuna," segir hann.
„Kannski nýtum við okkur einhver
tilboð sem við fáum, en við erum
ekki að stíla plötuna á Bretlands-
markað. Hún er stíluð á íslenskan
markað."
Hafa kynnst gestrisni norðurlands
Jan Mayen hefur ekki troðið upp
á tónleikum í háa herrans tíð og
Valgeir man hreinlega ekki hvenær
sveitin steig síðast á svið. Tónleikar
eru ekki fyrirhugaðir hjá sveitinni
fyrr en í sumar. „Við ætlum að bíða
fram i júlí með að taka törn, en
taka þá góða törn,“ segir Valgeir.
„Það er heilmikið vit í því að taka
hringferð. Allar bestu rokksögurn-
ar gerast on the road.“
Landsbyggðin er meðlimum Jan
Mayen hugleikin og sveitin hyggst
ekki skilja hana út undan í tónleika-
haldi framtíðarinnar. „Það er nóg
af stöðum sem við eigum eftir að
fara á,“ segir Valgeir. Akureyri hef-
ur verið vinsæll aðkomustaður ís-
lenskra hljómsveita og Valgeir seg-
ir alltaf hafa verið gaman að spila
þar. „Þeir hafa alltaf boðið í góða
veislu, við höfum fundið fyrir gest-
risni Norðurlands."
Svanasöngur Mínuss?
Háværu strákarnir í Mínus er
mættir með nýja afurð: The Great
Northern Whalekill (TGNW). Skífan
er, eins meðlimir Mínuss hafa
sagt, hörku rokkskífa. Stælarnir og
klisjurnar frá níunda áratugnum
blandast skemmtilega við stílinn
sem Mínus kynnti fullmótaðan á
snilldarverkinu Halldóri Laxness og
úr verður þéttleiki þykkasta málms.
Samanburðurinn við síðustu
breiðskífu Mínuss, Halldór Laxness,
er óumflýjanlegur, þar sem sú er
ein magnaðasta skífa íslenskrar
rokksögu - og þótt víðar væri leitað.
TGNW er því miður ekki eins spenn-
andi, ekki eins hættuleg, ekki eins
tilraunakennd og ekki eins góð og
Halldór Laxness.
Ég hef samt á tilfinningunni að
TGNW sé allt það sem hún á að
vera. Hljómur skífunnar er framúr-
skarandi og hún inniheldur mörg
frábær lög. Cat’s Eyes er pottþétt
Mínus
The Great Northern...
Eftlr Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
lag til að byrja plötu, virkilega grúví.
Throwaway Angel er skemmtilega
frábrugðið öðrum lögum plötunnar
og Not Afraid er frábært, ekta
Mínus-slagari. Þá er vert að nefna
að trommuleikur Bjössa er magn-
aður. Hann sannar enn á ný að
enginn á landinu stendur honum
framar í listinni að lemja trommur.
Á TGNW hefur Mínus kosið að
gera skífu sem er hvorki meira né
minna en rokk og ról. Þó skífan sé
vissulega í ætt við þá síðustu er
miklu meiri keyrsla, þyngri gítarriff
og meiri málmur hér á ferð. Það
hefur bæði kosti og galla. TGNW
á það til að vera einhæf, sönglín-
urnar renna stundum saman og
einstök lög virka veikburða ein og
sér þó þau gangi upp sem hluti af
heildinni.
The Great Northern Whalekill
er góð skífa, en samt vonbrigði.
Væntingarnar til Mínus er miklar
og skifan stendur ekki undir þeim
þrátt fyrir góða spretti. Neistinn
sem einkenndi Halldór Laxness
er horfinn og ég ætla spá því að
TGNW endi sem svanasöngur
einnar bestu rokksveitar sem ís-
land hefur átt.
THROWAWAY ANGEL
Æla til Englands
Keflvíkingarnir í hljómsveitinni
Ælu halda til Englands í dag í
stutta tónleikaferð. Sveitin kemur
fram á fimm tónleikum dagana
16. til 23. júní og spilar meðal ann-
ars á 17. júní-skemmtun ásamt
hljómsveitunum Trabant og hinni
bresku Tim Ten Yen.
„Tilkoma þessarar ferðar er
vegna vel heppnaðrar tón-
leikaferðar til Englands í mars
síðastliðnum sem var styrkt af
Reykjavík Loftbrú. f ferðinni í
mars kynntist hljómsveitin mikið
af fólki í tónlistargeiranum og fór
í viðtöl m.a. við South London
Press og hjá fulltrúa Reykjavík
Grapevine í London,” segir í til-
kynningu frá sveitinni.