blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26JÚNÍ2007 blaðió 3.675 nyir rikisborgarar Flestir nýrra þegna frá Póllandi 3.675 einstaklingar fengu íslenskan ríkisborgararétt á ár- unum 2002 til 2006. Flestir ein- staklinganna voru frá Póllandi, eða 657 manns. 316 voru frá Filippseyjum og rúmlega 200 manns frá Taílandi og Serbíu og Svartfjallalandi. Alls fengu 720 börn í fylgd með foreldrum sínum íslenskt ríkis- fang. Flestir nýir ríkisborgarar voru á aldrinum 30 til 39 ára, eða 852 talsins. 1365 einstak- lingar voru 29 ára eða yngri. Meirihluti hinna nýju íslensku ríkisfanga var veittur á grund- velli 5. greinar í lögum um íslenskan ríkisborgararétt. í henni eru ýmis skilyrði fyrir íslensku ríkisfangi, meðal annars að einstaklingur hafi átt íslenskt lögheimili i sjö ár, en ef umsækjandinn er frá einhverju hinna norrænu ríkjanna er krafan einungis fjögur ár. bjorg@bladid.net Lúpínan aldrei jam útbreidd og nú Odýrust til uppgræðslu Lúpínubreiður eru mjög áberandi þessa dagana víðs vegar um höfuð- borgarsvæðið. Lúpínan er í fullum blóma og víða má sjá þess merki. Sigurður H. Magnússon, gróðurvist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að aldrei áður hafi lúpína verið eins útbreidd og nú. Skiptar skoðanir eru um ágæti plöntunnar. Sumum þykir hún mikil prýði á meðan aðrir bölsótast út í hana og kalla hana græna min- kinn. Sigurður segir að báðir hópar hafi rétt fyrir sér, eftir því frá hvaða sjónarhóli er litið. „Ef á að græða upp land er í langflestum tilfellum ódýrast að nota lúpínu. Það sem lúpínan gerir er að hún gjörbreytir aðstæðum þegar hún hörfar. Kerfið verður miklu öflugra, næringar- ástand jarðvegsins batnar og það verður meiri uppskera. Hins vegar ryður hún frá sér öðrum plöntum, eins og til dæmis þessum hefð- bundnu melaplöntum þegar melar eru græddir upp með lúpínu.“ Víðs vegar er lúpínan farin að teygja sig inn í garða sem og á golf- velli. Sigurður segir að nú þegar lúpínan er í sem mestum blóma sé besti tíminn til að losna við hana. „Hún er mjög viðkvæm fyrir slætti á þessum tíma. En ef það er gert snemma eða síðsumars, þá hefur það lítil áhrif.“ magnus@bladid.net Aðeins áhugi kannaður Lofthitarar sem auglýstir voru ásamt saumavélum sem seldar voru á gangi Kringlunnar um helgina og sagðir voru lækka hitareikninginn um 50 prósent voru ekki til sölu á svæðinu. Þar voru aðeins tvö sýnis- horn af lofthitara sem ekki var í samræmi við markaðskröfur, að því er rannsókn á vegum Neytendastofu leiddi í ljós. Seljendur kváðust aðeins hafa verið að kanna áhuga á vörunni til að meta hvort það borgaði sig að útbúa tækin fyrir evrópskan markað. Lyf viö blóðtappa Nýju lyfi við blóðtappa, sem þróað hefur verið hjá íslenskri erfðagreiningu, fylgja litlar auka- verkanir ef miðað er við önnur samskonar lyf. Verði lyfið sett á markað gæti það þýtt byltingu fyrir fyrirtækið. Alls eru þrjú lyf við hjarta- og æðasjúkdómum í þróun hjá fslenskri erfðagrein- ingu, að því er RÚV greindi frá. Eldur um borð Eldur kom upp í hvalaskoðunar- skipinu Hafsúlunni síðdegis í gær. Skipið var nýlagt úr höfn með um 70 manns innanborðs. Starfs- menn náðu að slökkva eldinn á um 10 mínútum og því þurfti ekki að nýta aðstoð slökkviliðs né björgunarsveita sem höfðu verið kallaðar út. Fíkniefnasmygl frá Brasilíu Tuttugu og níu ára íslenskur karlmaður er í haldi brasilísku lögregl- unnar vegna gruns um tilraun til fíkniefnasmygls. Hvorki utanríkis- ráðuneytið né alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sögðust í gær hafa upp- lýsingar um málið. Um er að ræða þriðja íslendinginn sem handtekinn er í Brasilíu á skömmum tíma vegna gruns um fíkniefnasmygl. Einn íslendingur hefur nú þegar hafið samfélagsþjónustu í Brasilíu vegna flutnings á því sem hann taldi vera kókaín, en annar bíður dóms eftir að 12 kíló af hassi fundust í fórum hans. hos Missti tennur og skarst illa í slysi Vinnuslys varð við Sólheima f Reykjavík í gærmorgun þar sem verið var að vinna að því að koma fyrir ljósastaur. Tveir menn héldu við staurinn til að varna því að hann sveiflaðist út á götu, en þegar honum var lyft sveiflaðist staurinn í andlit mannanna. Annar maðurinn slasaðist mikið í andliti, missti tennur og hlaut skurð og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Meiðsl hins mannsins eru sögð minniháttar. Það er kalt og einmanalegt á toppnum en við látum okkur hafa það! iPFmV 80 kílómetra löng bílaröð ■ Ekki er til áætlun um rýmingu höfuðborgarsvæðisins ■ Umferðarstjóm lögreglunnar olli miklum töfum á umferð Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net Samfelld röð bifreiða spannaði næstum 80 kílómetra og færðist hægt áfram þegar íbúar höfuðborg- arsvæðisins sneru til baka úr ferða- lögum helgarinnar. Ekki til áætlun um rýmingu Reynslan af umferð helgarinnar vekur upp þær spurningar hvernig það ntyadi ganga að rýma höfuð- borgarsvæðið ef neyðarástand kæmi uppt. „Það hefur ekki verið gerð sérstök áætlun,“ sagði Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra. Hann bendir þó á að til sé almenn áætlun um rýmingu svæða sem byggi á ákveðnu grunnskipu- lagi sem yrði að grípa til ef aðstæður kölluðu á það. Göngin ekki flöskuhálsinn Marinó Tryggvason, afgreiðslu- stjóri hjá Speli, segir Hvalfjarðar- göngin ekki hafa verið flöskuháls- inn. „Við höfum séð stærri daga.“ Auður Þóra Árnadóttir hjá Vega- gerðinni segir umferðina um Kjal- arnesið hafa verið svipaða og sömu helgi í fyrra en töluvert meiri um Sandskeið. Auður Þóra segist hall- ast að því að umferðarstýring lög- reglunnar við Þingvallaveginn hafi hægt á umferðinni. „Svona bílalest má ekki við of mörgum stoppum þvi hún er oft svo lengi að komast af stað aftur,“ segir Auður Þóra en segir það sé skiljanlegt að það hafi þurft að hleypa bílum þar inn í umferðina. Þingvalla Svatn Faxaflói 42 km bílaröð frá Grundar- tanga að Ártúnsbrekku. Klukkustundar akstur. 34 km bllaröð frá Hveradölum að gatnamótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Klukkustundar akstur. 76 kílómetra röð Um sexleytið á sunnudag náði umferðin hámarki. Bílaraðirnar náðu saman við mót UMFERÐARTAFIR ► Nýskráðum hjólhýsum hefur fjölgað gríðarlega und- anfarin ár. Síðustu tvö ár hefur hjólhýsaflotinn nánast tvöfaldast. ► Umferðin á Kjalarnesi var svipuð og sömu helgi í fyrra. Hún var töluvert meiri við Sandskeið en fyrir ári. ► Engin áætlun er til um rým- ingu höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið grunnskipulag er þó fyrir hendi. Öryggið skiptir mestu máli „Þarna hafa oft orðið slys. Við erum því með umferðarstjórn til þess að tryggja öryggi og að Þing- vallavegurinn lokist ekki alveg,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri í umferðardeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Guðbrandur bendir á að sú mikla fjölgun sem orðið hafi á hjólhýsum hafi einnig áhrif. „Lengd ökutækja verður að minnsta kosti tvöföld. Ef enginn hefði verið með eftirvagn þá hefði röðin hugsanlega verið helmingi styttri,“ sagði Guðbrandur en hann Ieiddi að því líkur að þriðja til fjórða hver bifreið hafi verið með eftirvagn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.