blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 2
2
FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 26. JIINÍ 2007
blaðiö
Karlmaður dæmdur
Hálft ár fyrir
fíkniefnabrot
Karlmaður á þrítugsaldri var
dæmdur í hálfs árs fangelsi
fyrir fíkniefnabrot í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra í gær.
í dómnum segir að maðurinn
hafi verið tekinn með um 700
grömm af hassi í fórum sínum
og hafi rofið skilyrði reynslu-
lausnar með brotinu.
Fíkniefnin fundust þegar
lögregla stöðvaði manninn
og unnustu hans vegna hrað-
aksturs í Hörgárdal. Við leit í
bílnum fannst hassið í poka,
en rökum handklæðum hafði
verið vafið um pokann og ilm-
efnum sprautað yfir.
STUTT
• Formúlukappi Sett hefur
verið upp sex hundruð manna
stúka svo áhorfendur geti fylgst
með Formúlukappanum Nico
Rosberg spyrna á bílaplaninu við
Smáralind í dag. Fyrst spyrnir
hann milli klukkan hálffimm
og korter í fimm og síðan aftur
klukkan sex til korter yfir.
• Gjaldeyririnn Greiningar-
deild Glitnis reiknar með því
að dollarinn verði enn ódýrari
í kaupum en nú er og kosti ríf-
lega 61 krónu á seinni helmingi
þessa árs. Þá kosti evran að
meðaltali 82 krónur. Glitnir
reiknar með að gengi krón-
unnar lækki um 13 prósent á
næsta ári, dollarinn kosti þá 70
krónur en evran 95 krónur að
meðaltali.
• Stjórnkerfisbreytingar
Embætti borgarritara og borgar-
lögmanns verða endurvakin x.
júlí. Kristbjörg Stephensen hefur
verið ráðin borgarlögmaðuren
embætti borgarritara auglýst
laus til umsóknar. Embættin
voru lögð niður við stjórnkerf-
isbreytingar innan Reykjavík-
urborgar á árunum 2004 til
2005. Þá verða fjármálasvið,
stjórnsýslu- og starfsmannasvið
og þjónustu- og rekstrarsvið í
Ráðhúsi Reykjavíkur lögð niður
og starfsemin sett undir endur-
vöktu embættin.
Elstu veiðimenn muna ekki annað eins
Laxveiðin byrjar illa
Það virðist ekki vera á vísan að róa í laxveið-
inni þessa dagana. Veiðin byrjaði mjög rólega
og lítið virðist vera komið af fiski í árnar. Þetta
er ein allra rólegasta byrjun í laxveiðinni sem
elstu veiðimenn muna. Göngurnar er kraftlitlar
og reyndar mjög fiskfáar, 5 til 10 laxar í göngu,
þykir gott núna. Fyrir 15 til 20 árum hefðu 50 til
100 laxar talist sæmileg ganga af fiski.
„Við erum búnir að vera hérna í Laxá í Aðaldal
í fjóra daga og fá tvo laxa. Þetta er rólegasta
byrjun sem ég man eftir hérna. Samt er búið að
færa veiðitímabilið aftar,“ sagði Magnús Jónas-
son sem var staddur við Laxá í miklu tregfiskiríi.
Veiðiskapurinn byrjaði rólega i Grímsá, menn
sáu fiska en þeir tóku ekki flugur veiðimanna.
Þrír laxar hafa veiðst síðan áin var opnuð.
Sömu sögu er að segja af flestum svæðum, en
reyndar er stækkandi straumur á allra næstu
dögum. Næstu flóð áttu að skera úr um hvort lax-
inn væri að mæta í árnar. Veiðimenn bíða.
Erfitt er að henda reiður á hvað margir laxar
hafa veiðst í öllum ánum sem búið er að opna en
líklega eru þeir ekki fleiri en 230-250.
Laxveiðitímabilinu frestað?
Rætt er alvöru í veiðiheiminum að fresta
opnun á laxveiðiánum strax næsta sumar. Stór-
laxinn er hættur að mæta í neinu magni og smá-
laxinn kemur ekki að neinu ráði fyrr en undir
mánaðamótin júní/júlí.
Ólafur Vigfússon, kaupmaður í Veiðihorninu,
segir að samhengi sé á milli lélegrar laxveiði
núna og lélegs gengis KR í fótboltanum. Það
sama hafi gerst síðast þegar KR gekk illa, þá hafi
líka verið lélegt laxveiðisumar.
g.bender@bladid.net
Dræm laxveiði Veiði-
| menn kikja víða eftir laxi
þessa dagana en sjá iítið
Sagðist vel
kunna að keyra
■ Bað farþegann
að fara í bílbelti rétt
fyrir slysið
■ Hraðakstur til-
ræði við samborgara
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net
Hinn nítján ára Frans Friðriksson
sat í farþegasætinu í sínum eigin bíl
er hann rakst á Hamborgarabúlluna
sem stendur á horni Geirsgötu og
Mýrargötu. Ásamt honum voru tvö
ungmenni í bílnum, stúlka sem sat
í aftursætinu og ökumaður sem höf-
uðkúpubrotnaði, en hann hitti Frans
í fyrsta skipti fyrr um kvöldið.
„Bílstjórinn gaf í í beygjunni á leið-
inni að Granda og klessti á annan
bíl. Billinn okkar snerist í hundrað
og áttatíu gráður og rakst svo á Ham-
borgarabúlluna," segir Frans Frið-
riksson sem var eigandi bílsins sem
gjöreyðilagðist við atvikið.
Sjálfur segist Frans hafa sloppið
vel út úr slysinu, miðað við hin tvö
sem bæði voru send á gjörgæslu en
eru nú laus þaðan.
„Ég var búinn að fá mér í glas um
kvöldið og þess vegna bað ég strák
sem ég var að hitta í fyrsta skipti
að keyra bílinn minn heim.“ Frans
segir ökumanninn hafa keyrt ansi
hratt alla leiðina og rétt fyrir slysið
hafi hann verið í spyrnukeppni við
annan ökumann á Ægisgötu. „Ég
■■■
Frans Friðriksson
í Var í farþegasæti eigin
bifreiðar sem ekið var á
Hamborgarabúlluna
UMFERÐARSLYS
►
►
Fjöldi umferðarslysa fyrstu
fjóra mánuði ársins er 2515.
Fjöldi slysa með minnihátt-
ar meiðslum fyrstu fjóra
mánuði ársins eykst um
10,04% miðað við síðasta ár
®0
er ekki bílhræddur og er vanur tals-
verðum hraða. Ég man samt að rétt
fyrir áreksturinn sagðist ökumaður-
inn vel kunna að keyra en ég sagði
stelpunni hins vegar að fara í belti.“
Tilræði við fólk
Birgir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri umferðaröryggissviðs Umferð-
arstofu, segir að litið sé á vísvitandi
hraðakstur sem tilræði við samborg-
VEÐRIÐ í DAG
ara. „Við köllum þetta ekki slys
heldur tilræði sem á ekki að líðast í
almennri umferð.“ Ennfremur segir
hann að lögin séu orðin þannig að
þeir ökumenn bráðabirgðaskírteina
sem missa ökuleyfið þurfi að fara
á sérstakt viðhorfsnámskeið. „Það
er sálfræðilegt og öðruvísi en hefð-
bundið ökunám.“
Frans missti meðvitund er bíllinn
skall á Búllunni. „Mér er sagt að öku-
maður bílsins sem var í spyrnu við
okkur hafi hjálpað mér úr bílflak-
inu en strákurinn sem keyrði bílinn
minn var fastur inni í 45 mínútur."
Veit hvað ég hef undir húddinu
Bíllinn er 300 hestöfl af gerðinni
Subaru Impreza. „Ég hef aldrei lent í
óhappi á honum, kannski vegna þess
að ég veit hvað ég hef undir húddinu."
AMORGUN
virkjum ORKUSTOÐVARNAR
Hefurðu hugleitt hvar þú
færð ódýrasta
ÞAÐ MUNAR
UM MINNA
Skúrir norðaustanlands
Heldur stífari norðanátt í dag en í gær með
skúrum norðaustanlands. Svipaður hiti á
Suður- og Vesturlandi, en kólnar á Norður-
og Austurlandi.
Hlýjast syðra
Norðaustan 5 til 10 m/s, en norðan 10
til 15 við austurströndina. Léttskýjað á
Suður- og Vesturlandi en annars skýjað.
Hiti 12 til 17 stig.
VIÐA UM HEIM
Algarve 25 Halifax 25 New York 24
Amsterdam 16 Hamborg 21 Nuuk 14
Ankara 24 Helslnki 24 Orlando 26
Barcelona 27 Kaupmannahöfn 20 Osló 22
Berlin 23 London 15 Palma 23
Chicago 30 Madrid 28 Parls 19
Dublin 14 Mllanó 31 Prag 18
Frankfurt 17 Montreal 19 Stokkhólmur 22
Glasgow 15 Miinchen 18 Þórshöfn 10
Blaöið
Breytingar
Uppröðun efnis í Blaðinu
breytist lítillega í dag. Síðan
Fólk færist á öftustu opnu
blaðsins og fyrir vikið verður
dagskrársíðan á næstöftustu
opnunni.
Aðrar breytingar verða ekki
á uppröðun efnis í blaðinu
að sinni. Útlit og framsetn-
ing efnis tekur hins vegar
nokkrum breytingum. Leitast
er við að gera efni Blaðsins
aðgengilegra og auðlæsilegra
fyrir lesendur. Lesendur fá
meiri viðbótar- og bakgrunns-
upplýsingar með fréttum og
meira erlagt upp úr því að
setja flókin mál fram með ein-
földum og aðgengilegum hætti.
Lesendur Blaðsins eru hvattir
til að Iáta í sér heyra og hafa
samband við ritstjórnina, hafi
þeir ábendingar um fréttir,
framhaldsfleti á málum sem
Blaðið fjallar um eða ef þeir
vilja að blaðið fjalli ýtarlegar
um einhver mál. Ritstj.
Kárahnjúkar
Fimmta
banaslysið
Banaslys varð á Kárahnjúkum
í gærmorgun.
Portúgalskur karlmaður féll
fjóra metra niður á steingólf
í Fljótsdalsstöð, stöðvarhúsi
Kárahnj úkavirkj unar í Fljóts-
dal. Hann lést af völdum
innvortis blæðinga og höfuð-
áverka í sjúkrabíl á leiðinni
á Egilsstaðaflugvöll en til
stóð að fljúga með hann til
Reykjavíkur.
Þetta er fyrsta banaslysið
sem verður í stöðvarhúsinu
en fimmta banaslysið frá því
bygging Kárahnjúkavirkjunar
hófst. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Vinnueftirlitinu
hafa alls um 1300 slys verið
tilkynnt á framkvæmdasvæð-
inu frá því að framkvæmdir
hófust.
Maðurinn var starfsmaður
Stálsmiðjunnar ehf. sem
starfar sem undirverktaki
þýsk-austurríska fyrirtækis-
ins VA-Tech sem sér um vélar
og rafbúnað í stöðvarhúsinu.
Maðurinn hafði starfað hér í
nokkur ár. ejg
Leiðrétt
Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.