blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI 2007 blaðiö ■ mmmm FERÐIR ferdir@bladid.net ' Ég mæli með því fyrir alla að fara á þessa hátíð. Fólk kemur með börnin sín með sér. Síðasta daginn er ókeypis inn fyrir eldri borgara. Vetrarferðir Sala í vetrarferðir er hafin. Þessar ferðir verða oft upp- seldar mjög fljótt. Það er því um að gera að panta ferð fyrir alla fjölskylduna sem hægt er að njóta í vetur. Hvernig væri að fara til ftalíu eða ef til vill renna sér á skíðum í Austur- ríki? Það er mjög mikið úrval vetrarferða sem allir ættu að kynna sér. Málaskólar Á sumrin er tilvalið að fara erlendis í málaskóla. Það getur verið mjög sniðugt fyrir fólk á öllum aldri að fara utan og hressa aðeins upp á tungumála- kunnáttuna. Þarna gefst líka gott tækifæri til að kynnast fólki frá öllum heimshornum. Hér á landi er boðið upp á ferðir til Þýskalands, Eng- lands, Spánar og Ítalíu svo einhver lönd séu nefnd. Hjólið Þegar fólk dvelur erlendis getur verið gaman að upplifa landið á annan hátt en með því að ferðast í bíl eða fótgangandi. Víða erlendis er boðið upp á hjól til leigu og þá getur öll fjöl- skyldan hjólað saman og notið umhverfisins. Með þessu fæst einnig mjög góð hreyfing. Helgi Rúnar Gunnarsson er að fara á Hróarskeldu Fólk á öllum aldri kemur saman á hátíðinni Helgi Rúnar Gunnarsson er söngvari og gítar- leikari í hljómsveitinni Benny Crespos Gang. Helgi Rúnar er að fara á Hróarskelduhátíðina sem er haldin í Dan- mörku á hverju sumri. Eftir Sigrúnu Maríu Einarsdóttur sigrun@bladid.net „Það er sérstökstemning sem mynd- ast þarna,“ segir Helgi en hann er að fara á Hróarskelduhátíðina í þriðja sinn. „Við verðum líklega 10 eða 20 íslendingar saman í hóp á Hró- arskeldu.“ Hátíðin hefst formlega fimmtudaginn 5. júlí og henni lýkur sunnudaginn 8. júlí. Helgi segir þó að á mánudeginum byrji nokkurs konar upphitun fyrir tónleikana sjálfa. Þá fái ungir og upprennandi tónlistarmenn að spreyta sig. Það besta í tónlist í dag Aðspurður um hvað sé svona sér- stakt við Hróarskeldu segir Helgi að þarna geti fólk séð rjómann af því sem er að gerast í tónlistarheim- inum í dag. „Ég hef farið á aðrar tón- listarhátíðir en það er eitthvað við þessa hátíð." Helgi segir að Hróarskelda sé ekki bara fyrir fólk sem lifir og hrærist í tónlist alla daga. „Ég mæli með því fyrir alla að fara á þessa hátíð. Fólk kemur með börnin sín með sér. Síðasta daginn er ókeypis inn fyrir eldri borgara.“ Það er því ljóst að þessi hátíð er fyrir alla og aldurinn á ekki að skipta máli. Gott að skipuleggja sig vel Helgi segir að þegar hann fór fyrst á Hróarskeldu hafi hann viljað sjá sem flest tónlistaratriði og ekki viljað missa af neinu. „Þá sá ég örugglega um 40 hljómsveitir en ekki mikið af heilum tónleikum. Árið eftir var ég rólegri og sá fleiri heila tónleika. En fyrsta skiptið fer svolítið í það að læra á hátíðina.“ Hann bætir því við að það sé nauð- synlegt að skipuleggja sig vel. „Það eru oft tónleikar sem stangast á. Þá HRÓARSKELDA Á hverju ári koma fram um 170 hljómsveitir á hátíðinni Hróarskelda er í um 35 kílómetra fjarlægð frá Kaup mannahöfn. getur maður séð helminginn af ein- hverjum tónleikum og reynt svo að ná seinni hlutanum af einhverjum öðrum. Oft er ég orðinn sáttur eftir fjögur eða fimm lög og þá er hægt að fara á einhverja aðra tónleika." Nokkrar íslenskar hljómsveitir hafa spilað á Hróarskeldu og Helgi sá Mugison þegar hann spilaði á há- tíðinni árið 2005. „Þegar hann var að spila voru örugglega allir Islend- ingarnir sem voru á hátíðinni að hlusta á hann.“ Helgi bætir því við að lokum að hann sé byrjaður að skoða hvaða hljómsveitir hann ætlar að sjá á Hróaskeldu. „Fyrstu tónleikarnir á fimmtudaginn eru með Arcade Fire og svo mun Björk spila á stærsta sviðinu á fimmtudeginum. Ég er mest spenntur fyrir Ákron/ Family, Mastodon, Grizzly Bear og The Who svo einhverjar séu nefndar." Gott að vita áður en farið er til útlanda 1 Sólin Þegar dvalið er erlendis er mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina og láta sólina aðeins skína á sig í stuttan tíma í senn fyrstu dagana. Þegar líður á ferðina má smám saman auka þennan tíma. Nauðsynlegt er að nota sólvarnarkrem en það dregur úr líkum á sólbruna. Eftir því sem húðin er ljósari því meiri líkur eru á að hún brenni. Þeir sem eru með dekkri húð þurfa þó líka að vara sig á sólinni. Það er því um að gera að vara sig á sólinni því hún getur verið mjög sterk og skaðleg. Farsíminn Áður en farið er til útlanda er nauðsynlegt að kynna sér hvað kostar að hringja úr far- símanum. Gott er að hafa í huga að verð fyrir símtöl í farsíma er mismunandi eftir löndum. Verðið fer líka eftir því hvort síminn er í reikningi eða hvort fólk nýtir sér aðra þjónustu sem farsíma- fyrirtækin bjóða upp á. Þegar fólk dvelur erlendis er í mörgum tilvikum ódýrara að láta hringja í sig en að hringja heim til íslands. Margir notast einnig við SMS þar sem það er ódýrara en símtölin. 2 3 Bólusetning Erfitt er að ráðleggja ferðamönnum um bólusetningu. Nokkrir þættir ráða því hvort hún er nauðsynleg og hvaða bóluefni er notað. Það fer eftir því til hvaða lands er farið, hversu lengi einstaklingur- inn ætlar að dvelja í landinu og hvaða aðstæður ríkja þar. Einnig fer það eftir því hversu algengir sjúkdómar sem bólusett er fyrir eru í viðkomandi landi. Bólusetn- ingu er hægt að fá á heilsugæslu- stöðvum, Miðstöð heilsuverndar og á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum í Fossvogi. Vasaþjófar Margir hafa lent í því að verðmætum er stolið af þeim á ferðlögum um heiminn. Víða erlendis eru vasaþjófar á ferðinni. Vasaþjófa má oftast finna í miðbæjum og á þröngum mörkuðum. Einnig á verslunargötum og í almenn- ingsfarartækjum. Þjófarnir leita á staði þar sem margt fólk er. Ferðalangar þurfa að vera vel vakandi fyrir þessari hættu og hafa töskur og veski á öruggum stöðum þar sem erfitt er fyrir þjófana að ná til þeirra. 4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.