blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 15
blaöið
27
Þorpiö í Viöey
í kvöld, þriðjudagskvöldið 26.
júní, mun Örvar B. Eiríksson,
sagnfræðingur og verkefn-
isstjóri Viðeyjar, fjalla um
þorpið í Viðey.
I þessum mánuði eru nákvæm-
lega 100 ár síðan iðnaðarmenn
á vegum Milljónafélagsins
hófust handa við byggingu
þorpsins í Viðey og fór það
í eyði 1943. Gangan hefst
með siglingu úr Sundahöfn
klukkan 19:15 og tekur um
tvær klukkustundir.
Ný staða
íslands
ISIANDS
Hjá Háskóla-
útgáfunni
er komin út
bókin Ný staða
íslands í utan-
ríkismálum
- Tengsl við
önnur Evr-
ópulönd. f
nóvember 2006 stóð Alþjóða-
málastofnun Háskóla Islands
fyrir ráðstefnu um breytta
stöðu í utanríkismálum ís-
lands með áherslu á tengsl við
önnur Evrópulönd. Erindin
hafa nú ratað í bók sem Silja
Bára Ómarsdóttir ritstýrir
en hún er forstöðumaður
Alþjóðamálastofnunar og
Rannsóknaseturs um smáríki
við Háskóla íslands og aðjúnkt
við stjórnmálafræðiskor Há-
skóla íslands. Kafla i bókinni
eiga: Valgerður Sverrisdóttir,
Einar Benediktsson, Róbert
R. Spanó, Ágúst Einarsson,
Gylfi Zoéga, Lilja Mósesdóttir,
Jónas H. Haralz, Þorvaldur
Gylfason, Baldur Þórhallsson,
Guðmundur Hálfdánarson,
Úlfar Hauksson, Valur Ingi-
mundarson, Harry Flam og
Markus Lahtinen.
Víðimýrarkirkja
opin gestum
Á Víðimýri í Skagafirði er lítil
torfkirkja sem á sumardögum
(1. júní til 31. ágúst) er opin
gestum alla daga frá 9 til 18.
Kirkjan er staðsett við þjóð-
braut, skammt frá Varmahlíð.
Á Víðimýri var að fornu höfuð-
ból og á Sturlungaöld sat þar
höfðinginn Kolbeinn Tuma-
son. Talið er að kirkja hafi
verið á Víðimýri frá því að
kristni var lögtekin í landinu.
Víðimýrarkirkja var alla tíð
bændakirkja, í eigu prests eða
bónda, og er nú sóknarkirkja.
Jón Samsonarson, smiður og al-
þingismaður, reisti kirkjuna á
fornum grunni árið 1838. Hún
er ein örfárra torfkirkna sem
varðveist hafa á landinu og er
meðal gersema í Húsasafni
Þjóðminjasafns íslands.
Utlitsgallað
bám- og sléttál
Mikill afsláttur
Margir litir
Tilboðið stendur
meðan birgðir endast
Álið er málið
Álepokkavmál
Stórhöfða 33 • 110 Reykjavík • Sími: 577-4100 • www.altak.is
bazookaboy!!