blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaðiö ■ Lokunin lengi vofaö yfir Rækjuvinnslunni Miðfelli á ísa- firði hefur verið lokað ótímabundið. ,Þetta er hlutur sem hefur vofað yfir okkur lengi vegna erfiðrar stöðu rækjuiðnaðarins. Við vonum að tímarnir breytist þannig að þeir treysti sér til að fara af stað aftur. Það yrði skelfilegt högg ef vinnslan leggst af,“ segir Einar Oddur Kri- sjánsson þingmaður um lokunina. Ástæða lokunarinnar er sögð erfið staða á mörkuðum sem og staða krónunnar sem hafi styrkst að undanförnu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort 35 til 40 starfs- mönnum fyrirtækisins verður sagt upp störfum. mge PP1 heilsa ILi /m haföu þáð gott UÐ-AKTÍN GXTRA Glucosamine & Chondroitin 60 töflur Heldur liöunum liðugum! íGNffs Toavo' heilsa -hafðu þaö gott STUTT • Biðla til ríkisins Samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu í gær að skipa viðræðunefnd við ríkið um þátttöku þess í kostnaði vegna almennings- samgangna. Vilja samtökin meðal annars að skoðað verði að fella niður virðisaukaskatt af aðföngum og nýjum stræti- svögnum og að ýmis önnur gjöld af almenningssamgöngum verði felld niður. mbl.is • Hverfisfljótsvirkjun Land- vernd hefur sent umhverfis- ráðherra bréf. Óskað er eftir að ráðherra ógildi úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi virkjun í Hverfisfljóti í Hnútu í Skaftárhreppi, samkvæmt vísir.is. Stofnunin komst að því að virkjunin sem verður 2,5 megavatta þyrfti ekki að fara í umhverfismat. • Einkunnaskil Umboðsmaður Alþingis hefur ekki í hyggju að taka til frekari athugunar ein- kunnaskil kennara við Háskóla íslands. Verklagsreglur frá Há- skólaráði um almennar aðgerðir til þess að bæta einkunnaskilin gildi. Stúdentar hafa löngum verið ósáttir við það hversu seint kennarar skili einkunnum úr prófum. • Kennaraháskóli Byrjað verður að bjóða upp á starfs- tengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun á þroska- þjálfa- og tómstundabraut við Kennaraháskóla fslands næsta haust. Er þetta nýjung í samræmi við mannréttinda- sáttmála, yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun og stefnu Kennaraháskólans. Við stækkum og prentum myndir á striga fyrir þig Kynntu þér strigaprentun í næstu verslun okkar Bankastræt) FJðrður Krtnglan Laugavegur 178 Smárallnd Haldið sofandi eftir barsmíðar Árásarmannanna enn leitað Litháunum sex sem voru í haldi vegna slagsmála í Hjaltabakka í Breiðholti aðfaranótt sunnudags hefur öllum verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru þeir allir yfirheyrðir sem vitni eða fórnarlömb. Gerendanna er enn leitað og málið er enn að mestu leyti óupplýst. Hann segir að svo virðist sem árásarmennirnir, sem talið er að séu einnig frá Litháen, hafi ráðist óboðnir inn í einkasamkvæmi í Hjaltabakka og komið af stað slagsmálum sem enduðu með því að tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið sleginn með barefli í höfuðið og hinn með minni áverka eftir að hafa verið stunginn í bakið. Hinum fyrrnefnda, sem mun hafa verið húsráðandi í íbúðinni, er enn haldið sofandi í öndunarvél, en sá síðarnefndi var útskrifaður eftir að gert hafði verið að sárum hans. hlynur@bladid.net Hjaltabakki Árásarmennirnir réðust óboðnir inn í einkasamkvæmi í Hjalta- bakka og komu af stað slagsmálum. Dópsalar gripnir vegna ábendinga ■ 39 tilkynningar í Fíkniefnasímann á árinu ■ Ný efni í umferð Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Um 39 tilkynningar hafa borist lög- reglu í gegnum Fíkniefnasímann það sem af er árinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fikniefnadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þær upplýsingar sem tilkynntar eru í gegnum símann skipta deildina gifur- legu máli og komi oft að miklu gagni í baráttu þeirra við fíkniefnavand- ann. Hefur lögreglan verið að fást við fleiri fíkniefnamál á götunni í ár en undanfarið. Fleiri fikniefnamál hafa komið upp á götunni núna en áður. Það sem af er árinu hefur lögreglan séð töluverða aukningu á LSD og virð- ist sem notkun metamfetamíns sé að færast i aukana. Ekki hægt að rekja símtöiin Meðal upplýsinga sem hafa bor- ist í gegnum Fíkniefnasímann er um fíkniefnasölu á einhverjum ákveðnum stað og komu einhvers frá útlöndum sem ætlar að smygla inn efnum. Bæði hafa borist upplýs- ingar um mál sem lögreglan vissi ekki af áður eða sem hafa styrkt mál sem lögreglan hefur þegar í rann- sókn. Oft fylgja umfangsmiklar að- gerðir, þar sem fíkniefnasalar eru handteknir, í kjölfar upplýsinga sem berast í gegnum símann. Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar hefur á þessu ári verið lagt hald á um fjögur hundruð e- töflur, fjórtán kíló af hassi, þúsund skammta af LSD, tæp tvö kíló af am- Upplýsingar í síma Ábendingar skipta lögregluna miklu máli Blaðið/Frikki FÍKNIEFNASÍMINN ► Fíkniefnasíminn, 800 5005, hefur verið starfræktur frá árinu 1999. ► Símsvari tekur við skilaboð- unum og þarf ekki að gefa upp nafn. ► Mikillar persónuleyndar er gætt og er ekki hægt að rekja símtalið. fetamíni, um kíló af heróíni og rúm- lega fjögur kíló af kókaíni. Skráð eru um tvö grömm af metamfetamíni en Karl Steinar segir að ekki sé búið að skrá allt og sé magnið mun meira. Karl Steinar segir að metamfet- amín sé að færast í aukana hér á landi en fyrir árið 2004 var það nán- ast óþekkt á íslandi. Efnið, sem er náskylt amfetamíni, er hins vegar orðið það útbreiddasta í Bandaríkj- unum. Notkun efnisins er langt frá því skaðlaus og getur jafnvel valdið skyndilegum dauða. Notkun á ofskynjunarefninu LSD hefur aukist á íslandi að undanförnu en lögreglan hefur haldlagt um eitt þúsund skammta það sem af er ár- inu. Á öllu árinu í fyrra fundust 68 skammtar, samkvæmt bráðabirgða- tölum lögreglunnar. Stór hluti af því sem fundist hefur á árinu náðist í apríl þegar karlmaður um þrítugt var handtekinn á Suðurnesjum með tæp- lega sjö hundruð skammta af LSD. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net WWW.ICELANDAIR.IS Nánari upplýsingar og bókaóu á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní-13. júlí. Ferðatímabil: 17. júlí-10. desember. ▲. Takmarkað sætaframboð. Niðurstöður rannsóknar Öko-Test hraktar Spilla ekki heilsu Efnið í Crocs-skónum er hvorki heilsuspillandi né á bannlista. Þetta segir Ingimar Isaksson, innflytj- andi Crocs-sandalanna vinsælu sem fulltrúi Sænsku náttúruverndarsam- takanna hefur varað við. Á heimasíðu samtakanna er vísað í rannsókn þýska neytendatímarits- ins Öko-Test. Greint er frá þvi að þýska rannsóknin hafi leitt í ljós að sandalarnir vinsælu innihaldi umhverfiseitur auk efna sem geta valdið krabbameini. Að sögn Ingimars hefur efnaverk- fræðingur hjá eftirlitsstofnuninni TUV-Rheinland í Þýskalandi farið yfir niðurstöður rannsóknar Öko- Test og komist að því að efnið í skónum sé hvorki heilsuspillandi né á bannlista. Jafnframt segir Ingimar að samkvæmt öryggisstöðlum frá Sandalarnir vinsælu Rannsókn leíddi í Ijós hættuleg efni I þeim. International Agency and Research on Cancer, Occupational Safety and Health Administration auk Ámer- ican Conference of Governmental Industrial Hygienists hafi verið stað- fest að skórnir séu hættulausir og valdi ekki krabbameini. ingibjorg@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.