blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 13
blaóiö
ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI 2007
13
Leikskólabörn
og vinnuvélar
Þann 19. júní birtist grein í Blað-
inu undir yfirskriftinni „Börn sjá
95% kynbundið samfélag” þar sem
er fjallað um áhugasvið kynjanna í
tilefni dagsins og þá af hverju stelpur
hafi ekki áhuga á vinnuvélum. I
greininni er vitnað í Margréti Pálu
Olafsdóttur, forsvarsmann Hjalla-
stefnunnar, og hún beðin um álit sitt
á þessum mun. f greininni svarar
Margrét því til að leikskólar sem fylgi
Hjallastefnunni reyni að sporna við
þessari þróun og hafi ekki leikföng
með kynlega skírskotun.
Upphaflega kveikjan að þessari
grein sem blaðamaður var að vinna
Vettvangsferð
gröfuhóps-
drengja var
liður í að dýpka
reynsluheim
þeirra
Soffía Þorsteinsdóttir
að varðandi ólíkan áhuga á því sem
umhverfið býður upp á fyrir börn,
var önnur grein. í þeirri grein var
fjallað um glaða drengi á leikskól-
anum Sæborg, sem kalla sig „gröfu-
hópinn”, að leika sér í vinnuvélum í
sýningarsal fyrirtækisins Vélaverks.
Upphaflega höfðu þessir drengir
verið að fylgjast með nokkrum vinnu-
vélum að störfum út um glugga leik-
skólans veturinn 2006-2007, þar sem
áhugi þeirra var vakinn á þessum
fyrirbærum.
Á leikskólanum Sæborg er lögð
áhersla á að leyfa hugmyndum barn-
anna að njóta sin og reynt að fylgja
þeim eftir og gera þeim hátt undir
höfði. Umhverfi og samfélag eru
mótandi öfl í lífi barns með foreldra,
systkini og ættingja fremsta í flokki.
Leikskólinn er viðbót við foreldra-
hlutverkið, staður þar sem börn læra
í samvinnu við aðra í gegnum leikinn.
Börn þurfa að fá tækifæri til að vinna
úr reynslu sinni og upplifun og það
gera þau best í tengslum við önnur
börn með aðstoð hins fullorðna. Sam-
starf leikskóla og foreldra verður að
vera gott og vinna þarf með barnið
sem eina heild.
Ef breyta á hugsunarhætti barna
með því að taka leikföng burt úr
umhverfinu, sem Margrét Pála telur
að hafi kynlega skírskotun, tel ég
að verið sé að skerða val barnsins
og áhugasvið. Þess utan, ef slíkar
aðgerðir eiga að duga, þyrfti einnig
að taka ákveðin leikföng út af heim-
ilum barnanna, þar sem mótunin fer
einnig fram.
Við í Sæborg viljum leggja áherslu
á að leyfa börnum að koma með
spurningar og leita sjálf svara, gera
þau þannig gagnrýnin á umhverfi
sitt.
Drengir jafnt sem stúlkur í Sæ-
borg hafa jafna möguleika á að vinna
saman eða sitt í hvoru lagi að hugðar-
efnum sínurn. Þeim er kennt að kafa
djúpt í viðfangsefnið og nota öll skiln-
ingarvit sín til þess.
Vettvangsferð gröfuhópsdrengja í
Vélaver var liður í að dýpka reynslu-
heim þeirra og skilning á umhverfi
sínu. Þá reynslu nýta þeir síðan
áfram í ný og krefjandi verkefni.
Ekki skiptir öllu máli hvaða verk-
efni er unnið með, hvort það eru
fiskar, prinsessur, rissessur, beina-
grindur eða vinnuvélar. Með því
að leyfa börnum að fást við hugðar-
efni sín erum við að hjálpa þeim að
öðlast þekkingu á umhverfinu og
sjálfum sér, þar sem þau eru knúin
áfram af innri áhuga. Bernskan á
líka að vera eitt ævintýri þar sem
litróf lífsins fær að blómstra og það
var svo sannarlega ævintýri hjá
drengjunum þegar þeir heimsóttu
vinnuvélarnar.
Höfundur er leikskólastjóri
leikskólans Sæborgar
Ökuleyfi
Framundan er sá tími sem mörg
alvarleg umferðarslys eiga sér stað.
Með reglulegu millibili berast fréttir
þess efnis að fyrsta árs bílprófshafar
hafi valdið slysum með glæfralegu
aksturslagi sínu. Ómögulegt er að
segja til um hversu stór sá hópur
ungra ökumanna er sem á hverjum
tíma er hættulegur sjálfum sér og
öðrum i umferðinni. Því skal varast
að dæma alla unga ökumenn sem
ábyrgðarlausa. Flestir handhafar
nýrra ökuskírteina gera sér einmitt
Veigamestu
rökin hafa
að gera með
þroska og
þroskaferil
ungmenna
Kolbrún Baldursdóttir
far um að vanda sig við aksturinn.
Þessi ábyrgðarfullu ungmenni leggja
sig fram við að sýna fyllstu aðgætni
og eru sérstaklega varkár fyrstu mán-
uðina meðan þau eru að þjálfa aksturs-
hæfni sína og átta sig á aðstæðum.
í nóvember sl. var mælt fyrir frum-
varpi til laga um hækkun lágmarks-
aldurs til ökuréttinda úr 17 í 18 ár.
Fjölmörg rök voru reifuð sem renna
stoðum undir mikilvægi þess að
hækka ökuleyfisaldurinn um eitt ár.
Veigamestu rökin hafa að gera með
þroska og þroskaferil ungmenna.
Að aka bifreið við misjafnar og oft
erfiðar aðstæður krefst ákveðins vits-
muna- og félagsþroska. Þess vegna er
nauðsynlegt að hafa þroskasálfræði
unglinga til hliðsjónar þegar fjallað
er um hvenær unglingar hafa öðlast
í 18 ár
tilskilda hæfni til að stjórna ökutæki.
Þau ungmenni sem hafa ekki öðl-
ast nægjanlegan þroska til að gera sér
grein fyrir hversu öflugum tækjum
þau eru að stjórna og hvaða afleið-
ingar glæfraakstur getur haft í för
með sér hafa tilhneigingu til að varpa ,
varkárni fyrir róða í þeirri trú að ekk-
ert illt geti hent þau. Þau líta oft létt-
vægum augum á atriði sem fullorðnir
líta alvarlegum augum. Enda þótt
foreldrar og aðrir fullorðnir sem um-
gangast unglingana geri sitt besta til
að uppfræða og vara þá við ófyrirsjá-
anlegum hættum og mikilvægi þess
að gæta að sér ná viðvörunarorðin
ekki alltaf eyrum þeirra. Því nær
sem dregur fullorðinsárum dregur
úr þessum einkennum. Dómgreind
dýpkar, innsæi eykst og einstakling-
urinn verður hæfari með hverju ári
sem líður til að setja sig í spor ann-
arra, meta aðstæður, gera áætlanir og
sjá fyrir möguleg orsakatengsl.
Út frá sjónarmiðum þroskasálfræð-
innar er því auðvelt að leiða líkur
að því að 18 ára unglingar séu mun
hæfari til að taka ábyrgð á sér og sínu
lífi en þegar þeir voru 17 ára. Hvert
ár á þessu tímaskeiði skiptir þannig
sköpum hvað varðar nauðsynlegan
þroska til að geta tekið þá lágmarks-
ábyrgð sem stjórnun ökutækis í um-
ferðinni krefst.
Með því að hækka lágmarksaldur
ökuleyfis um eitt ár eru sterkar líkur
á að draga muni úr þeim umferð-
arslysum sem hægt er að rekja til
hraðaksturs þessa aldurshóps. Ung-
lingum á aldrinum 17-18 ára er í það
minnsta forðað frá því að geta slasast
eða látið lífið undir stýri eða verða
fyrir þeirri ógæfu að aðrir slasist eða
láti lífið af þeirra völdum.
Höfundur er sálfræðingur
Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is
Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júni-13. júlí
Ferðatimabil: 17. júli-10. desember
%
Takmarkaö sætaframboö
* r
Gæða þakgluggar á sérstöku tilboði
á meðan birgðir endast.
Fást í eftirfarandi stærðum:
55 x 78 • 55 x 98 • 66x118
78x98 •78x140 •94x140
Álevokkavmál AyfAK
Stórhöföa 33 • 110 Reykjavík • Sími: 577-4100 • www.aflak.is
bazookaboy!!