blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 6
Stonefly með gel púða í hæl 6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaðiö Stærö 36-41 - Verö 11.995 Litir: blátt og beige Skóverslun Kringlunni 8 -12 • S: 553 2888 TENGINGVH) TÆKIFÆRIN Vi& erum ráðgjafar í fyrirtækjaviðskiptum og aðstoðum bæði seljendur og kaupendur meðalstórra fyrirtækja við alla þætti slíkra viðskipta: • Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum • Verðmat fyrirtækja. • Viðræðu- og samningaferli. • Fjármögnun. • Gerð kaupsamninga og tenadra samninga. Við höfum engin fyrirtæki til sölu en við vitum af fjölda fyrirtækja sem geta verið fáanleg fyrir rétta kaupendur. Við vitum líka af mörgum aðilum sem eru að leita að góðum fyrirtækjum í flestum greinum atvinnurekstrar. Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýs- ingar um fyrirtæki eru ekki gefnar upp í síma. Vinsam- iega hrinaið og pantið tíma, síminn er 414 1 200, en einnig er nægt að nota tölvupóst: jens@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu, en viö teljum þau fáanleg: • Markaðsstjóri/meðeigandi óskast að heildverslun með fatnað og auglýsingavörur. Ársvelta 200 mkr. • Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr. • Heildverslun-sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 260 mkr. • Vélsmiðja í þjónustu við stóriðju. EBITDA 65 mkr. • Stór heildverslun með leikföng og gjafavörur. • Rótgróin húsgagnaverslun í góðum rekstri. EBITDA 30 mkr. • Þekkt lítil bílaleiga. • Meðeigandi/framkvæmdastjóri óskast að jarðverktakafyrirtæki á Ausfurlandi. Mjög góð verkefnastaða. • Rótgróið bakarí í Reykjavík. Góð velta og EBITDA. • Deild úr heildverslun með gjafavörur. Ársvelfa 00 mkr. • Heildverslun með smávörur. Góð framlegð. EBITDA 20 mkr. • Sérverslun með þekkktar gjafavörur. Ársvelta 40 kr. • Lítil, þekkt barnaverslun með umboð fyrir umhverfisvænar vörur. • Rótgróið lítið byggingafyrirtæki með fasta viðskiptavini. Fjórir fastráðnir starfsmenn. Góð verkefnastaða. • Rótgróin húsgagna- og gjafavöruverslun. EBITDA 14 mkr. • Deild úr heildverslun með þekktar garðvörur. • Lítil húsgagnaverslun í Kaupmannahöfn. • Heildverslun-sérverslun með fatnað. Ársvelta 100 mkr. • Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr. • Heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 50 mkr. • Þekkt sérverslun með herrafatnað. • Þekkt sérverslun með fatnað. Góð afkoma. Gagnlegur fróðleikur og fleiri fyrirtæki, sjá: www.kontakt.is KONTAKT Fyri rtækjaráðg jöf Suðurtandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200 www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Jens fngólfsson rekstrarfrœðingur, jens@lconfakf.is Brynhildur Bergþórsdóttir reksfrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Ragnar Martoinsson fyrirtækjaráðgjafi, ragnar@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignusali, sigurdur@kontakt.is Eva Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, evo@kontakt.is a&íIí a6 global Fóstureyðingum á Islandi fækkar ■ Yfirlæknir á Landspítala þakkar aukinni kynfræðslu og nýlegri neyðargetnaðarvörn að þungunum unglingsstúlkna fækkar Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Árlegur fjöldi fóstureyðinga hefur dregist saman síðustu fimm ár hér á landi og hefur þeim fækkað áber- andi mikið meðal stúlkna undir tví- tugu. Þetta stangast á við reynsluna víða annars staðar. í grein í Dagens Nyheter um sið- ustu helgi er sagt frá því að fóstur- eyðingum í Svíþjóð hefur fjölgað um 50 prósent undanfarinn áratug og kenna menn breyttu viðhorfi til kyn- lífs og getnaðarvarna sem og slæmri kynfræðslu um. Læknanemar við Háskóla íslands hafa undanfarin ár reynt að stuðla að góðri þekkingu og heilbrigðu viðhorfi ungmenna til kynlífs. Tvær meginskýringar „Við höfum tvær meginskýringar á því að fóstureyðingum og þung- unum meðal unglingsstúlkna hefur fækkað undanfarin ár hér á landi,“ segir Reynir Tómas Geirsson, pró- fessor og yfirlæknir á kvennadeild LSH. „Annars vegar er það til- koma neyðargetnaðarvarnar. Fyrir nokkrum árum kom landlæknir því svo fyrir að neyðargetnaðarvörnin er eitt af þeim lyfjum sem gefa má í neyð, strax eftir óvarðar samfarir til að forðast að þungun verði. Lyfið er nánast laust við aukaverkanir." Hin skýringin sem Reynir nefnir 250.. er aukin kynfræðsla. „Sérstak- lega hef ég trú á framtakinu sem Ástráður, félag læknanema um forvarnir, hefur staðið fyrir. Þeir hafa talað við 25 þúsund ungmenni undanfarin sex ár og það er einmitt í þeim árgöngum sem fóstureyð- ingum hefur fækkað hvað mest.“ Læknanemar uppfræða „Við höfum reynt að hitta alla fyrsta árs nema í framhaldsskólum landsins,“ segir Jónína Ingólfsdóttir, ritari Ástráðs. „Við fly tjum þeim fyr- irlestra um kynheilbrigði. Fyrirlestr- arnir byggjast þannig upp að við byrjum á að fjalla um algengustu Fjöldi fóstureyðinga hjá stúlkum á aldrinum 15-19 ára (Tölur fyrir áriö 2006 eru ekki tilbúnar) kynsjúkdómana, kennum krökk- unum að þekkja einkennin og hvað þau eiga að gera ef þau finna þau hjá sér. Svo tölum við um getnaðar- varnir og um ýmis andleg málefni sem fylgja því að byrja að stunda kynlíf og fjöllum þá meðal annars um fóstureyðingar.“ Jónína segir sérstaklega bera á því að krakkar séu óvissir um hormóna- getnaðarvarnir líkt og pilluna. „Það ganga alls konar gróusögur um pill- una. Til dæmis sú að rétt sé að taka sér hlé frá notkun hennar í 2 til 3 mánuði á ári. Það er alls ekki rétt en leiðir oft til ótímabærra þungana." Mælt með yfirtökutilboði Novators í Actavis Búist við jái frá hluthöfum Stjórn Actavis mælti fyrir helgi með nýju yfirtökutilboði Novators í félagið. Hluthafar hafa tvær vikur til að samþykkja tilboðið, sem hljóðar upp á 1,075 evrur á hvern hlut. Fast- lega er búist við að yfirtakan gangi eftir, enda hafa greiningaraðilar gefið út að tilboðið sé sanngjarnt. Novator er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem jafnframt er stjórnarformaður Actavis. Gangi allir hluthafar að tilboðinu verður félagið skráð úr Kauphöllinni, en samkvæmt tilboðinu nemur mark- aðsvirði þess um 9 prósentum af heildarmarkaðsvirði skráðra hlut- hafa hér á landi. Lokagengi Actavis í Kauphöll Islands var 88,50 krónur og miðað við gengi krónunnar er tilboð Nova- tors nokkuð yfir markaðsvirði. Því er ljóst að allir hluthafar hagnast á tilboðinu, enda hefur gengi félags- ins hækkað ört undanfarið ár. Sem dæmi má nefna að ef einhver hefur fjárfest í félaginu í ágúst í fyrra á genginu 61,2 fyrir eina milljón króna, getur sá hinn sami fengið tæplega eina og hálfa milljón í sinn hlut gangi hann að tilboði Novators. Er þá miðað við gengi krónunnar í gær. Þá eiga þeir hluthafar sem sam- þykkja tilboðið að fá aukagreiðslu ákveði Novator að selja 10 prósent eða meira af hlut sínum í Actavis innan 12 mánaða. magnus@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.