blaðið - 25.09.2007, Page 6
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007
blaöið
Ráðherrar ræða loftslagsmál í New York
SÞ leysi málin
Rannsókn Fáskrúðsfjarðarmálsins í fullum gangi
Islenskir lögreglumenn
rannsaka málið í Færeyjum
„Utanríkisráðherra lagði á það
áherslu í sinni ræðu að þetta ferli
færi fram og að þessi samningur
væri innan vébanda Sameinuðu
þjóðanna þannig að þær væru með,“
segir Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra um ræðu Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan-
ríkisráðherra á ráðstefnu um lofts-
lagsmál sem fór fram í New York í
gær.
„Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
vill að ríki heims sýni lit og geri
sér ljósa þá miklu ábyrgð sem er á
þeirra herðum,“ segir Þórunn.
Hún segir að á fundinum sé mikil
áhersla lögð á að ríki heims grípi
til aðgerða strax sem fari að segja
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
isráðherra Tók þátt í ráðstefnu um
loftslagsmál í New York í gær ásamt
utanríkisráðherra.
til sín á næstu árum því nú sé tæki-
færið til þess að hægja á breyting-
unni og það þurfi að nýta núna. „Nú
reynir á það hvort ríkin nái saman,“
segir hún. elias@bladid.net
Rannsókn á fíkniefnamálinu
sem kom upp á Fáskrúðsfirði fyrir
helgi miðar vel að sögn Friðriks
Smára Björgvinssonar, yfirmanns
rannsóknardeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu. Islenskir
rannsóknarlögreglumenn fóru
utan til Færeyja seinnipartinn í
gær og munu vinna með færeysku
lögreglunni að áframhaldandi rann-
sókn málsins þar. Einn maður situr
í gæsluvarðhaldi ytra en ekki hefur
verið ákveðið hvort farið verður
fram á að hann verði framseldur
hingað til lands. Áframhaldandi
rannsókn stendur yfir í Noregi, Dan-
mörku og fleiri löndum
I gær staðfesti Hæstiréttur fjög-
urra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð
héraðsdóms yfir tveimur mannanna
sem handteknir voru í tengslum við
málið en þeir höfðu kært úrskurð-
inn. freyrr@bladid.net
Fíkniefni Um 50 kíló af am-
fetamíni fundust í skútunni á
Fáskrúðsfirði auk 14 kílóa af
e-töfludufti og 1800 e-taflna
fS|jÞ
Hreinsar loftið
Eyðirlykt
Drepur bakteríur
Bolholti 4
105 Reykjavík
Sími 511 1001
www.ecc.is
Apakettir á vélhjólum
■ Sex vélhjól ollu varanlegum skemmdum á Arnarvatnsheiði ■ Veiðivörðurinn á svæð-
inu öskuillur ■ Mestu skemmdirnar á bökkum eins fallegasta vatnsins á svæðinu
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@bladid.net
„Þetta eru bara apakettir sem
fara ekki eftir reglum og það er al-
veg skelfilegt til þess að vita,“ sagði
Snorri Jóhannesson, bóndi og
veiðivörður á Arnarvatnsheiði, um
skemmdir sem mótorhjólamenn
unnu á viðkvæmu landi á Arnar-
vatnsheiði. „Hluti svæðisins verður
mörg ár að gróa,“ sagði Snorri, en
að hluta til er um votlendi að ræða.
„Þarna er viðkvæmur gróður. Mestu
skemmdirnar eru á bökkum eins fal-
legasta vatnsins á svæðinu. Þetta er
náttúruparadís."
Fimm torfæruvélhjól og eitt fjór-
hjól ollu skemmdunum og kom
sjónarvottur að mönnunum. Snorri
segir að kæra hafi nú verið lögð
fram til lögreglu og að upplýsinga
um nöfn mannanna sem þarna
voru að verki hafi nú þegar verið
aflað. Sönnunarbyrði þykir mjög
þung í þessum málum og því er
Snorri ekki sérstaklega vongóður
um að hinir seku verði dregnir til
ábyrgðar, en segir engu að síður að
hann treysti því að málið verði tekið
alla leið í dómskerfinu.
„Það verður að taka á þessum
málum. Þetta sýnirbara að mönnum
er ekki treystandi. Lögreglan hér er
svo fámenn að hún hefur ekki mögu-
leika á því að fylgjast með því þegar
menn eru að koma með hjólin í tuga-
tali í sumarbústaði og svo ræður
enginn neitt við neitt,“ segir Snorri
og bætir því við að staðarval mann-
anna virðist hafa helgast af því að
svæðið sést ekki frá veginum.
Þarf þrýsting innan frá
„Svona einstaklingar eru að eyði-
leggja fyrir heildinni. Sem betur fer
er meirihluti þeirra sem eru með
UTANVEGAAKSTUR
Ný reglugerð um utanvega-
akstur var gefin út árið 2005.
► Vélhjólaíþróttaklúbburinn
hefur barist ötullega gegn ut-
anvegaakstri síðastliðin ár.
► Torfæruvélhjól verða æ vin-
sælli afþreyingartæki
svona hjól til fyrirmyndar og er með
þau á þar til gerðum svæðum. En
það vantar virkilega þrýsting innan
úr samtökum vélhjólamanna," segir
Snorri, sem óttast að fyrr muni þessi
ósiður ekki upprætast.
„Þetta er sorglegt að eftir alla
þessa umræðu og umtal um utan-
vegaakstur skuli menn ekki sitja
á strák sínum og haga sér eins og
menn.“
ÞEKKIRÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Jeppadekk
35 ára gamall fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Dánarorsök liggur ekki fyrir
35 ára gamall karlmaður fannst
látinn í klefa sínum í fangelsinu á
Litla-Hrauni á laugardagsmorgun.
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangels-
ismálastofnunar, segir málið vera
í rannsókn en að ekkert bendi til
þess á þessu stigi málsins að mað-
urinn hafi framið sjálfsvíg. Dánar-
orsök liggur ekki fyrir en stefnt er
að því að framkvæma krufningu á
næstu dögum.
Maðurinn var dæmdur í sextán
ára fangelsi árið 1998 fyrir mann-
dráp af ásettu ráði og hafði afplánað
tæp tíu ár af þeim dómi. Hann
strauk af áfangaheimilinu Vernd, á
Laugateig 19, sunnudaginn 9. sept-
ember síðastliðinn en var handsa-
maður nokkrum dögum síðar. í kjöl-
farið var maðurinn sendur aftur á
Litla-Hraun í afplánun. Valtýr segir
Litla-Hraun Maðurinn sem
fannst látinn var að afplána 16
ára fangelsisdóm fyrir manndráp
af
elsismálastofnunar harmar fráfall
mannsins og vottar aðstandendum
hans samúð sína. þsj
að þar hafi hann verið undir læknis-
hendi og notið aðstoðar sálfræðinga.
Allt starfsfólk fangelsisins og Fang-