blaðið


blaðið - 25.09.2007, Qupperneq 7

blaðið - 25.09.2007, Qupperneq 7
blaöió ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Tveir karlmenn voru í Héraðs- dómi Austurlands dæmdir í skil- orðsbundið fangelsi, annar í 4; daga og hinn í fjóra mánuði, fyrir líkamsárás. Hinir dæmdu réðust á mann á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði í júní, kýldu hann í höfuðið og hentu honum í gólfið, þar sem þeir veittust að honum. Mennirnir játuðu brot sín og samþykktu að greiða fórnarlamb- inu skaðabætur. Þeir hafa báðir hlotið dóma áður en sá sem fékk vægari dóm hefur ekki gerst sekur um líkamsárás áður. Sá sem hlaut þyngri refsingu rauf með árásinni skilorð frá árinu 2005. Harður árekst- ur á Akureyri Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar eftir harðan árekstur á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar á Akureyri skömmu eftir klukkan fjögur í gær. Meiðsl þeirra reyndust þó vera minni- háttar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var öðrum bílnum ekið þvert yfir gatnamótin en hinn kom á móti og tók ökumaður hans vinstribeygju þvert í veg fyrir hinn. Bílarnir skemmdust mikið og mun a.m.k. annar þeirra vera ónýtur. mbi.is Landspítalinn Færri stöðu- gildi og aukin eftirspurn í kjölfar samruna sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 hefur verkefnum Landspítalans fjölgað mjög. Þetta skýrist meðal annars af því að íbúum á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði um 9,4% á árabilinu 2000 til 2006, eða um tæplega 16.500 manns. Er fjölg- unin mest á meðal eldri borgara, en einstaklingum 80 ára og eldri fjölgaði um ríflega 30%. Eftirspurn er eftir bráðaþjón- ustu spítalans hefur aukist um ein 18%, sem þýðir að árið 2006 hafði daglegum heimsóknum á bráðamóttökuna fjölgað um næstum því fjörutíu. Heimaþjón- usta hefur verið aukin mjög og komum á dag- og göngudeildir hefur fjölgað um 74.500 á tímabil- inu, eða um rúm 26%. Þrátt fyrir þetta hefur stöðu- gildum á Landspítala fækkað úr 4127 árið 2000 í 3866 árið 2006 og segir í tilkynningu að hluti fækkunarinnar skýrist með út- vistun valinna verkefna, svo sem ræstinga. arndis@bladid.net Borgin berst við að halda hjólreiðastígum hreinum Ekki alltaf eins og nýskúrað gólf Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavíkur- borgar, segist harma það ef pottur sé brotinn í hreinsun hjólreiðastíga í borginni. I Blaðinu fyrir helgi gagnrýndu hjólreiðamenn skort á sópun og viðhaldi á hjólreiða- stígum borgarinnar. „Borgin ætlar sér að hafa göngu- og hjólreiðastíga í góðu standi og við reynum það sannarlega. Auð- vitað er ekki alltaf hægt að hafa þá eins og nýskúrað gólf en við höfum síðasta árið aukið mjög sópun stíg- Gísli Marteinn Unnið er að framkvæmdaáætlun um lagningu hjólreiöastíga. Blaðið/Kristinn anna til þess að þeir séu fallegir og boðlegir fyrir þá sem um þá fara.“ Allir reyni að róa í sömu átt Gísli Marteinn segir að verið sé að ýta úr vör verkefni þar sem hjól- reiðastígar í borginni verða teknir út og framkvæmdaáætlun gerð um það hvar eigi að leggja slíka stíga næst og hvernig eigi að halda þeim við. „Ég held að það sé mikilvægt að allir reyni að róa í sömu átt í þessum málum. Við fögnum öllum góðum ábendingum og væntum þess að geta unnið vel með hjólreiða- mönnum til framtíðar." freyrr@bladid.net m : J ■ ■m A .J 1? § 1 jjf ,i y wk 1 m ma m « 1 * jMk 1 - E’j J 4J Wk * M ' Wm ■; ; m §§§| Komdu í reynsluakstur upplifunin verður ánægjuleg, ÁNÆGJULEGUR AKSTUR RÍKULEGUR BÚNAÐUR AFBURÐA EIGINLEIKAR A Grand Vitara er boðinn í mörgum utfærslum. /Jt Val er um öflugar og sparneytnar k og 6 strokka mtfe / ■ bensínvélar, eða umhverfisvæna dieselvel með bestu ^tííÍrií^USSSm^'-'- mengurnarvörnum svo sem öflugri sótsiu. ' Grand Vitara er með sítengdu fjórhjóladrifi með vali um læsingu og millikassa A með háu og lágu drifi. Meðal staðalbúnaðar er ESP stöðug- leikastýring með spólvörn, tölvu- jmfmaÍ:,. ..... ■:' laalEfef SlaiEESiB stýrð loftræsting m. kælingu, mf GR.AND vönduð Irljómtæki, upphituð ™ V/7í4/{/| framsæti og útispeglar. ___ Verd frá 2.790 þús. Skeifunni 17. Sími 568 5100 SUZUKI Kíktu á suzukibilar.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.