blaðið


blaðið - 25.09.2007, Qupperneq 10

blaðið - 25.09.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaöió Útgáfufélag: Árvakur hf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir Kristján er maður að meiri Kristján L. Möller samgönguráðherra er maður að meiri eftir að hann bað Einar Hermannsson skipaverkfræðing afsökunar, m.a. í viðtali hér 1 Blaðinu á laugardaginn. Ráðherrann hefur fundað með Einari og beðið hann afsökunar á að hafa nefnt hann, einan manna, þegar fjölmiðlar spurðu um ábyrgð á Grímseyjarferjuklúðrinu margumrædda. Það er því miður alltof sjaldgæft að stjórnmálamenn komi svona hreint fram og viðurkenni mistök sín. En auðvitað eru þeir ekki óskeikulir frekar en aðrir. Að biðjast afsökunar á mistökum er ekki veikleikamerki. Það er miklu fremur merki um styrk og sjálfstraust. Það er samt dálítið sérstakt að eini maðurinn, sem axlar einhverja ábyrgð og biðst afsökunar í hinu stórfurðulega Grímseyjarferjumáli, sé sá sem áreiðanlega ber enga ábyrgð á öllum mistökunum og fjár- austrinum við kaup og endurbætur á ferjunni. Þvert á móti vakti Kristján Möller athygli á því áður en hann tók við embætti sam- gönguráðherra, að pottur væri brotinn í ferjumálinu. Kristján segir í viðtalinu við Blaðið að margt hafi farið úrskeiðis í málinu, en meginþunginn og ábyrgðin sé hjá Vegagerðinni og sam- gönguráðuneytinu. Ráðherrann segist hafa farið rækilega í gegnum málið innan ráðuneytisins. Niðurstaða hans er eftirfarandi: „Ábyrgðin er endanlega ráð- herrans eins og Sturla Böðvarsson, forveri minn, sagði í yfirlýsingu sinni um málið. Ég hef farið vandlega yfir þetta mál innan ráðuneytisins og sé ekki að tilefni sé til að áminna starfsmenn þar.“ Er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að Kristján telji ábyrgðina liggja hjá forvera sínum? Hvernig ætlar forverinn að bregðast við því? Ætlar hann að biðjast afsökunar á einhverju? Hugmynd samgönguráðherra, sem hann setti fram í Blaðinu á laugardaginn, um að sameina Vegagerðina og Siglingastofnun gæti verið skynsamleg. Það virðist hafa sýnt sig að lítið vit sé í því að sérfræðingar í vegum sýsli mikið með skip. Hugsanlega væri því hægt að sameina þekkingu þessara stofnana með sameiningu, fækka í leiðinni ríkisstofnunum og hagræða í rekstrinum. Ekki væri verra ef um leið tækist að tryggja að fleiri Grímseyjarferjuklúður kæmu ekki upp. Ólafur Þ. Stephensen |jf| SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjóri: Stann Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingan Hádegismóum 2.110 Reykjavík Aðalsímh 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net frettir@bladid.net auglysingar@bladid.net Prentun: Landsprent ehf. Rúnar Geirmundsson SigurOur Runarsson Alhliða útfararþjónusta Simar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • nuiar@utfarir.is Utfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 <r< vWi VERÉ HRÆPP ÍTí^r^JöR.G-. f’E-rrflFTi fé&TZXÍMAÞl L-W Opinská umræða um ESB Viðskiptanefnd Alþingis, sem ég á sæti í, hefur að undanförnu heimsótt fjármálafyrirtæki og aðra hagsmunaaðila í viðskiptalíf- inu. Tilgangur heimsóknanna var fyrst og fremst að hlusta eftir því sem forsvarsmenn í viðskiptalíf- inu telja mikilvægustu áhersluat- riði næstu misserin til að tryggja samkeppnishæfni íslands. Um- ræðan var í takt við það sem ég hef heyrt í formlegum og óform- legum samtölum við fjölmarga aðila í viðskiptalífmu á undan- förnum vikum, sem telja höfuð- nauðsyn að ráðist sé gegn óstöð- ugu gengi krónunnar og háum vöxtum. Um leið er kallað eftir opinskárri umræðu um evruna og mögulega aðild Islands að Evr- ópusambandinu (ESB). Evran og ESB Forsvarsmenn í viðskiptalífmu leggja vitanlega mikla áherslu á að brjótast úr viðjum hárra vaxta og gengisóstöðugleika. Gengisþró- unin er sögð óviðunandi fyrir út- flutningsfyrirtækin og hefur af- drifaríkar afleiðingar í för með sér. I þessu samhengi kalla margir í viðskiptalífmu á faglega um- ræðu um efnahagslegan stöðug- leika annars vegar og hins vegar um upptöku evru og aðild að ESB. Ekki eru bein tengsl milli þessara tveggja þátta, stöðugleik- inn er forsenda aðildarumsóknar í ESB, en ekki endilega öfugt. Peningastefna á Islandi einkennist nú að hluta til af því að sveiflu- jöfnun er handstýrt með vaxta- stigi, sem virðist virka illa til að halda aftur af eftirspurn en veldur um leið hinu háa gengi gjaldmið- ilsins. Miðlunarferli peninga- stefnunnar virkar ekki sem skyldi. Stór hluti vaxtamyndunar er utan seilingar seðlabankans. Þannig eru ríflega 80 prósent skulda heimila í landinu verðtryggð og fyrirtæki í útrás og útflutningi vinna mest með erlenda gjald- miðla. Óstöðugleikinn hefur kall- að á erlenda sem innlenda um- ræðu um stöðu íslensks efnahagslífs. Erlend athygli á efnahagsástandinu hefur jafnvel áhrif á ímynd íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu. Æ Guðfinna S. Bjarnadóttir Áhrifamenn stærstu fyrirtækj- anna telja margir að erfitt muni reynast til framtíðar að nota krónuna sem starfrækslumynt, þar sem umsvif þeirra eru mest- megnis erlendis og efnahagslíf okkar er orðið samþætt alþjóða- mörkuðum. Flestir gera sér grein fyrir því að tal um evru á íslandi tengist víðtækari umræðu um ESB-aðild og að einhliða upptaka evrunnar sé ekki raunhæfur kost- ur. Við eigum að setja viðamikla og vandaða vinnu í að meta fýsi- leika ESB-aðildar án þess að vera fyrirfram búin að ákveða niður- stöðuna. Skýrsla Evrópunefndar forsætisráðherra frá í mars gæti reynst ágætis grundvöllur fyrir frekari umræðu. Við þurfum að móta okkur skýra stefnu í Evr- ópumálum og fylgja henni eftir. Evran á dagskrá Ég fagna því að atvinnulífið ætlar að taka evruumræðuna föst- um tökum á næstunni. Eins og fram kom í 90 ára afmælisfagnaði Viðskiptaráðs í sl. viku, telur það mikilvægt að halda uppi faglegri og virkri umræðu um stöðu krónunnar og mun ekki skorast undan ábyrgð sem leiðandi aðili í þeirri umræðu. Formaður Við- skiptaráðs telur ákvörðun um gjaldmiðil landsins vera stærstu einstöku ákvörðun sem stjórn- völd standa frammi fyrir, ætli þau sér að koma hér á stöðugu og hagfelldu umhverfi fyrir fyrirtæki. Þá telur forysta SUS tímabært að taka til alvarlegrar skoðunar kosti og galla þess fyrir íslenskt hag- kerfi, almenning og athafnalíf, að halda úti eigin mynt. Við þurfum að taka umræðuna um evru og ESB út úr skotgröfum vanþekk- ingar og þegar þar að kemur að velja eða hafna ESB-aðild á fag- legum forsendum sem byggja á þróaðri umræðu. Stjórnvöld hljóta að taka virkan þátt í þessari mikilvægu umræðu. Höfundur er alþingismaður -er besta auglýsingin § Við erum snöggir að afgreiða áprentuð límbönd. Hringdu núna í síma 567 88 88 ! n/muohf. www.pmt.is 1 Krókhálsi 1-110 Reykjavík - sfmi 567-8888 - fax 567-8889 “ wwtrm wwww mwwm wwwm wwwm m wwm wwwm wm wm wwwm iMu IXH IIII a wmmm mÆMÆ iij11 ■ MM■ KJQ KLIPPT OG SKORIÐ að vakti tölu- verða athygli þegar Stein- grímur Hermanns- son, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur í Sjónvarpinu á sunnudagskvöld að Framsókn hefði frekar átt að slíta stjórn- arsamstarfinu en að fallast á stuðning við traksstríðið. Hann telur þessa ákvörðun vera eina af ástæðum þess að flokkurinn fékk ekki stuðning í síðustu kosn- ingum. Þá sagði hann flokkinn hafa verið alltof frjálshyggjusinn- aðan og ýtt undir græðgisvæð- inguna, eins og hann orðaði það. The Economist birti nýlega könnun um lífsgæði fólks í veröldinni. Þar kemur ýmislegt for- vitnilegt í ljós. The Economist Meðal þess er hvar best sé að búa í heim- inum. t fyrsta sæti er Noregur en ísland er í öðru sæti, Ástralía í því þriðja. Ástralska blaðið Her- ald Sun fjallar um könnunina og eru menn þar ekkert sérstaklega hrifnir af því að vera fýrir aftan þessi tvö köldu lönd í könn- uninni. Telja sig hafa sól og hvítar strendur umffam köldu löndin. tsland hefur það eitt ffam yfir okkur að þar eru engar moskítóflugur og snákar, segir í Herald Sun. Margir velta fyrir sér hvað Ásdís Halla dóttir fari að gera þegar hún lætur af starfi forstjóra BYKO. Menn telja sig sjá breytingar ffamundan hjá Símanum og að Brynjólfur Bjarnason sé á förum þaðan. Vilja sumir meina að Ásdís Halla muni taka sæti hans og verða for- stjóri Símans. elin@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.